Tíminn Sunnudagsblað - 07.10.1962, Blaðsíða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 07.10.1962, Blaðsíða 2
Undir þessum gneypa núpi voru bæirnir, þar sem Bjarni hreppstjóri bjó, SvaSbæli og Núpakot, og hér voru heima- stöSvar litla Kristjáns, sem honum datt í hug að gefa kóng inum, hirðinni til skémmtunar. — Nafni Svaðbæiis var síðar breytt í Þorvaldseyri. (Ljósmynd: Þorsteinn Jósepsson). Soimrmn, sem hreppstjéri Ey- íellmga vildi gefa kónginum Það bar við um Jónsmessu- leytið árið 1775, að kona nokk- ur undir Eyjafjöllum, Helga Jónsdóttir að nafni, ól svein- barn og lýsti einn sveitunga sinn, Bjarna nokkurn Bjarna- son, föður að því. Var barn : þetta skírt Kristján. Ekki er ljóst, hvort Bjarni Bjarnason var kvæntur, þegar ' þessi drengur fæddist, en litlu síðar var hann orðinn bóndi í Svaðbæli, og hét kona hans Hild ur Jónsdóttir. Áttu þau ekki börn, sem aldri náðu, og ef til vill hefur hjónaband þeirra ver ið barnlaust með öllu. í móðu- harðindunum andaðist svo Hild ur húsfreyja, og fékk Bjarni sér þá unga bústýru, Stein- unni Steinsdóttur, er hann gekk að eiga skömmu síðar. Flutt- ist hann þá búferlum að Núpa- koti, þar sem hann bjó síðan hátt á annan áratug. Gegndi hann þar hreppstjórastörfum og varð þess sóma aðnjótandi að nefnast monsjör í manntöl- um. Mun hann hafa verið harðdægur nokkuð, og sér- lundaður var hann kallaður. í hinu nýja hjónabandi grædd us-t Bjarna mörg börn, og hjá- sonur hans, Kristján, ólst einn- ig upp á heimili hans. Döfnuðu börn þeirra Steinunnar vel, en sá var Ijóður á Kristjáni, að hann hafði ekki vöxt sem að'r- ir menn. Nýttist hann þess vegna lítt til verka sökum burðaleysis, og tók Bjarni að brjóta heilann um það, hvern- ig hann ætti að sjá fyrir ráði hins smávaxna sonar síns. Flaug honum í hug að koma 722 T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.