Tíminn Sunnudagsblað - 18.03.1962, Síða 10
MARK TWAIN:
SAGA UM LITINN
OG ÞÆGAN DRENG
Það var einu sinni lítill ag þægur
drengur, sem hét Jakob Blivens. —
Hann hlýddi alltaf foreldrum sínum,
alveg sama hversu heimskulegar og
vitlausar skipanir þeirra voru, og
hann las alltaf lexíurnar sínar og kom
aldr'ei of seint í sunnudagaskólann.
Hann vildi aldrei skrópa, jafnvel þótt
heilbrigð skynsemi segði honum, að
það væri það langbezta. Aðrir dreng-
ir skildu ekki þennan dreng, af því
að hann hagaði sér svo einkennilega:
Hann vildi aldrei ljúga, hve hag-
kvæmt sem það var. Hann sagði bara,
að það væri Ijótt að skrökva og lét
þar við sitja. Og hann var svo heið-
arlegur og æi'legur, að hann . varð
blátt áfram að athlægi. — Jakob var
mikið umtalsefni vegna hinnar furðu
legu framkomu sinnar. Hann vildi
ekki taka þátt í kúluspili á sunnu-
dögum, hann vildi ekki ræna fugla-
hreiður, hann vildi ekki gefa apa
lírukassaspilarans fimmeyringa, sem
var áður búið að glóðhita í eldavél:
Kann bar sem sagt ekkert skyn á
almennilegar skemmtanir. Hinir
drengirnir hugleiddu þetta vandamál
með sjálfum sér og ræddu um það
innbyrðis til þess að reyna að átta
sig á honum, en allt kom fyrir ekki;
Jakob hélt áfram að vera óskiljan-
legur. Það eina, sem þeir höfðu upp
úr heilabrotunum var óljóst hugboð
um, að hann væri eitthvað „hinseg-
in“, og þess vegna tóku þeir hann
undir verndarvæng sinn og gættu
þess, að ekkert kæmi fyrir hann.
Þessi litli og þægi drengur las í
bókunum, sem hann hafði í sunnu-
dagaskólanum. Það fannst honum
bezt af öllu. Og þar liggur hundur-
inn grafinn: Hann trúði nefnilega því,
sem sagt er um litlu og þægu dreng-
ina, sem menn setja í sunnudaga-
skólabækurnar. Hann var sannfærður
um, að allt, sem skrifað var um þá,
væri satt. Hann dreymdi um að hitía
slíkan dreng í veruleikanum, þó að
ekki væri nema einu sinni, en hon-
um varð aldrei að ósk sinni. í hvert
sinn sem hann las um einhvern, sem
var sérstakiega þægur, flýtti hann
sér að fletíá blöðunum og lesa end-
. inn — til þess að sjá, hvað yrði um
hann — því að hann var reiðubúinn
að ferðast þúsund mílur bara til þess
að fá að horfa á slíkan dreng •— en
það var til einskis, því að þægi dreng-
urinn dó alltaf í síðasta kafla. Það
var mynd af jarðarförinni og allri
fjölskyldunni hans og bömunum í
sunnudagaskólanum, sem stóðu
hringinn í kringum gröfina, dreng-
irnir í buxum, sem voi’u allt of. stutt-
ar og stúlkurnar með hettur, sem
voru allt of stórar og allir grétu í
vasaklútana sína, og það voru vasa-
klútar, sem voru meter á kant ....
Svona var hann alltaf gabbaður.
Hann fékk aldrei að hitta neinn af
þessum litlu og þægu drengjum, því
að þeir dóu alltaf í síðasta kafla.
Það var metnaður Jakobs að kom-
ast í sunnudagaskólabók. Hann
dreymdi um að sjá þar frásagnir af
sjálfum sér með myndum, sem sýndu
með hvilikri hreysti hann neitaði að
skrökva að mömmu sinni og grát-
klökka gleði hennar yfir því, — mynd
um, þar sem hann stæði í útidyrunum
og rétti fátækri betlikonu með sex
börn tuttugu og fimm aura og segði
við hana, að hún mætti nota þá til
hvers, sem húrí vildi — nema til
munaðar, því að munaður er synd,
— og myndum, sem sýndu stórlæti
hans, þegar hann neitaði að segja til
óþæga drengsins, sem sat fyrir hon-
um á hverjum degi, þegar hann kom
úr skóla og sló hann í höfuðið með
reglustiku og rak hann á undan sér,
öskrandi hí! hí! hí!
Þannig var metnaðlardraumur
Jakobs. Hann vildi gjarna komast í
sunnudagaskólabók. Öðr'u hverju
varð honum hugsað til þess, að litlu
og þægu drengirnir dóu alltaf. Hann
skildi, að það var ekki hol'lt að vera
þægur. Hann vissi, að það var miklu
hættulegra en berklar að vera jafn
yfirnáttúrulega þægur og drengirnir
í sunnudagaskólabókunum. Og hann
langaði svo mikið til að lifa. Enginn
drengjanna í bókunum hafði lifað
verulega lengi, og það olli honum
sái'sauka, að ef hann yrði settur í bók,
gæti hann aldrei séð bókina, og þó að
tækist að gefa út bókina, áður en
hálih dæi, hefði hún engin áhriif
nema það væri mynd af jarðarför-
inni hans á einhverri af síðustu blað-
síðunum. Því að hvað var varið í
sunnudagaskólabók, sem ekki segði
neitt frá því, hvernig þægi drengur-
inn áminnti og refsaði öllu þorpinu
á banabeði sínum? Með tilliti til þessa
varð hann að ákveða að reyna að fá
sem mest út úr lífinu, lifa í r'éttlæti
og tóra eins lengi og hann gæti og
hafa ræðuna, sem hann ætlaði að
flytja á banabeðnum tilbúna, þegar
hann þyrfti að grípa til hennar.
En það var líkt og ekkert ætlaði
að lánast fyrir þessum litla og þæga
dreng. Það fór aldrei fyrir honum
eins og litlu og þægu drengjunum
í bókunum: Þeir skemmtu sér alltaf,
en óþægu drengirnir fótbrotnuðu. En
hvað honum viðkom hlutu að hafa
orðið einhver mistök, þvi að það var
öfugt: Þegar hann kom að Jim Blake,
þar sem hann var að stela eplum og
gekk að trénu til þess að lesa yfir
honum textann um litla, óþæga dreng
inn, sem datt úr tré nábúans og hand-
leggsbrotnaði, datt Jim að vísu úr
trénu, en hann datt á hann og hand-
leggsbraut hann, en Jim sjálfan sak-
aði hins vegar ekkert. Það gat Jakob
alls ekki skilið. Það var andstætt öllu
því, sem stóð í bókunum.
Og einu sinni, þegar nokkrir óþægir
strákar höfðu ýtt blindum manni í
forarvilpu og Jakob kom þjótandi til
þess að hjálpa honum á þurrt land
aftur og taka á móti blessun hans,
blessaði blindi maðurinn hann alls
ekki, heldur sló hann í hausinn með
stafnum sínum og sagði, að hann
skyldi láta vera að hrinda sér og
látast svo ætla að hjálpa honum á
eftir. Þetta var ekki í samræmi við
textann í neinni af bókunum. Jakob
sló upp í þeim öllum til þess að full-
vissa sig um það.
Jakob langaði afskaplega mikið til
þess að finna haltan hund, sem ætti
hvergi skjól og væri hungraður og
ofsóttur', fara með hann heim og
klappa honum og taka á móti eilífu
þakklæti hundsins í staðinn. Að lok-
um tókst honum að finna svoleiðis
hund og varð frá sér numinn af gleði,
tók hann heim með sér og gaf honum
að éta, en þegar hann svo ætlaði að
klappa hundinum, rauk hann á hann
og reif öll fötin lians, nema að fram-
an, svo að hann varö 6ér til skamm-
ar frammi fyrir fðlki. Hann fletti
upp í bókunum, en fann ekkert, sem
82 TÍMINN — SUNNUDAGSBLAÐ
I