Tíminn Sunnudagsblað - 15.04.1962, Page 20
þarna einn eítir hjá drottningunni,
seni ekki var komin á fætur. Þreif
ég þá nærfötin mín og fór í skyrtuna,
en ég skildi ekkert í því, að ég ætlaði
aidrei að komast í brókarfjandann.
En þegar ég fór að gá að betur, þá
var þetta brókin drottningarinnar,
xem ég hafði tekið i ógáti. Og þá hló
drottningin.
Síðan klæddi ég mig i snatri og fór,
en áður en ég fór af stað, hitti ég
kónginn, og vildi hann ekki sleppa
mér eða láta mig fara, fyrr en ég
hefði íengið eitthvað gott -ín ég
kvaðst ekki mega það, því að þá
kæmi ég of seint á verkstæðið".
—m—
F@rdæini Ásgeirs bónda
Maður hét Torfi Pétursson og bjó
i Botni í Mjóafirði vestra. Hann átti
dóttur, sem Guðrún hét, og eignaðist
hún barn með Ásgeiri bónda á Látr-
'tan, er víða kom við sögu í kvenna-
má3um.
Torfi þóttist allmjög af dóttur sinni
-jg iaidi hana kvenkost góðan. Tíndi
haan margt til, henni til hróss. Með-
al annars var eftir honum haft:
--- Guðrún dóttir — það er nú
•iúika, sem kann að koma ull í fat og
ajjólk í mat. Og ekki þótti Ásgeiri
Vmda minnkun að því að leggjast
með henni.
Stórfeginn faóir
— Ekki get ég nógsamlega þakk-
að yður, prestur minn, fyrir mig og
rolna, sagði barnmargur bóndi, þegar
búið var að ferma yngsta barn hans.
— Svo stórfeginn er ég, að þau skuli
nú öll, ormarnir þeir arna, vera komn
ir undan guðs og manna fótum.
Samúð meS breyskum
Séra Sigfús Finnsson í Hofteigi var
mikill drykkjumaður. í hans tíð var
á Jökuldal kona í niðursetu, Þórdís
Pétursdóttir að nafni. Hún var rugluð
nokkuð, og var ein árátta hennar, að
hún vildi jafnan vera til altaris í Hof-
teigskirkju, ef þar var farið með
sakramenti. Þreif hún einhverja flík,
sem hendi var næst, kastaði yfir herð
ar sér og skálmaði inn að grátunum.
Einhver hafði orð á því við prest,
að hann ætti að hundsa kerlinguna og
venja hana af þessum kenjum.
— O-jæja, gæzkan, svaraði prest-
ur og brosti við. — Ekki get ég verið
að fyrirmuna henni þess, aumingjan-
um. Hana langar í víntárið, þegar hún
veit, að farið er með það.
„Hana langar í tárið"
Heigi Kristinsson-
LJÓÐ
1.
Ma'&urinn gœddist viti
svo hann fengí þekkt
takmörk sin.
Veig gerðist örvandi,
ástum veittist algleymi,
svo kalsár
hversdagsleikans
yrðu honum ekki banvcen.
2.
Við getum mœlt
smœg sem augu oklcar
fá ei greint,
og vig getum kvarðað
Ijósárum veg geislans
um rúmið.
En aldrei fáum við mœlt
eða kvarðað
bilið milli gleði og sorgar.
3.
Eg og náunginn
horfðum á syegilmynd
mína
og ég var stórum meiri
cg glœstari
í eigin augum en hans.
En það raskaði þó ekki
ró minni.
þvl ég vissi, að við báðir
erum rangeygðir,
svo hvorugur fékk séð
mína raunverulegu mynd.
Eðlileg spurning
Það bar til, að blað eitt flutti and-
látsfregn manns, sem raunar var bráð
lifandi. Þegar maðurinn hafði lesið
andlátsfregnina, brá hann sér í næstu
íbúð, þar sem sími var, hringdi til
kunningja síns og hóf mál sitt á þessa
leið:
— Hefur þú séð það í blaðinu, að
ég er dauður?
Við þetta ávarp kom fát á kunningj
ann.
— Já, ég sá það, svaraði hann. —
Hvaðan talarðu?
loð
T í M I N N
SUNNUDAGSBLAÐ