Tíminn Sunnudagsblað - 04.03.1962, Blaðsíða 21

Tíminn Sunnudagsblað - 04.03.1962, Blaðsíða 21
Prófastsdóttir Framhald af 32. síðu. sá sitt óvænna og hrökklaðist br'ott frá Holtastöðum vorið 1830. Medónía varð eftir, en Guðrún, kona hans, fór að Strjúgi, þar sem hún var um tíma við einhvers konar búhokur. Sjálfur leitaði Björn á náðir Ástríðar, syst- ur sinnar, og manns hennar, Ögmund ar Ögmundssonar á Törfalæk, og hafði þangað með sér örfáar skepnur, sem hann hélt eftir af bústofni sín- um á Holtastöðum. IV. Fátt segir af hinu fyrsta sumri Björns á Torfalæk. Ljóst er þó, að hann kom sér vel og þótti dagfars- prúður maður. Þeim Ólafi Ingimund- arsyni samdi hið bezta, og fór hann vingjarnlegum orðum um þennan lieimilismann við nágrannana. Sjálfur var Ólafur kalíaður góðmenni, en þó bráðlyndur. En þegar fram kom á veturinn fór að vakna sá grunur hjá Ólafi, að Björn gerði sér tíðara um Ástríði Halldórsdóttur en honum þótti æski- Icgt. Sótti þeim mun meiri ergi að Ólafi sem hann hugsaði meira um þennan ljóð á ráði vistmannsins, og tók hann jafnvel að gruna sambýlis- fólkið, venzlafólk Björns, um svikráð við sig og fyrirætlanir um að þrengja að sér og flæma sig brott. Þó var allt vandræðalaust á Torfalæk um sinn. En beiskjan gróf um sig í huga Ólafs. Svo var eitt sinn um veturinn, er Jón bóndi Jónsson á Stóru-Giljá, eig- inmaður Guðrúnar Arnbjörnsdóttur, var staddur á Torfalæk, að Ólafur veittist nieð hörðum orðum að Birni að litlu tilefni. Þóttust menn þá vita, að undir byggi afbrýðisemi, þótt ann- að væri haft að yfirskini. Skipti það engum togum, að Ólafur flaug á Björn. Tók Björn þá um kverkar hon um og hélt honum þannig, unz heima bændurnir, Ögmundur og Jóhannes Jónsson, komu og skildu þá. Jón á Giljá gisti á Torfalæk uan nóttina, en næsta dag fór Ólafur með honum að Giljá og var þar viku- tíma. Var honum þá þungt í skapi, og þóttist ekki óhræddur um líf sitt íyrir Birni — kvað og alla á Torfa- læk sér öndverða, n’ema Jóhannes og Margréti Hannesdóttur, konu hans. Brátt lét Ólafur þó sefast og sneri aftur heim að Torfalæk, með- fr'am fyrir fortölur annarra. Fólkið á Torfalæk virðist nú einnig hafa gert sér far um að eyða tortryggni Ólafs og gremju, og jöfnuðust svo vel allar misfellur, að samningar tókust um það mi'lli þeirra Björns, að hann skyldi verða húsmaður hans næsta fardagaár. Skyldi hann búa í baðs'tofu húsinu með Ólafi og Ástríði Halldórs dóttur og fá grasnytjar handa einni kú og tólf til þrettán ám. Átti Björn að heyja sér handa fénaði sínum, en Ástríður þjóna þeim báðum, elda handa þeim mat og nytja pening beggja og vinna hvorum að hálfu um heyannir. Þar á móti átti hvor þeirra að fóðra fénað hennar að hálfu. Kann það að hafa átt sinn þátt í því, að Ólafur gerði þessa samninga, að enn var ekki með öllu slitið vin- áttu þeirra Björns og Medóníu. Ljóst er, að annaðhvort hefur Medónía kom ið í heimsókn að Torfalæk eða Björn farið austur í Langadal til fundar við hana á útmánuðum þetta ár, og létu þeir samfundir sig ekki án vitn- isburðar, svo sem síðar mun sagt. Var ekki annað betur fallið til þess að eyða grunsemdum og tortryggni Ólafs í kvennamálunum en sjá þess glögg merki, að þau Björn og Med- ónía væru ekki hvort öðru fráhverf, þrátt fyrir það, er á undan var geng- ið. Nú virtist allt leika í lyndi á Torfa læk. Þó bar þann skugga á, sem Ólafi var torvelt um að ræða við heimilis- fólkið, að Ástríður hafði ekki viljað veita honum blíðu sina, síðan í þorra byrjun. Þegar leið fram á vorið, duldist ekki lengur, að hún var ávaxtarsöm. Tók þá mjög að togast á von og ótti í brjósti Ólafs. Hann hafði aldrei get- ið barn, enda gengið að eiga Guðrúnu Skúladóttur roskna, og bústýra hans liafði aldrei fyrr frjósöm orðið í sam búð þeirra. Aldrei hafði hann þó neitt hneykslanlegt séð til þeirra Björns og Ástríðar, en tortrygginn gerðist hann og efablandinn og þótti miklu varða, að barnið fæddist ekki síðar en viku af vetri. Biðin var löng og tók á taugar hans. Það var gróska í öllu þetta sumar — grasvöxtur í bezta lagi, sumartið góð, svo að mjólkurpeningur hélt vel á sér nyt, og dágóður afli við sjóinn. Og prestsdóttirin frá Melstað þykkn- aði jafnt og þétt undir belti. Þegar sumri tók að halla, fór séra Einar Guðbrandsson á Iljaltabakka að hafa um það nokkrar eftirgrennsl anir, hver myndi valda þunga Ást- ríðar Halldórsdóttur. Getur verið, að föður hennar, prófastinn, hafi verið farið að fýsa að hafa af því einhverj- ar spurnii’. Ólafur var nokkuð tví- ráður, þegar séra Einar ræddi þessi mál við hann, en þó ekki úrkula von- ar. Lézt hann öðru hverju vilja, að unninn væri bugur á tregðu Ástríð- ar að ættfæra þungann, en þegaf á skyldi herða, taldi hann úr, að prest-1 ur skærist í málið og gengi á hana. Sagði hann þá, að eftirgangsmunir myndu lítt stoða. Ólafur færði þessi mál einnig í tal við nágranna sína. Lét hann líklega við þá um það, að hann ætti barnið, en gat ekki dulið gremju sína yfir þeirri fyrirstöðu, sem var á því, að hann fengi stúlkuna fyrir eiginkonu. Þegar séra Einar vék að þessum málum við Björn, gaf liann fyllilega í skyn, að hann gæti átt barnið, enda kvaðst hann ekki vita til þess, að neitt það hefði verið á milli Ólafs og Ástríðar, er barneign gæti hlotizt af. V. Astríður Halldórsdóttir lagðist á sæng mánudaginn 10. október og ól meybarn. En ekki fékkst af henni, fremur en fyrr, að hún tilnefndi föð- ur að barninu. Gerðist ,nú Ólafur hálfu úfnari í skapi en áður, enda þótt barnið fæddist fyrir veturnætur, og var nú engin blíðmælgi i baðstofu húsinu á Torfalæk hina næstu daga. Fimmtudaginn næstan á eftir barns burðinum, kom Helgi bóndi Björns- son á Skinnastöðum að Torfalæk. Þeir Ólafur áttu tal saman, og fannst það fljótt á, að Torfalækjarbónda var þungt í skapi. Vék hann talinu að á- fJogum þeiira Björns veturinn áður og áleitni, er hann taldi sig hafa orð- ið” fyrir af sambýlisfólkinu, og lézt ekki óhræddur um sig fyrir Birni. Helgi spurði hann, hvers vegna hann hefði þá tekið Björn til sín. Sagði þá Ólafur, að hann hefði gert sér það til friðar og vonað, að skipast mundi til hins betra, ef þau Björn og Ástr'íður Halldórsdóttir fengju að ráða þessu, enda búizt við, að Björn yrði tíður gestur á heimilinu, þótt hann hefði þar ekki heimilisfestu. Þó duldist Ó1 afur þess ekki, að Björn hefði sóma- samlega við sig breytt, ef kvenna- málin voru undanskilin. Árla næsta morguns var barið að dyrum á Hjaltabakka. Þar var kom- inn Ögmundur bóndi á Torfalæk og vildi hafa tal af séra Einari Guð- brandssyni. Hafði hann presti allmik il tíðindi að segja, því að hann kvað Ólaf Ingimundarson hafa bráðkvadd- an orðið kvöldið áður í baðstofuhús- inu á Torfalæk eftir ryskingar nokkr ar við húsmann sinn, Björn Ólafsson. Næsta sunnudag færðu svo þau Ög mundur og Ástríður barn Ástríðar Halldórsdóttur til sldrnar í Hjalta- bakkakirkju. Báru þau presti bréf frá móðurinni, og lýsti hún þar Ólaf íngimundarson föður þess. Litla stúlkan var vatni ausin og nefnd Ragnheiður. En einhver tvífeðrungur hefur þó vex'ið í presti um faðernið, því að við nafn Ólafs í dánarskrá prestsþjónustubókarinnar er ritað: „Bráðkvaddur, ekkjumaður, átti aldrei barn“. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 45

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.