Tíminn Sunnudagsblað - 18.03.1962, Blaðsíða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 18.03.1962, Blaðsíða 9
dagana og Medónía lá á sæng, ól lausakona honum afiivæini, og var þaff einnig fjóröa barnið, ef ekki fimmta, sem hann átti í lausaleik. Þetta hefur þó varla verið talið til stórtíðinda í hóraðinu. Slíks voru manna dæmin. Á skrám í skjalasafni sýslumannsembættisins eru nöfn meira en níutíu aðila, sem ratað höfðu í barneignir í Húnavatnssýslu þetta ár, án þess að löghelgunar hjóna bandsins nyti við. Slík brot skiptu þá tugum í sunium prestaköllunum á einu og sama ári. X. Af vitnum þeim, sem til voru kvödd, urðu þeir Holtastaða-Jóhann og Jón Jónsson á Stóru-Giljá, er kvæntur var fósturdóttur Ólafs Ingi- mundarsonar, Birni þyngstir í «kauti. Jóni á Giljá hefur' sýnilega þótt nærri sér höggvið og borið þungan liug til Björns. Hann sagðist að vísu ekki hafa séð eða heyrt neitt ósið- samlegt til Björns, nema áflog hans við Ólaf veturinn áður, en sögur ýms- ar hafði hann á takteinum. Hann sagði, að Björn hefði flogizt á við sambýlismann sinn, Erlend Guð mundsson, er þeir voru í tvíbýli í Hvammi í Langadal, og farið hrak- lega með hann. Holtastaða-Jóhann kynni líka frá því að segja, að Björn hefði hótað sóknarpresti sínum, séra Ólafi Tómassyni í Blöndudalshólum, að sitja um líf hans, ef hann gæfi þau Jóhann og Medóníu saman. Jó- hann hefði og fjögur vitni að því, að Björn hefði hótað honum dauða, og eftir Guðrúnu Guðmundsdóttur, konu Björns, væri það haft, að Björn hefði eitt sinn um nótt hlaupið upp úr rúmi frá henni á Holtastöðum, tekið sem ákafast að brýna hníf og haft uppi stóryrði um að drepa Medóníu, reka Jóhann í gegn og skera svo sjálfan sig á háls. Áttu þær systur, Guðrún og Medónía, að hafa sefað hann að lokum með fortölum sínum. Holtastaða-Jóhann hefur fljótlega haft spurnir af þessum vitnisburði Jóns á Stóru-Giljá. Gerði hann sér þá ferð að Hjaltabakka og fékk að hafa þar tal af Birni. Það lætur að líkutn, að Jóhann hafi ekki komið af vin- semd einni eða fanganum til dægra- styttingar, og mjög greindi þá á um, hvað þeim hafði farið á milli. Jóhann sagðist hafa komið til þess að heimta af Birni þær eigur Medóníu, er í hans vörzlu voru, en Björn hefði ekki vilj- að lofa neinum skilum á þeim, nema Jóhann andæfði því, sem Jón á Stóru- Giljá hafði sagt, og myndi hann ella engu af sér ná. Björn sagði aftur á móti, að Jóhann hefði boðizt til þess að lýsa vitnisburð Jóns lygi, ef hann fengi það af höndum reitt, er hann taldi sig eiga hjá Birni, og nokkra þóknun í tilbót. Skildu þeir með eng um vinahótum. Vitnisburður Jóhanns varð því Birni mjög andsnúinn. Hann stað- festi sögur Jóns á Giljá að langmestu leyti og jók við þær. Honum sagðist svo frá, að Bjöm hefði komið heim frá Svínavatnskirkju nokkuð drulck- inn að kvöldi þess dags, er fyrst var lýst með þeim Medórjíu í Holtastaða- kirkju sumarið 1829, og hótað að drepa þau hjónaefnin bæði, vakandi eða sofandi. í öðru orðinu hefði hann þó boðið frarn fé, ef hjónabandið færist fyrir. Jóhann kvaðst hafa neyðzt til þess að fallast á þetta dag- inn eftir, en þó hefðu þau verið laun mæli þeirra Medóníu að sæta færi síðar, þótt ekki þyrðu þau að láta Björn hafa pata af því. Nokkru síðar u>m sumarið sagði Jóhann, að Björn hefði ráðizt á sig, tekið fyrir lcverk- ar sér og barið si.g. Sagðist Jóhann þá hafa beðizt vægðar og neitað því, að hann hefði hug á Medóníu. Hefði Björn þá sleppt tökunum, en rænt sig þó áður lykli að kistu og aldr'ei skilað. Síðar hefði horfið úr kistunni handskrift frá Birni upp á tíu spesíur danskar, er Jóhann taldi verið hafa þóknun til sín fyrir það, »ð hann hætti við að kvænast Medóníu. Vafalaust er, að þessi saga Jólianns var ekki uppspuni, þótt sitthvað kunni að hafa verið ofsagt eða van- sagt. Björn varð samferða Jósef Guð mundssyni, mági sínum, bróður’ Guð- • rúnar og Medóníu, frá Svínavatns- kirkju umræddan sunnudag. Þeir komu við á Sólheimum hjá Pálma bónda Jónssyni, og þar fréttu þeir, hvað gerzt hafði í Holtastaðakirkju um daginn. Björn var ölvaður og brást við mjög reiður. Jósef fór með Birni að Holtastöðum, og Pálmi reið með þeim á leið. Báðum bar saman um, að Björn hefði sagt, að hann skyldi hafa líf þeirra Jóhanns og Medóníu, ef þau næðu saman, og báð- ir urðu þeir varir við misklíð og deilur milli þeirra Björns og Jóhanns heima á Holtastöðum um kvöldið. Björn þrætti fyrir flest, sem á hann var borið, og kannaðist alls ekki við, að hann hefði hótað neinum fjör- tjóni. Lykiltökunni neitaði hann líka, en þrætti ekki fyrir, að Jóhann hefði einhvern tíma komizt yfir handskrift frá sér. Séra Ólafur Tómasson bar það til baka, að Björn hefði ógnað sér, en þó hefði hann brugðizt reiður við, er hann atyrti hann fyrir að halda Medóníu hjá sér. Sjálfur neitaði Björn því ekki, en sagði að andstaða sín gegn fyrirhuguðu hjónabandi hennar hefði verið af því sprottin, að hann taldi Jóhann einhvern óráðvandað- asta mann í allri Húnavatnssýslu. Guðrún Guðmundsdóttir, kona Björns, kannaðist ekki við, að hann hefði nokkurn tíma hlaupið úr rúmi frá sér og tekið að brýna hníf með hótunum. Hún sagði, að þurrt hefði að sönnu verið á milli þeir'ra hjóna, en jafnaðarlega hefði Björn verið hinn friðsamasti, og aldrei hefði það borið við í sambúð, að hann beitti hana ofbeldi, berði hana eða mis- þyrmdi. Loks sannaðist með játningu Erlends Guðmundssonar, og var stað fest af vitnum, að hann hefði af fyrra bragði flogið drukkinn á Björn er þeir tókust á, og hefði þeim aldrei annað borið á milli í sambýlinu. XI. Birni var skipaður verjandi eins og lög gera ráð fyrir. Valdist til þess gamall og nafntogaður málafylgju- maður, Ólafur Björnsson á Litlu- Giljá, kallaður Mála-Ólafur. Nokkuð mun hafa þótt örðugt að verja Björn, svo stei'kar líkur sem voru til þess, að hann hefði orðið Ólafi Ingimundarsyni að bana, þótt óviljavenk væri. Mála-Ólafur vildi þó freista þess að færa að því rök, að dauða Ólafs hefði borið að höndum á annan veg en í fljótu bragði sýnd- ist líklegast. Kvað hann „vel geta skeð, að Björn sé aldeilis sakláus af því að hafa snert á honum hálsinn, enda þó hann kolblár væri og liti út fyrir sem marinn vær'i, því ég held, að reiðin, þá hún er fjarskaleg, geti verið orsök til þessa, því þegar ein manneskja reiðist, fær hún blóðhlaup til höfuðsins, hvað roði og æðaslátt ur andlitsins sýnir, hvar við ráðdeild in skerðist meir eða minna, eftir því sem blóðhlaupið er ákaflegt. En þeg- ar ofsalegur blóðstraumur kemur í hálsæðarnar, hvar andardrátturinn, sem við reiðina verður svo miklu þyngri, svo sumum liggur við andar- teppu, ekki sízt, ef áflogamæði bætist á, herðir að æðunum, en blóðstraums- ins ofbeldi sækir á, mun náttúrlegt, að æð, ein eður fleiri, springi, og þegar svo ber til, Meypur blóðið út í holdið, því meir og víðar sem blóð- straumurinn er harðari“. Ólafur vitnaði síðan í lýsingu Sveins læknis Pálssonar í Félagsrit- unum, er þá voru nokkurra áratuga gömul, á sjúkdómi þeim, er grip var kallaður, máli sínu til frekari stuðn- Framhald á 93. síðu. en „blóðstraumsins ofbeldi“ í hálsæðum stúdentsins T í M I N N SUNNUDAGSBLAÐ 81

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.