Tíminn Sunnudagsblað - 18.03.1962, Page 22

Tíminn Sunnudagsblað - 18.03.1962, Page 22
☆ Tóíilist- in er gölugnst alira lista, sagfti hún. Glens og gamansemi Hús Landsbankans var byggt árið 1900. Fjárráð bankans voru þá ekki mikil, og varð um þetta leyti að neita mörgum um lán, og þótti sumum leirra sem byggingin gleypti nokkuð lik'' fé. i Um svipað leyti var svo þröngt í búi á Álftanesi, að Gullbringusýsla /arð að fá lán úr landssjóði til þess ið hlaupa þar undir bagga. Nú var það, að tveir menn vorn i gangi um Austurstræti, og barst al þeirra að nýhýsi hins peninga- ausa banka. Annar lét þess getið, að ineitanlega væri húsið dálaglegt. Þá agði hinn: — O-já — það er líkt eins og Álft- nesingar færu að kaupa sér peninga- -káp fyrir landssjóðslánið. ★ Konan var lögzt á sæng, og fæðing- in gekk erfiðlega. Bóndinn stikaði fram og aftur um gólfið í þungum þönkum. Allt í einu nam hann stað- að við rúmið og sagði upp úr eins manns hljóði: — Mikið leggur þú á þig, gæzkan, fyrir hann Jón. ★ Útvegsmaður einn í Reykjavík, Jón Norðmann, fluttist um set norður í Eyjafjörð, nálægt aldamótunum síð- ustu. Hann átti þilskip, sem orðið var gamalt og hrörlegt, og sendi menn suður til þess að sækja pað. Geir gamli Zoega var maður or'ð- heppinn og skrýtinyrtur. Þegar hann frétti um komu norðanmanna og er- indi þeirra, varð honum að orði: — Ætla þeir að fara sveitir eða fjöll norður — sjóveg komast þeir ekki með skriflið. ★ Björn Gunniaugsson var oft mjög utan við sig, þegar hann var einn á ferð. Var þá hugurinn tíðum víðs fjarri umhverfinu. Eitt sinn var það á landmælinga- ferðum hans, að hundur kom gjamm- andi á móti honum, er hann reið heim á bæ einn, þar sem hann hugðist taka sér hvíld. Björn varð hundsins var, þótt í þungum þönkum væri, leit -til hans og mælti: — Mér lízt nú, að þér þegið — ja, ekki ætlaði ég að þéra yður. Ekkill gerði konu sinni svolátandi jrafskrift: Harmþrunginn drunga í brjósti ber, burtu konan mín fló frá mér. En það huggar fróun hjartaþels, að hún er til fóta Gamalíels. Lausn 3. kross- gátu TÍMINN SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.