Tíminn Sunnudagsblað - 07.10.1962, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 07.10.1962, Blaðsíða 12
Flögubergshellur og trjáviðarkefII viS Gandervatn. — Höf. tók allar myndirnar. DR. KRISTIÁN ELPJÁRN: FERÐAÞÆTTIR FRÁ ★ Nýfusitinaíaneisför ráöin í febrúarmánuði 1962 var ég ófor- varandis hringdur upp frá íslenzka sendiráðinu í Osló, og sagði sendi- herra mér, að Helgt Ingstad og kona hans, Anne Stine, mundu koma til íslands í heimsókn eftir nokkra daga, og mæltist til þess, að ég tæki á móti þeim. Þessu var sjálfsagt að taka vel. Nafn Ingstads og þeirra hjóna beggja var á hvers manns vörum. Þau höfðu þá fyrir ekki alllöngu skýrt frá því, að þau teldu sig hafa fundið og að nokkru rannsakað rústir af bústöðum norrænna manna nyrzt á Nýfundna- landi. Var það skoðun Ingstads,' að á þeim slóðum væri að leita Vínlands hins góða, sem fornar sögur greina frá. Þessi tilkynning hafði orðið til- efni snarpra orðaskipta milli danskra fornleifafræðinga og Ingstads, og koma þau reyndar ekki þessu máli við, en mjög urðu þau til þess að auka þá athygli, sem frétt Ingstads hafði vakið víða um heim. Ingstadshjónin komu hingað til landsins 20. febrúar og sfóðu hér við i viku. Á þjóðminjasafninu lögðu þau fyrir okkur ljósmyndir og uppdrætti af því, sem þau höfðu fundið, og lýstu því fyrir okkur, og leizt okkur það allvænlegt, þótt slík gögn og ófullgerð rannsókn tæki ekki af öll tvímæli um, hverrar ættar minjarn- ar væru. Ingstad tjáði mér, að í ráði væri, að þau héldu rannsóknum sín- um áfram á komandi sumri, og spurði mig, hvort ég vildi taka þátt í þeim eða þá einhver annar íslenzkur forn- leifafræðingur. Kvaðst hann telja, að vel færi á, að íslendingar kæmu hér eitthvað nærri, ef svo væri sem hann héldi, að hann hefði fundið minjar um hina fornu menn, sem fundu Ameríku, og Vínland hið góða yrði nú staðsett með fullri vissu. Þetta var vel boðið og þakkarverð viður- kenning á, að íslendingum kæmi það jafnvel öðrum mönnum frekar við hvað gerist á þessu rannsóknasviði. þar sem íslenzkir menn höfðu átt drýgstan þátt í hinum fornu Vín- landsferðum. Ég hafði þá að vísu þegar ráðið að þiggja bolT danska þjóðminjasafnsins um að taka þátt í rannsóknum í Brattahlíð á Græn- landi, en þótti sem boð Ingstads væri svo freistandi, að illt væri að neita því og raunar lítt gerlegt. Fannst það og brátt á, að yfirboðarar mínii' vildu gjarnan, að ég tæki þessu boði, og ekki gat ég heldur betur fundið en allir þeir, sem ég átti tal við, teldu, að nú lægi sæmd landsins við, að brugðizt yrði jákvætt við boð- inu. Einn vildi ég þó ekki fara, enda var ekkert því til fyrirstöðu frá Ing- stads hálfu, að fleiri íslendingar slægjust í förina. Var það að lokum að ráði gert, að við færum þrír í þessa ferð, ég, Gísli Gestsson safn- vörður og Þórhallur Vilmundarson prófessor, sem lengi hefur haft manna mestan áhuga á Vínlandsferð- um. Þegar svo langt var komið ráða- gerðum, sýndu Loftleið'ir okkur og leiðangii Ingstads þann höfðingsskap að bjóða okkur öllum ókeypis flutn- ing vestur um haf og heim aftur, og létti þetta stórlega kostnaðarbyrð- ina. Að öðru leyti bauðst ríkisstjórnin til að standa straum af ferðakostnaði okkar félaga. Með þessar niðurstöð- ur fóru Ingstadshjónin aftur heim til Noregs, og þannig atvikaðist það, að við íslendingarnir þrír og sænskur fornleifafræðingur frá Lundi, Rolf Petré að nafni, stóðum ferðbúnir til Nýfundnalandsferðar á flugstöð Loftleiða í Reykjavík að kvöldi hins 11. júlí 1962. Ferðinni var heitið til þorpsins Lance-aux-Meadows á norð- urströnd Nýfundnalands, en þangað voru Ingstadshjónin og- nokkrir aðrir leiðangursmenn komnir fyrir nokkru, og höfðum við síðan ekkert af þeim frétt. Vestur um haf Nýfundnaland, hin mikla ey fyrir strönd Norður-Ameríku, skilin frá meginlandinu með mjóu sundi, Belle Isle sundi, allir vita, hvar það land er, þangað hafa íslenzkir togarar löngum farið til fiskveiða eða þangað í nánd, og þar hafa íslenzkir sjómenn oft komið til hafna. Hlaut það ekki a® vera vafningalítið á vorum dögum að komast til þessa lands og síðan á rannsóknarstað'inn, Lance-aux- Meadows? Ekki reyndist okkur þa®> og vissum við raunar um það fyiir- fram. Loftleiðir hafa ekki leyfi til að flytja farþega til Nýfundnalands, þótt félagið hafi lendingarleyfi á Ganderflugvelli og í Goose Bay á Labrador. Okkur var því nauðugur sá kostur að fara alla leið til New York með flugvélinni, þótt það sé heldur en ekki langt yfir skammt. Mundi slíkt hafa verið kallað guðna- vinkur heima í Svarfaðardal, og á það sína sögu. Til New York borgar komum við að morgni dags hinn lf- júlí, svefnlitlir og framlágir eftir langa flugnótt, en slíkt skipti ekki miklu máli, í borginni lá ekki annað fyrir okkur en slæpast í tvo daga, skoða það, sem auðið yrði af stór- merkjum hennar, en annars hvílja okkur og safna kröftum undir næsta áfanga. Furðulegt tröll er þessi borg. ómanneskjuleg, finnst manni vi® snögga viðkynningu, en ekki ber á 732 TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.