Tíminn Sunnudagsblað - 07.10.1962, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 07.10.1962, Blaðsíða 13
öðru en að hér vilji menn búa og una glaðir lífi. Hvar skal byrja, hvar skal standa, spyr gesturinn, sem hér hefur aðeins skamma dvöl, en af öll- um stórmerkjunum lét ég nægja að skoða hina miklu og frægu listahöll, sem Frank Lloyd Wright teiknaði. Guggenheim-safnið Húsið er furðu- verk, en vel get ég skilið, að ekki séu allir jafnhrifnir af því sem safn- 'hyggingu. Húsið er allt of áhrifamikið * sjálfu sér til þess að geta þjónað öðrum listaverkum. en safnbygging er til safngripanna vegna, en ekki sjálfrar sín. Að minnsta kosti má hún ekki vera svo frek, að hún dragi aUa athyglina að sjálfri sér og frá verkunum, sem hún hýsir. Guggen- heim-safnið er ekki saklaust af því, °g ég er víst áreiðanlega ekki fyrsti uiaðurinn, sem sér það eða hefur orð á því. Til Gander Engar beinar flugsamgöngur eru mUli New York og Gander. Var því ekki um annað að gera fyrir okkur ^iórmenningana en að fara krókaleið. ■^■ula dags laugardagsins 14. júlí fór- U|u við með allt okkar hafurtask á ý!na miklu flugstöð i Idlewilde, bún- !r uauðsynlegum farseðlum. Komumst Vlð klakklaust, en harla sveittir og ®óðir, gegnum hina ægilegu mann- Pröng á flugstöðinni um borð í risa- ®tóra flugvél, sem flaug með okkur amiðis til Montreal í Kanada. Þar Var veður gott, en ekki mjög bjart, °S fengum við ekki nema litla nasa- sjón af því Aiikla landi. Tveggja tíma bið var fyrirhuguð í Montreal og gát- um við ekki gefið okkur tóm til að fara inn í borgina, en þess í stað skoðuðum við hina gífurlegu og geysi- fögru flugstöð, sem tekur held ég flestu fram að nýtízkulegum glæsileik af því, sem ég hef séð. Flugstöðvar víða um lönd eru að verða einhver myndarlegustu stórhýsi borganna, og er engu líkara en talsverð keppni sé milli landa og þjóða á þessu sviði. Það er heldur engin furða, því að á flugstöðvarnar koma allra þjóða merin, og oft er það eina kynning þeirra af viðkomandi landi. Enginn verður fyrir vonbrigðum af flugstöð- inni í MonljTeal, en þegar við komum til Gander. blasti þar við önnur glæsi- byggingin frá, og er sá staður mörg- um íslendingum kunnur. Nú ætla Loftleiðir að fara að reisa nýtízku flugstöð í Reykjavík og satt að segja er kominn tími til þess. Þarf ekki að efa, að félagið muni leggja metnað sinn í að vanda til þeirrar byggingar, þótt stærðinni verði sjálfsagt þröng- ar skorður seltar. Síðari hluta dags lögðum við upp frá Montreal og flugum austur á bóg- inn. Komum við til Fredricton í Nýju Brúnsvík eftir tveggja stunda flug og var þá orðið mjög lágskýjað, þótt þokulaust væri á jörðu niðri. Þarna höfðum við skamma viðdvöl, sem einu gilti, því að skömmu síðar fór að rigna, og höfðum við ekki sýn til landsins. Næsti áfangastaður var Halifax á Nova Scotia, og seig enn á ógæfuhlið með veður, og sáum við | varla bæinn fyrir þoku. í Halifax er I ein af þessum stórkostlegu flugstöðv- | um, en þó er bærinn fremur lítill, ekki nema um 90 þúsund íbúar. Og áfram var haldið í áföngum. Var næst lent í Sydney, og hafði þá enn aukið þokuna, svo að ekki sá handaskil. Vorum við óratím-i að svamla í þok- unni, eftir að Dúið var að láta okkur spenna beltin, og var ekki meira en svo, að mönnum þætti gaman að slíku. Átti ég alltaf von á, að nú sæi þá og þegar til flugvallarins, en svo fór þó, að ég vissi exki fyrri til en vélin hlassaði sér niður á völlinn, og hef ég aldrei verið með í slíkri þokulend- ingu. En ekki virtist mönnum blöskra þetta neitt, og rétt á eftir okkar vél þrúgaðist önnur heljarstór flugvél niður úr þokunni, eins og ekkert væri. í Sydney höfðum við skamma dvöl eins og á hinum stöðunum, og var síðan flogið upp í þokuna og upp úr henni, og blasti þá við ægifögur sjón, skýjahjúpurinn eins og sæi yfir snævi þakið, fjöllótt land, en sól að síga undir sjóndeildarhring í vestri, því að nú var komið kvöld. Flogið var hér um bil beint i norður yfir Cabot- sund og lent í Stephenville á suð- vestanverðu Nýfundnalandi. Sá mað- ur eftir að yfirgefa dýrðina ofar skýj- um og stinga sér niður í niflsvarta þokuna, en nú brá svo við, að í Stephenville var bjart og gott veður, og þótti okkur það mikil og góð við- brigði. Svalur andvari bærðist og heimalegt um að litast. Maður nokkur sem ég hafði talað dálítið við á leið- inni, dró andann djúpt af sýnilegri velþóknun. „Nú erum við komnir í gott land“, sagði hann. „Hér er gott að vera, og hér er gott fólk. Þið skulið sanna það, piltar, að hér er fólkið vinir ykkar, en ekki óvinir“ Þessi maður var Nýfundlendingur að uppruna, en hafði ungur flutzt til Kanada. Nú var hann að fara heim í frí eftir fimmtán ár, með konu sína og son. Þótti okkur þessi maður mæla allvel, enda áttum við eftir að sanna, að hann sagði ekki ofsögum af góð- semi fólks í þessu landi. Og nú var aðeins einn áfangi eftir. Eftir rúm- lega hálfs tíma flug yfir landið þvert lentum við í Gander, og var þá komið undir miðnætti. í Gander er allt risa- stórt í sniðum og þægilegt aðkomu. . Sagt er, að Gander sé stærsti flug- völlur í Kanada og átti víst að verða mikil miðstöð. En framvinda flug- málanna hefur að töluverðu leyti kippt fótunum undan þeim fyrirætl- unum, sem menn höfðu um þennan stað, og gott ef hann er ekki orðinn eins konar vandræðabarn. Einhvern veginn skildist mér það. En gott var þangað að koma, og fengum við t ?33j pyrstu kynnln af norðanverðu Ný'fundnalandi voru fremur kuldaleg — úlpuveður. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ NÝFUNDNALANM I.

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.