Tíminn Sunnudagsblað - 04.03.1962, Blaðsíða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 04.03.1962, Blaðsíða 17
Möðruvallaskóla á þjóðlífið munu ekki sízt hafa síazt út fyrir þeirra tilverknað'. Það má með sanni segja, að ekk- ert fari fram hjá skyggnigáfu Sig- urðar skólameistara í áðurgreindri bók hans. Eg get ekki stillt mig um í þessu sambandi, þar sem rætt er um Möðruvallaskóla og áhrif hans, að taka upp hér nokkrar línur orð- réttar úr bók Sigurðar. Hann segir: „Einkum er það ein verzlunar- grein, sem gagnfræðaskólinn norðlenzki hefir lagt til mikið lið og mikla starfslcrafta, sem hún hefði án efa eigi getað án ver- ið, og það er samvinnustefnan. Einn hinna merkustu prestvígðra manna á voru landi (Þorsteinn Briem — tilgáta mín. I.G.) Iét eitt sinn svo um mælt við mig, að hann hefði fyrst séð það, þá er hann kynntist Eyjafirði og hög- um bænda þar, hvílíkt gagn Möðru vallaskóli hefði unnið. Fyrir til- verknað hans höfðu sveitirnar nægilcga færan mannafla til að annast þau störf og þá umsýslu, er hinn mikli kaupfélagsskapur héraðisins þarfnaðist." Samvinnumenn mættu minnast þessara orða Sigurðar Guðmunds- sonar, og kann að vera, að það verði einn þáttur í samvinnusögu íslands, ef hún verður einhvern tíma rituð, aö kanna enn nánar, hver sé hlutur Möðruvallaskóla í gengi samvinnuhreyfingarinnar hér á landi. Brunar á MöðruvöIIum Saga Möðruvalla í Hörgárdal er meiri en svo, að hún rúmist í til- tölulega knappri grein. Allt, sem hér hefur verið rakið, eru aðeins meginþræðir þeirrar sögu, en fjöl- margir einstakir viðburðir og merk- ismenn, sem tengdir eru sögu Möðru- valla, eru með öllu ónefndir. Ég get þó ekki skilizt svo við þessa frá- sögn, að ég minnist ekki á það, sem staðurinn er sérstaklega nafn- kunnur fyrir. En það eru hinir tíðu brunar, sem þar hafa orðið. Er getið þar a.m.k. sjö stórbruna og nokkurra smærri. Fyrr var minnzt á klausturbrunann 1316, brunann á amtmannshúsinu 1874 og skóla- brunann 1902, enda marka þeir allir tímamót, a.m.k tveir hinir síðasttöldu, er amtmannssetrið var flutt, svo jg skólinn, hvort tveggja til Akureyrar. Aðrir stórbrunar eru bæjarbruninn 1712, amtmannsbú- staður brann þar hið fyrra sinn 1826, kirkja 1865 og loks brann íbúðarhús þar árið 1937 Möðruvallastaður er nú vigslu- biskupssetur síðan sóknarprestur- inn þar, séra Sigurður Stefánsson, var vígður til þess embættis árið 1959. Má segja, að vel fari á því að vígslubiskup í Hólastifti hinu forna sitji á Möðruvöllum, a. m. k. á með- an annarri slcipan nærtækari er ekki á komið. Fer það saman, að staðnum er sómi að setu vígslu- biskups þar og vígslubiskup er full- sæmdur af setu sinni á svo forn- frægum stað. Þa3 er nokkuð þröngbýlt á Reykjavikurtjörn, og ekki sízt er skörin þéttsetin, þegar í máli, að endur fíkjast ekki eftir því að þeim sé hlýtt á fótunum. is er kominn á hana Það er bót (Ljósmynd: TÍMINN — GE). T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 41

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.