Tíminn Sunnudagsblað - 18.03.1962, Side 3

Tíminn Sunnudagsblað - 18.03.1962, Side 3
BaSHerbergi frá því um 1800, — mjög stílhreint og svo stórt, að það hefði verið hægt að halda dansleik þar. Vinsælasta baðkerið meðal betri bor.gara fyrir um iþað bil einni öld var baðker úr mahogni, sem klætt var innan með blýi. Það var útskorið og flúrað í afar við'hafnarmiklum stíl og oft með innrömmuðu málverki, sem baðandinn gat horft á, sér til yndisauka, meðan hann þreif sig. Þessi baðker hafa hlotið að vera ó- hemju dýr, og ekki hafa þau verið handhæg í flutningum: Hinn enski forsætisráðherra John Russel átti eitt slíkt, sem vó hvorki meira né minna en þúsund kíló. Hinn frægi starfsbróðir hans Disraeli hafði hins vegar meira dálæti á steypibaðinu, en hann var — eftir frásögn konu hans — svo vatnshræddur, að hann þorði aldrei að taka bað, nema þeg- ar hún var nærstödd, og sjálfur þorði hann ekki að skrúfa frá, held- ur varg hún alltaf að gera það. Þessi hræðsla hans verður skiljan legri, þegar það er haft í huga, að vatnig varð ag vera kalt. Á þessum tímum gat það riðið þjóðfélagslegri virðingu ungs manns ag fullu, ef þag varð uppvíst, að hann baðaði sig úr heitu. Slíkt var ekki nema fyrir væskla og smábörn. Kalda vatnig átti ag herða manninn líkamlega og and lega. og vatnið var látið streyma úr sturtunni með þvílákum krafti, að læknar ráðlögðu mönnum ag hafa hatt á höfðinu, þegar þeir tækju sér steypibað. en samt var talig nauð- synlegt fyrir heilbrigði manna, að vatnið byldi á þeim með þessuDn krafti. Heilbrigðisfrömuður „sann- Önnur tæki snyrtiherbergisins voru einnig vel úr garði gerð. Til vinstri er salerni og var þessi gerð kölluð „sofandi Ijónið". Til hægri er tæki, sem kallað var „demiselle" — elns konar hengi fyrir rakáhöld o. fl. aði“ meira ag segja, ag hrakfarir og ömurleg örlög Napoleons stöfuðu af því, að hann fór í heitt bað á hverj- um degi, það hafi sljóvgag hæfileika hans og hernaðarlega skarpskyggni, og þess vegna hefði hann beðig ó- sigur í orrustunni við Waterloo fyr- ir Wellington, sem tók köld böð. Hið þúsund kílóa baðker Russels var auðvitað svo dýrt, að fátækling- ar leyfðu sér ekki einu sinni ag láta sig dreyma um það. Baðherbergi voru þar að auki útbúin með ýmiss feonar þægindum og „fínerí“, sem var til þess ætlag ag auka veg og virgingu húsbóndans. Þag voru höfð teppi á veggjum, dýrindils glugga- tjöld, djúplr hægindastólar og þykk gólfteppi. Um aldamótin 1700 var meira að segja algengt ag ausa púðri í sjálft baðkerið. Þetta var tízka með- al frönsku einvaldskónganna og staf- aði af því, að þeir böðuðu sig í marm arabaðkerum, sem voru köld og liörð viðkomu, þótt tigin væru. Baðkerið varð ekki eign almennings fyrr en um 1880, er hafin var fjölda- framleiðsla á steyptum járnkerum. í fyrstu voru þessi baðker máluð bæði að utan og innan, en þag hafði þann ó'kost, að málningin hafði tilhneig- ingu til þess að leysast upp í heitu vatni. Stundum hélt sá, sem var að baða sig, ag honum væri ag blæða út, er rauð málningin leystist u.pp í vatninu. — Þetta vandamál leyst- ist, þegar menn tóku að húða bað- kerin með postulínshúð, svo sem nú er gert við flest baðker, og þar með má segja, að hin þýðingarmestu tæki snyrtiherbergisins séu komin á við- unandi stig. Útbúnaður, sem svipar til vatnssalerna nútímans var fund- inn upp löngu áður eða 1596, er vatns salerni í líkingu við þau, sem við eig- um að venjast, var gert fyrir Elísa- betu Englandsdrottrtingu. Hún var mikill kvenskörungur í hreinlætis- málum, og er sagt, að hún hafi farið í bag ei.nu sinni í mánuði, „hvort sem þess var þiirf eða ekki“. Ekki notaði hún þó sápu, enda er almenn notkun sápu svo ný af nálinni, að árig 1880 varð að gefa út nákvæman leiðarvísi um það, hvernig menn ætti að fá sér sápubað. Hér á síðunum eru myndir af bað- kerum og baðtækjum frá ýmsum tím- um, og er fróðlegt ag bera þau sam- an við það, sem við eigum nú að venjast. Efri myndin er af b'Skeri frá því um 1700 fyrir Krists bu"3, og er lagið á því ekki ósvipað og á baðkerum nú- tímani Fyrir neðsn er vcggubaðker frá því um 1750 eftir Krists burð. — TÍIHINN SUNNUDAGSBLAÐ 75

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.