Tíminn Sunnudagsblað - 07.10.1962, Blaðsíða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 07.10.1962, Blaðsíða 9
★ -— Það þótti ofdirfska af okk- ur, að vera í Hjörleifshöfða, þeg- ar við fórum að fjölga mannkyn- inu, segir Brynjólfur. Við fórum Þangað 1926 með tvö börn, en Þau urðu fleiri. Og það gat orð- ið erfitt að sækja hjálp, ef eitt- hvað kæmi fyrir. Höfðinn er ein- angraður. Hann stendur úti í nriðjum Mýrdalssandi. Það var stundum önugt fyrir ein hjón að sntjast þar að, því að þegar sól- ^ráð kom á jökulinn eða hlýviðri nrðu vötnin erfið yfirferðar og aðdraettir þungir. Múlakvísl varð stundum ófær. Það voru sand- ðleytur í henni, sem hestarnir sukku í. En maður vandist þessu samt, hestarnir líka. Þeir hættu að brjótast um í sandbleytunni, en óðu í rólegheitum. Við vorum Jparna ekki nema í hálft tjórða ár, en við hefðum viljað húa Parna lengur. Óvíða var vænna sauð- ^ en í Hjörleifshöfðanum. Og svo Var nðg af fýl í sigunum; það voru :a':. I ' ' . M „Stundum var eins og stóð j væri rekið í kring um bæinn“ Rætt vðl Brynjólf Einarsson um búskap og reimleika i Hjörleifshöfða n'estu herlegheitin. Öllum innfædd- nrn þykir fýllinn herramannsmatur. r'S var vanur að síga, hafði sigið neirna í Reynisfjalli, frá því ég var krakki. Það voru fjallamenn í minni *tt mann fram af manni. Pabbi og fyóeyjar-Hjalti voru systkinasynir. hugsa, að pabbi hafi ekki verið verri fjallamaður en hann. En við Slgum ekki alltaf, stundum fórum y1* j lausagöngur. Þá fórum við upp 1 bjargið að neðan og tókum það, sem vi® náðum til. Fýllinn var tek- nn> þegar sautján til átján vikur voni af sumri. Það var kallaður sum- arfýll, en við veiddum líka flugfýl- inn í háfa á veturna. Fýllinn var ét- inn á hverjum bæ í Mýrdalnum, þang að til bannað var að veiða hann, vegna þess að það kom einhver pest upp í honum. Já, hafveðrin gátu verið óskapleg þarna. Húsið stendur alveg á fjalls- brúninni, og þegar ofviðri var mik- ið af hafi, reif upp steina, sem skullu á húsinu. Stundum komu göt á rúð- urnar eins og eftir byssukúlur. Sjór- inn bar mikið af rekavið á land, og hann var aðaleldsneytið. Eg hirti- allt smátt og stórt og seldi sumt. Eg keyrði það heim undir Höfðann, og þangað var það sótt. Höfðinn var brattur upp, en þó var hægt að kom- ast heim með hestlcerru eftir vegi, sem lá upp á Höfðann. Hlassið mátti samt ekki vera mikið, og vegurinn þurfti mikið viðhald. Það væri svo sem ekki mikið að þvl að búa í Höfðanum núna. Það er bæði búið aS brúa Múlakvísl og Kerl- ingardalsá. Samt verður líklega aldrei búið þar framar. Það er alltaf von á T * M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 729

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.