Tíminn Sunnudagsblað - 07.10.1962, Blaðsíða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 07.10.1962, Blaðsíða 11
is og ætlaffi að vera kominn heim um hátt mál. Eg átti gráan hund, stór- an, sem ég hafði með mér. Þá var heima, fyrir utan konuna mína og hörnin, kaupakona og stúlkubarn, sem bróðir minn átti. Fólkið háttaði á venjulegum tíma. En þegar það er í þann veginn að sofna, heyrir það að riðið er í hlaðið. Segir þá við hvert annað, að nú séum við að koma. Það heyrir, að gengið er inn í eldhús- ið og inn í búrið, þar sem maðurinn var geymdur handa okkur. Og svo heyrir það, að hundurinn £er að skarka í diskinum sínum, en diskur- inn var emeleraður og á steyptu gólfi í ganginum, svo að talsvert heyrðist, þegar hundurinn gæddi sér á matn- um. Fólkið heyrir okkur ekkert tala saman og er hissa á því, að við kom- um ekki upp. Það sér þá, að þetta getur ekki verið annað en „gamla vitleysan" og sofnar út frá því. — Vaknar svo við það aftur, að við er- um að ríða í hlaðið og heyrir okk- um fara í eldhúsið og hundinn að diskinum. En hundurinn var allan tímann með okkur og húsið lokað, svo að það ga? ekki verið hann í fyrra skiptið. Það var líka einu sinni, að ég varð að fara ofan, því að ég heyrði bar ið og bióst við, að væru komnir gest- ir. Eg vaknaði við það, áð mér heyrð ist bæði barið og kallað til mín með nafni. Eg fór til dyra og gekk allt í kringum húsiff, en varð ekki var við neinn. Þá fór ég upp aftur og lagði mig til svefns. Rétt þegar ég er að festa blund er aftur kallað og barjð, enn þá hærra og gleggra en áður. Eg fór þá ofan, en allt fór á sömu leið, enginn maður sjáanlegur. Þegar ég var kominn upp aftur, var barið í þriðja sinn, og var ég þá glað'vakandi. Eg hugsa, að ef til vill sé eitthvað að í bænum eða útihúsunum og þetta sé viðvörun frá einhverxi góðri vætti, klæddi mig og gætti í alla króka og kima, en allt var í stakasta lagi. Þá lagði ég mig til svefns aftur og varð einskis var. Einna harkalegastur var atgangur- inn eitt sinn, þegar ég var staddur úti í Vík. Það var um vetrartíma. Von var á mér heim um kvöldið, og við Áslaug og ég höfðum komið okkur saman um, as ég skylúi kalla á glugg ann, þegar ég kæmi. Fólkið sofnar nú, en um nóttina vaknar Áslaug við það, að henni heyrist ég vera að koma. Hún heyrði barið, en þar sem ég kom ekki á gluggann. eins og ég var vanur, sinnti hún þessu ekkert. Svo hagar til, að við austurgaflinn á húsinu er skúr fastur, en á gaflinum er gluggi. Hún heyrir, að komið er upp á skúrinn og barið á gluggann og gaflinn svo harkalega, að henni fannst sem eitthvað hlyti að láta undan. Svona gekk þetta lengi, að djöflazt var ýmist á giugganum effa gaflinum. Það setti óhug að henni við þetta og hvarflaði að henni að' vekja sextán ára pilt, sem var hjá okkur, en þar sem hún vissi, að hann var myrkfæl- inn, hætti hún við það. En ekki festi hún blund fyrr en ég kom heim, en þá- var þetta um garð gengið, Nei, hún var ómyrkfælin og kjörk- uð, en þetta gat stundum verið dá- lítið' óþægilegt. Einu sinni var hún til dæmis að sækja mat niður í kjall- arann, en hann var þiljaður í tvennt, austur- og vesturhluta og gengið um stiga upp í ytri gang úr austurkjall- aranum. Hún sá þá mann koma úr vesturkjallaranum, ganga þvert yfir og austur fyrir stigann og hverfa þar inn í skot. Henni hrá. hörfaði af'ur og upp. Samt vildi hún ekki una við svo búið og fór aftur niður og sótti það, sem hana vantað'i og varð einskis vör. Hún hafði séð manninn greini- lega. Þetta var eldri maður og bún- ingurinn ekki forn. — Nei, það var áreiðanlega enginn í litklæðum Gestir urðu yfirleitt ekki varir við þetta, en þó man ég eftir. að vinur minn einn, Kjartan Leifur, sem ver- ið hafði áður að Hjörleifshöfða hjá Framhald á 7*7 síðu. i ■ ■ r ipppgij t •- ....... r- i Reynisfiall séð af hafi. Til vinstri er Mýrdalsjökull. Á miðri myndinni er Reynishverfi, og þar er bærinn Reynir, þar sem Brynjólfur ólst upp. Barn að aldri seig hann eftir fýl í fjallið, en faðir hans var frábær fjallamaður, kleif meðal annars Reynisdranga og setti þar festi og hafðl þó fýlaklöppu og háf með sér upp, en drangurinn var talinn nær ókleifur. (Ljósmynd: Lars Björk). 1ÍMINN SUNNUDAGSBLAÐ 731

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.