Tíminn Sunnudagsblað - 07.10.1962, Blaðsíða 8

Tíminn Sunnudagsblað - 07.10.1962, Blaðsíða 8
ar hverju ári, svo að fljótt hlóðst a, þau ómegð. Þarf engum getum að því að leiða, að þau hafa búið við þröngan fjárhag, og kannski hefur Jón oftar en orðið var þurft að leita til góðbændanna um matarkaup á þorranum Árið 1822 var hann þó farinn að hafa svo mikið um sig, að vinnumað- ur, Jón Hallsson að nafni, var kom- inn á vist hjá honum. Fáum árum síðar fluttust þau hjón búferlum að Þórólfsstöðum. Þar höfðu búið faðir Jóns, Andrés Jónsson, og sá sonur hans, er Andrés hét, en þeir feðgar önduðust báðir það misseri. Fylgdi vinnumaðurinn þeim þangað og virð- ist því hafa verið orðinn allsamgróinn heimilinu. Veturinn eða vorið 1827 vék Jón Hallsson brott frá Þórólfsstöðum, og seint á túnaslætti næsta sumar ól Guðbjörg húsfreyja bam, sem kennt var honum. Má af því láta sér til hug- ar koma, að Jón Andrésson hafi um þessar mundir verið langdvölum fjarri heimili sínu við smíðar, en vinnumaðurinn haft forsjá heima. Sagt er, að Jón Andrésson hafi lítt fengizt um breyskleika konu sinnar, þótt sýnilega hafi hann ekki viijað lengri dvöl Jóiís Hallssonar á heimil- inu, þegar hann komst að raun um, hvað í efni var. Liðu svo nokkur ár, að ekki bar til: stórtíðinda. En haustið 1832 ól vinnukona á Þórólfs- stöðum, Sigríður Skeggjadóttir barn, sem hún kenndi Jóni bónd.a. Jón kippti sér ekki svo mjög upp við það og gekkst ljúflega við faðerninu. En í sögnum er, að hann hafi haft þau orð um þennan atburð, að hann væri því vanur á ferðalögum að hengja kútholuna á léttari baggann, því áð sér væri illa við áhalia. Er því svo áð skilja/ að hanfi hafi þótzt hefna sín á Guðbjörgu’ með barneign inni. Laúst' fyrir; riiiðja öldiria brá Jón búi á Þóróifsstöðum og .flutiist að Öxl í Breiðuvik, þar sem forðum bjó hinn alræmdi Axlar-Bjöm. Þar lifði hann í nítján ár og Guðbjörg, kona hans, allmiklu lengur. í Öxl fékkst Jón við smíðar sem fyrr, en mun hafa haft þröngt um hendur sem oftast áður. Gerðist hann og nokkuð hneigður til drykkju, enda skammt að fara í Búðakaupstað til þess að afla drykkjarfanganna. Stundum bar það við, að menn leiddu falsmyntarmálið í tal við hann og vildu forvitnast um það, hvernig hann hefði smíðað peningana, því að allir þóttust þess fullvissir, að það hefði hann gert. En jafnan svaraði Jón því til, að hann hefði aldrei reynt slíkt smíði og kynni ekkert um það að segja. Hermir sagan, að hann hafi kveðið frekast að orði eitt sinn Öxl í Breiðuvík, þar sem Jón Andrésson bjó síðari hiufa aevinnar. — (Ljósmynd: Þorsteinn Jósepsson). drukkinn, er þetta hraut út úr hon- um: „Þið getið, piltar, reynt, ef þið viljið, að móta þá í krít og sjá, hvern- ig það tekst“. XIII. Hér .er sögu smiðsins frá Fremra- : Skó^skoti lokið; Það ér 'fátt og ;' éiri:' háeft, sem nú er um hann vitað, óg hefði peningamálið ekki komið til, væri hans sennilega a'ð litlu minnzt. Þó mjin enn til hokkuð af .handáyerk- um .háns. Tii skamniis tíjna voru i SnóIásdaLskirkju oblátuöskjur, sem hann smíðaði, og í kirkjunni á Sauða- felli, sem lögg var niður fyrir rúmum fjörutíu árum, var kaleikur og pat- ína eftir hann. Þeir gripir eru nú á Kvennabrekku. Vafalaust kæmi fleira, gert af hans höndum, í leit- irnar, ef vandlega væri að því hugað. Eins og áður er sagt áttu þau Jón og Guðbjörg margt barna. Er margt manna út af þeim komið, hérlendis sem vestan hafs. Hagleikur hefur mjög haldizt í kyni Þórólfsstaða- manna, bæði meðal niðja Jóns og sumra systkina hans, og margir góð- ir smiðir kviknað af þeim stofni. Og einn fremsti listamaður þjóðarinnar, sem nú er uppi, Ásmundur Sveins- son myndhöggvari, er kominn af Andrési Andréssyni, bróður Jóns. Þótt það komi. ekki þessari sögu við, má einnig geta þess, að út af tveimur mönnum öðrum, sem hér hef ur verið getið, þeim Harrastaðafeðg- um, Einari vísnaskáldi Einarssyni °S Þorláki, syni hans, á Vatni, eru su® ágætustu skáld og rithöfundar íslend inga. Niðjar þcirra eru Halldór Kill" an Laxnessj Guðmundur Böðvarsson frá .Ki'rkjubóli og Stefán Jónsson. Dómarana, sem hreyktu sér renib1- látir yfir doðröntum sínum í þinghus inu' á Sauðafelii.og spurðu í þaula unl syndir Jóns Andréssonar, hefur sizt af öllu gruriað, hvaða erfðir leynd' ust með Dalakörlunum, sem stóðu a- lútir frammi fyrir þeim. (Helztu heimildi'r: Dóma- og þinga- bækur Dalasýslu, dómsskjöl lands- yfirréttarins, Landsyfirréttardómar, sóknarmannatal og prestsþjónustu- bækur Kvennabrekku og Miðdala- þinga, Dalamenn eftir séra J°n Guðnason, Gríma, Bianda, Iðnsaga íslands, Almanak Ólafs Þorgeirsson- ar, Strandamannasaga eftir Gísln Konráðsson, Lærðra manna ævir eft ir Hannes Þorsteinsson). 728 TÍMINN — SUNNUDAGSBLAÖ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.