Tíminn Sunnudagsblað - 07.10.1962, Blaðsíða 21

Tíminn Sunnudagsblað - 07.10.1962, Blaðsíða 21
FYNDNI OG FLÓNSKA Bergsieinn Kristjánsson safnaði BRYNKI talaði um heimspólitík og landafræði af miklum myndugleik og og sagði þá meðal annars: — Notadrjúgt land, Rússland, þótt lítið sé, með' Bretlandseyjunum. ★ DÍSA GAMLA kom til nágranna- konu sinnar skömmu eftir jól. Var henni sýnt þar mikið af jólakortum, sem voru skrautleg mjög og með englamyndum. Þegar hún hafði skoðað kortin nokkra stund, sagði hún: — Mikið eru það laglegir menn, þessir englar. Síðan þagði nún um stund, en bætti svo við: — Þó eru þeir misjafnir. ★ SÉRA SKÚLI GÍSLASON, hinn kunni þjóðsagnahöfundur, var glett- inn. í svörum og vinsæll mjög af sókn- arbörnum sínum, og eru hér frásagn- ir af skiptum hans við þau. Guðrún í Sauðtúni var fátæk kona °g áttu þau hjón 13 börn, en jörðin var rýrðarkot. Eitt sumar, er Guðrún hafði safnað Jeigunum eftir kotið, sem greiðast áttu til séra Skúla, lagði hún af stað ^neð þær snemma morguns, því að leiðin að Breiðabólstað var sem næst frúggja stunda lestagangur. Þegar Guðrún kom að Breiðabólstað, var Prófastur ekki kominn á fætur, og yarð hún að bíða, meðan hann klædd- lst. En er þau finnast, lætur hún svo utn mælt, að ólík séu lífskjör þeirra, hún fari á fætur fyrir dag til að feiða gjaldið af hendi, en hann sé ekki kominn á fætur til að veita því tnóttöku. Þá segir prófastur: — Er þér nokkur þægð í, að ég gefi þér smjöríð? — Já, mér er stór þægð í því, svar- ®ði hún. •— Eigðu það þá, sagði prófastur. Og segir ekki fleira af skiptum þeirra. ★ SÉRA SKÚLI GÍSLASON prófast- á Breiðabólstað sagði, að ræður séra Matthfasar Jochumssonar, sem þá var prestur í Odda, verkuðu á trú- aúíf safnaðarmanna eins og þegar saltsýru væri hellt yfir nýgræðing. SÉRA SKÚLI kom í húsvitjunar- íerð' í sókn sinni á barnaheimili, þar 1 í M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ sem fyrir var litil stúlka, óvenjuvel læs eftir aldri, er átti nú að lesa í fyrsta sinn hjá presti. En þegar hún átti að hefja lesturinn, var hún svo feimin, að hún gat engu orði upp komið. Tók séra Skúli þá það ráð, að hann lagðist upp i eitt rúmið', breiddi vasaklút yfir andlitið og sagði við telpuna: — Nú sé ég ekkert, en þú lest bara fyrir hana mömmu þína. Las þá telpan reiprennandi það, sem fyrir hana var lagt. ★ KONA EIN var á leið heim frá kirkju, var hún að hugleiða ræðu prestsins og spurði mann sinn: — Hvaða menn voru þessir belsi- bútar, sem presturinn var að tala um í ræðunni i dag? Karl svarar alldrjúgur: — O, það voru hreppstjórar og mektarmenn. Þá svaraði konan: — Svo að þú ert þá einn belsibút- inn, hjartað mitt. * JÓN OG ARNI deildu harðlega um beitilandsskika einn. — Eg fyrirbýð þér að beita landið, sagði Árni. Þá svarar Jón: — Eg fyrirbýð þér að fyrirbjóða mér. Greip þá Árni fram í fyrir hon- um og hrópar í reiði sinni: — Eg fyrirbýð þér að fyrirbjóða mér undir alla þá votta, sem þú fyr- irbauðst mér að fyrirbjóða þér. 741

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.