Tíminn Sunnudagsblað - 18.03.1962, Blaðsíða 21

Tíminn Sunnudagsblað - 18.03.1962, Blaðsíða 21
GOS í VESUVIUSI - Framhald af 79. síöu. munir gefa hinni upprisnu Pompej líf á ný. Bautasteinar og grafskriftir. auglýsingaskilti, myndir, sem sýna stjórnmála-, félags- og athafnalíf borgaranna, einkabréf, tjáningar í bundnu og lausu máli, sem sýna ást, hatur, afbrýðisemi og bölsýni. öðlast nú aftur náð sjáendanna. Líkamsleifar þeirra, sem fórust i náttúruhamförunum og grófust undir vikri og ösku, hefur tímans tönn tugg ið í smátt, en húsbúnað og innrétting ar hefur verið hægt að lagfæra og endurnýja að miklu leyti. — Meiri- hluti íbúa Pompej tókst að forða lífi og limum í tæka tíð, en margir íbú- anna — sennilega yfir tvö þúsund manns — hafa beðið bana á vonlaus- um flótta undan ósköpunum, — orð- ið fyrir steinum, glóandi ösku og hrauni eða fyllt lungu sín af ban- vænu gasi, sem streymdi-úr lungum Vesúviusar. Þegar líkamsleifarnar voru rotnað- ar, varð eftir hola í lögunum, sem samsvaraði stærð líkamans. Þessi lík- amsmót hafa fornleifafræðingarnir fylit með gipsi og fengið þannig ná- kvæma eftirlíkingu af líkamanum, þegar gipsið harðnaði. Þetta er ekki ósvipað því og þegar íindátar eru steyptir í mótum. Fundizt hefur „fólk“, sem hefur verið að reyna að bjarga peningum og öðrum verðmæt- um, þegar dauðann bar að garði. Til dæmis hafa fundizt átta mann- eskjur — eða öllu lieldur mótin eftir líkami þeirra — sem höfðu -leitað skjóls í svölum neðanjarðarkjallara og orðið þar dauðanum að bráð. Af- steypurnar sýna, hvernig þetta fólk brást við dauða sínum: Lítil stúlka felur höfuð sitt, skelfingu lostin, i skauti móður sinnar: Mynd, sem snert ir hvern mann í hjartastað. í Herculaneum hafa fundizt leifar stórs bókasafns — um það bil 1700 rit, — sem náttúrulega eru mikið skemmd, en eru engu að síður þess virði að geymast og verða rannsökuð, eftir því sem tök eru á. Meðal þess- ara rita eru papýrusstrangar, sem ekki hafa fundizt utan Egyptalands áður. — Við fornleifarannsóknirnar hefur fengizt talsverð innsýn í trúar- líf borgarbúa. Það er enginn vafi á því, að hinir heimsborgaralega sinn- uðu íbúar þessara borga hafa í trúar- legu tilliti orðið fyrir miklum áhrif- um frá Austurlþndum, þar á meðal frá Gyðingum. Ýmislegt bendir og til kristinna áhrifa. Mjög mikið hefur verið ritað um Björn á Torfslæk — Framhald af 81. síðu. ings. Var hann sem líkastur fingra- förum á hörundinu og eignaður ill- um öndum. Vildi dómarinn ekki á þessar rök- semdir fallast, væri þess að gæta, að Birni hlyti að hafa orðiE bylt við og ætlað, að við vitstola inann væri að fást, þegar slíkt góðmenni sem Ólafur Ingimundarson hefði verið, réðst á hann í myrkrinu, þar sem hann sat með spekt í svefnhúsi sínu. Málið hefði horft við á annan veg, ef Björn hefði farið í annarra manna híbýli og „gildrað til svoddan reiði“, og alls ekki hefði hann verið skyld- ugur til þess að þola misiþyrmingar af Ólafi, án þess að verja hendur sin- ar, „þar sem hann var ei hjú hans, heldur húsmaður, og í því tilliti sjálfs sín herra“. Vörn Mála-Ólafs stoðaði þó lítt. Björn sýslumaður dænrdi nafna sinn sekan, en þar eð nokkuð brast á full- ar sannanir þótti honum áttatiu og eitt vandarhögg hæfileg refsing, auk þess sem sakborningur skyldi greið* allan kostnað af málarekstrinum þessar borgir, örlög þeirra og forn- leifarannsóknir þar, bæði fyrr og síH ar, og mörg þessara rita varpa skærn Ijósi á það mannlíf, sem svo sviplega var hrifið úr hringrás lífsins fyrir nær nítján hundruð árum. Reizla einhvers efnaðs kaupmanns f Pompej. Hvað er það eiginlega, sem þvottavéj gerir, en þú getur ekki gert? i j T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 93

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.