Tíminn Sunnudagsblað - 18.03.1962, Qupperneq 20
aðu, litla svefnpurkan þín, klukkan
er orðin tíu, og þú ert enn þá í
rúminu.
Og konurödd rétt við hitt eyra
mitt svaraði syfjulega: — Er orðið
svona framorðið, ég er svo ægilega
þreytt.
Eg reyndi í örvæntingu að rifja
upp, hvar ég var, hvernig ég hefði
komizt þangað og hvað ég hefði verið
að gera. En ég var of mikig undir
áhrifum vínsins, til þess að ég yrði
nokkurs visari.
— Ég ætla að draga frá, sagði
karlmannsröddin, og um leið varð
mér Ijóst, að ég var glataður ....
Hönd strauk um hár mitt og ég
hrökk i kút.
— Hver er þetta? öskraði karl-
mannsröddin, skelfingu lostin, og þeg
ar ég svaraði ekki einu orði, fékk ég
tvö bylmingshögg ofan í hausinn
Ég sló aftur, og áður en varði upp-
hófust hörkuáflog, sem bárust um
allt herbersr:ð c>'o að húsgögnin ultu
hvert um annað
— Hjálp!, hjálp!, skrækti konan í
rúminu. Morð!. þjófar!, hjálp!
Þjónar ng samkvæmisgestir drifu
að úr öllum áttum. náfölir af ótta,
gluggahlerunum var skotið frá, og
tjöldin frá og ég stóð augliti til
auglitis við Dumoulin fursta! — Ég
hafði sofið í herbergi dóttur hans.
Og ég, sem hafði ætlað mér að sleppa
úr klónum á henni! Það var ekki að-
eins að hún hafði talað við mig,
dansað við mig, borðað með mér, hún
hafði líka sofig hjá mér!
Ég flýði ti'I herbergis míns yfir-
kominn af reiði og blygðun, lokaði
dyrunum og settist á rúmbríkina og
reyndi að koma jafnvægi á hugsanir
mínar Ég heyrði fólk vera ,að tala
saman og hvísla á ganginum fyrir
framan. — Hálftíma seinna var barið
á dyrnar.
— Kom inn!, öskraði ég.
Og frændi minn, faðir brúðarinnar
kom inn. Hann var eins og liðið lík
í framan.
— Hvað meinarðu eiginlega með
því að haga þér svona? sagði hann.
Þú getur náttúrulega haft þína henti-
semi, en að láta koma að sér undir
svona kringumstæðum! — Þú hefðir
átt að fara strax á eftir ... eh. ...
ég meina, . þú hefðir ekki átt að
sofna í herberginu hjá henni
— En það skeði ekkert á milli
okkar, æpti ég gremjulega. Ég varð
útúrdrukkinn og fór herbergjavillt.
Hann yppti öxlum.
— Láttu ekki eins og fífl, sagði
hann.
— En ég sver, það kom ekkert
fyrir.
— Vertu ekki með þetta þvaður,
sagði hann. Og því ákafar sem ég
hélt fram sakleysi mínu og reyndi
að skýra málið fyrir honum, þeim
mun ruglaðri varð hann. Að lokum
fór hann út til þess að tala við furst-
ann.
Þegar hann kom aftur, var svipur
hans ákveðinn.
— Það er aðeins eitt, sem þú get-
ur gert. Þú verður að kvænast stúlk-
unni.
Ég stökk upp af rúminu, allsgáður.
— Nei, það geri ég aldrei!, æpti
ég.
— Jæja, hvað ætlarðu þá að gera?
sagði hann, alvarlega.
— Komast burt frá þessum stað.
jafnskjótt og ég fæ skóna rnína aftur.
— Láttu þér ekki detta aðra eins
vitleysu í hug. Er þér ljóst, að furst-
inn bíður eftir þér, reiðubúinn tii
þess að skjóta þig um leig og hann
sér þig? — Hann minntist á einvígi
við mig. Hann er svo æstur, að það
er þýðingarlaust að ræða við hann.
Þetta er sjálfskaparvíti. Þér hefði
verið nær að stíga í vænginn við
giftar konur eða gleðikonur. Ungar
stúlkur eru ekki til að leika sér að.
Þú ert búinn að eyðileggja manr.orð
stúlkunnar, hvort sem eitthvað hefur
átt sér stað eða ekki.
— Fjandinn hirði það, ég kvænist
henni aldrei, sagði ég. Hann fór, og
ég var einn í herberginu. — Næst
kom frænka mín.
— Elsku drengurinn. Það eina,
sem þú getur gert, er að skrifa og
biðja um hönd hennar. Þú getur —
eða við getum saman — síðar fundið
einhverja ástæðu til þess að koma í
veg fyrir giftinguna.
Konur eru slóttugar .... Auðvit-
að fylgdi ég ráðum hennar. Einni
stundu síðar var ég lagður af stað
til Parísar.
Tveim dögum seinna varð ég þess
vísari, að bónorðinu hafði verið tek-
ig og áður en mér hafði hugkvæmzt
einhver ástæða til þess að draga það
til baka, hafði gamli furstinn, faðir
hcnnar látið lýsa með okkur og ég
var tjóðraður við hana það sem eftir
var lífsins. Við töluðumst ekki við
allt brúðkaupið, og þegar ég loks
fór inn í herbergi hennar, kom ég
að henni þar, sem hún sat á stól,
rauðeygg af gráti. Hún stóð upp, þeg-
ar ég kom inn. — Ég hafði ákveðið
að senda hana burt, en hún var svo
falleg, svo biðjandi og saklaus, að
ég gerði hitt í staðinn. Nú hef ég
verið kvæntur í fimm ár og aldrei
iðrazt þess.
— Já, sagði Georg nú. Hjónabönd
•eru happdrætti og eru stundum til
góðs fyrir einhvern.
— Hjónabandið, sagði annar, er
uppfundig í himnaríki.
— Ja, mjlt var vissulega.uppfundið
af guði — guðinum Bakkusi, sagði
Pétur og hló.
92
T í M I N N
SUNNUDAGSBLAÐ