Tíminn Sunnudagsblað - 04.03.1962, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 04.03.1962, Blaðsíða 13
klaustrinu um nokkur ár eftir þetta, því að annálar greina meðal annars, að árið 1343 hafi Ormur biskup Áslákssqn fangað þrjá bræð ur á Möðruvöllum fyrir sakir, er hann gaf þeim, og sett þá í járn. 1 lclaustraritgerð sinni í Tímariti Bókmenntafélagsins 1887 telur séra Janus Jónsson upp átta príora, er verið hafi á Möðruvöllum. Síðastur þeirra var Jón Finnbogason, er tók við embætti 1524 og hélt þvi til dauðadags 1546. Voru þá aðeins fá ár til fullra siðaskipta, og með lífláti Jóns biskups Arasonar var endir bundinn á kaþólskan sið hér á landi og öll klaustur lögð niður, en eigur þeirra gengu til konungs Möðruvallaklaustur var mjög auð- ugt að jörðum, og fylgdu því, er það var lagt niður, sextíu og sjö jarðir, og munu fá klaustur hafa verið auðugri að löndum. Um helm ingur þessara jarða var í Eyjafjarð- arsýslu, einkum í Svarfaðardal, Ár- skógsströnd og núverandi Arnar- neshreppi og raunar enn viðar um sýsluna svo og annars staðar á Noröurlandi. Fjársýsla hefur því hlotið að vera snar þáttur í rekstri Möðruvallaklausturs, og vafalaust hefur ekki kveðið minna að ver- aldarumsvifum ráðsmannsins en andlegri sýslan príors og munka. líöfuðstaður Norðurlands Eftir siðaskipti líða svo rúm 230 ár, að Möðruvallastað, ber vart hærra í .andssögunni en önnur höfuðból og prestssetur. En árið 1783 rís staðurinn til þeirrar virð- ingar að verða i raun og veru höf- uðstaður Norðurlands, og hélzt svo urn níutíu og eitt ár, eða til 1874. á 18. öld var æðstu stjórn lands- ins svo fyrir komið, að efstur i valdastiganum var hinn svonefndi stiftamtmaður, og völdust til þess embættis danskir aðalsmenn, sem hvorki voru skyldir til né töldu það köllun sína að hafa fast aðset- ur á Islandi. Fulltrúi stiftamtmanns var amtmaður, sem sat á Bessa- stööum. Var hann því í raun æðsti valdsmaður landsins. Um 1770 voru allmikil umbrot i dönskum stjórnmálum, og skipaði stjórnin þá svonefnda landsnefnd til þess að rannsaka þjóðarhag is- lendinga og gera tillögur til úrbóta í efnahags- og stjórnarmálefnum landsins. Þessi nefnd vann mikið starf og gerði margvíslegar tillögur, sem hér verða ekki raktar, en geta verður þó þeirrar tillögu nefndarinn- ar, sem snerti beinlínis sögu Möðru- valla í Hörgárdal. Nefndin lagði til, að stiftamt- maður yrði skyldaður til þess að búa á íslandi, að minnsta kosti nokkur ár, og skyldi hann jafn- framt vera amtmaður í Suður- og Vesturamti. Þá skyldi einnig skip- aður annar amtmaður yfir Norður- og Austuramtið og sitja á Noröur- landi. Hafði nefndin í huga sem amtmannssetur aðra hvora klaust- urjörðina í Eyjafjarðarsýslu, Munka- þverá eða Möðruvelli. Hinn fyrsti stiftmaður eftir hinni nýju skipan var norskur embættis- maður af ótignum ættum, er Tho- dal nefndist. Sat hann hálfan ann- an áratug á Bessastöðum og gat sér gott orð. Fyrsti amtmaður norðan og austan varð Ólafur Stefánsson, hinn kunni ættfaðir Stephensensættarinn- ar. Ólafur var gróinn maður á Suður- landi og fastur í sessi. Hafði hann þar mikla persónulega umsýslu, sem honum var óhægt eða ómögu- legt að rækja, ef hann sæti á Norð- urlandi. Tókst honum því árum saman að skjóta því á frest, að amtmannssetrið flyttist norður, en sat óáreittur syðra og stundaði stórbúskap í Sviðholti á Álftanesi og síðar á Innra-Hólmi á Akranesi. En loks þraut þolinmæði stjórnar- innar, en Ólafur amtmaður var leystur frá embætti með nokkrum biðlaunum, en nýr amtmaður skip- aður i hans stað 1783, og var þaö Stefán Þórannsson, systursonur 01- afs. Ákveðið var, að amtmaður hefði aðsetur á Möðruvöllum, og fiuttist Stefán að því búnu norður. Stefán Þórarinsson Stefán amtmaður var fæddur að Grund í Eyjafirði 24. ágúst 1754, og voru foreldrar hans Þórarinn sýslu maður Jónsson og kona hans, Sig- riður Stefánsdóttir. Bróðir Stefáns var Vigfús Þórarinsson, sýslumað- ur í Rangárvallasýslu, faðir Bjarna Thorarensens. Er Thorarensens- ættin komin af þeim Þórarinsson- um frá Grund, og eru af henni margir nafnkenndir menn enn í dag. Stefán Þórarínsson var til mennta settur og lauk stúdentsprófi i heimaskóla hjá Hannesi Finnssyni árið 1771, en kandídatsprófi í lög- um frá Hafnarháskóla 1776. Starf- aði Stefán um skeið i rentukamm- erinu, og virtist frami búinn í Dan- mörku, ef hann hefði ílenzt þar, en meira fýsti hann til Islands, og var hann skipaður varalögmaður norðan og vestan, en sú staða var þó ólaunuð og eins konar þrep upp til lögmannsembættisins. Stefán varð snemma áhugamaður um allt, er laut að framförum á Islandi, og tók því feginshendi, er honum bauðst styrkur til þess að ferðast um Noreg að kynnast atvinnuhátt- um þar. Upp úr því var hann ráð- inn til þess að fara til íslands og gerast þar ráðunautur um búnað, einkum framræslu, sem hann hafði sérstaklega kynnt sér. Fluttist hann heim 1780 og settist að á Innra- Hólmi hjá Ólafi, móðuibróður sín- um. Hófst hann þegar handa i ráðu nautsstarfinu og gerði ýmsar til- lögur, sem þó varð minna úr vegna aðgerðaleysis stjórnvaldanna. Skömmu eftir heimkomuna tók hann við lögmannsembætti og hélt því nokkur ár ásamt amtmanns- embættinu, sem hann var skipaður til að gegna 1783, eins og fyrr segir. Hann var þá enn kornungur mað- ur, aðeins 28 ára, en svo mikill af sjálfum sér og menntun sinni, að óvíst er, að eldri menn hefðu dugað betur til þessa embættis, sem hann var valinn til. Mótaði hann amt- mannsstörfin nyrðra svo, aö eftir- menn hans tóku hann til fyrir- myndar í fleslu og einskorðuðu ekki störf sín við ströngustu fyrirmæli erindisbréfa sinna, heldur voru at- kvæðamenn um atvinnumálefni og annað, er til heilla mátti verða í umdæmi þeirra. Stefán amtmaður var i hverju einu framfaramaður og mikill for- ystumaður Norðlendinga, þótt hann iHGVAR GÍSLASON ALÞiNGISMAÐUíR: AROAL VÍGSLUBISKUPSSETUR T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 37

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.