Tíminn Sunnudagsblað - 07.10.1962, Blaðsíða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 07.10.1962, Blaðsíða 17
Þegar heimsmynd miðalda- kirkjunnar leið undir lok Margir álíta, að heimspeki sé ekki annað en flókinn heilaspuni gamalla sérvitringa og ekki í neinum tengslum við hið stríð- andi líf. Því varði hinn almenna ^ttann ekkert um hana. — Þetta viðhorf er rangt. í vissum skiln- ingi eru nefnilega allir menn heimspekingar. Til þess að geta iifað og starfað og gert framtíð- ai'áætlanir varðandi líf okkar, verðum við að taka afstöðu til ^riggja höfuðvandamála lífsins, Sem hæglega má leiða fram með þremur spurningum: Hvað get- um við vitað? — Hvað þorum við að vona? — Og hvað eigum við að gera? það eru einmitt þessu sömu vanda- sem heimspekingar allra tíma hafa ígrundað, og þar skilur því ekki a miiii þeirra og hins almenna manns. “aðir reyna að mynda sér lífsskoðun. mnn almenni maður leitar ekki mnztu raka fyiir lífsviðhorfi sinu, aftur á móti beitir heimspekingurinn allri íhygli sinni til þess að finna skoðunum sínum traustan grundvöll. Pessu er sá stigsmunur fólginn, sem a^ilur milli hins svokallaða almenna ’hanns og heimspekingsins. Heimspekin — þær hugsanir og ]..ðanir, sem heimspekingar láta í los. hafa gildi fyrir okkar af tveim meginástæðurn: , 1 fyrsta lagi birtir heimspekin Pau vandamál, sem við eigum allir 10 að etja í lífi okkar og við höfum okkur ljós að meira og minna yti. 0g í öðru lagi hafa hugsanir i3rra heina — en oftast óbeina — ^yðingu fyrir afstöðu okkar til þess- a vandamála. — Heimspekin hefur s eira að segja þýðingu fyrir fólk, eJ.m hefur aldrei lesið eina línu les- nis> sem kennt er við heimspeki. 1 ‘ «1 I N N — Skoðanir og hugmyndir heimspek- inga ganga aftur í blöðum, ræðum, ólíklegustu ritum og í samræðum manna; vissulega hafa þær oft farið í gegnum ótal milliliði, týnt fersk- leika sínum og upphafsmenn þeirra gleymzt, þegar þær loks ná til manns. En áhrif þeirra eru engu að síður ljós, ef maður athugar málið nánar. Lífsskoðun manna mótast alltaf af þeim vandamálum. sem eru í um- hverfi þeirra og jafnframt af því, hvernig þeir sjálfir bregðast við þess- um vandamálum. Það eru sem sagt bæði innri og vtri skilyrði, sem koma til greina. Að þessu athuguðu er ekki erfitt að skilja, að viðhorf manna hlýtur að breytast á mismun- andi tímum. Eðli mannsins er æ hið sama, en breyting á ytri aðstæðum, svo sem nýir lifnaðarhættir og aukin þekking, kalla fram nýjar lífsskoð- anir, sem ryðja sér braut í þjóðfélög- unum og ýta hinum gömlu til hliðar. Af sögu mannsins er ljóst, að þess- ar breytingar hafa sjaldnast farið fram með friðsamlegum hætti. Sagan geymir marga harmleiki, sem einmitt hafa orðið, þegar nýtt leysti gamalt ■af hólmi. Oft hafa þessi átok orðið svo mikil og víðtæk að síðari tíma mönnum hefur þótt sem þau hafi gert þáttaskil í sögunni og hafa gjarnan skipt henni með tilliti til þessara þáttaskila. En það er ekki þar með sagt, að' þau skil verði greind öðru- vísi en s-em samhangandi atburðir er ber þó alla að sama brunni. Öll þessi átök, hrun gamalla hua mynda og upprisa nýrra, eru fæðing- arhríðar nýrra tíma, nýrra átaka Ýmis menningar eða ómenningarfyr- irbrigði — hvernig sem við orðum það — eiga rót sína að rekja til at burða og umskipta í viðhorfi manna á liðnum tímum Það er því fróðleai — hverjum þeim, sem að einhverju leyti óskar eftir því að þekkja sinr eigin tíma — að kynnast þeim grund vallarbreytingum í lífsviðhorfj og hugsunarhætti, sem fæddu af sér þann tíma, sem nú er í deiglunni. í þessu tilliti er síðasti hlutf mið- alda sérstaklega athyglisverður fyrir okkur nútímamenn, vegna þess að or- sakir þeirrar hnignunar, sem víða hefur gætt í menningar, trúar- og stjórnmálalífi þjóðanna nú á tímum, eiga að miklu leyti rót sína að rekia til gjaldþrots þeiirar heildarskoðunar á tilverunni, sem kirkjan hafði inn- rætt mönnum á miðöldum. ★ Höfuðinntak heims- og lífsskoðunar miðaldanna var það, að markmið guðs með lífi mannanna hér á jörðu væri að skíra og hreinsa sálir þeirra fyrir lífið eftir dauðann, enda væri lífið eftir dauðann hið eina eiginlega líf. Og kirkjan með páfann i broddi fylk- ingar var sú stofnun. sem guð hafði komið á fót á jörðinni til þess að sjá um, að þessu markmiði væri sinnt. — Stöðug barátta fór fram milli guðs og djöfulsins um sálir mannanna, en mennirnir höfðu þó sjálfir möguleika til þess að ákveða. hvorum þeir fylgdu. Annars vegar var himinninn, en hins vegar helvíti, en á milli þeirra logaði hinn eilífi hreinsunar- eldur. — Það gat verið erfitt að velja, þvj að á mönnunum hvíldi erfðasynd, en með góðum gerningum, bænum og trú gat þeim tekizt að hljóta náð guðs, og þá kom til kasta kirkjunnar: Hún var milliliðurinn milli guðs og manna. Og hún ein var fær um að milda vjðhorf guðs til mannanna og túlka boðskap hans Markmjð heim- spekinnar á miðöldum var í stórum dráttum. að reyna að skýra og skil- greina þann sannleika. sem fyrir fram var ákveðinn í kristinni trú. Þannig var heimspekin hjálpartæki guðfræðrnnar: „Ancilla theoloeie“ — vinnukona guðfræðinnar Þetta viðhorf til mannsins. sem gerði ráð fyrir. að maðurinn væri hluti í guðlegu markmiði. hlaut að ákvarða heimsmyndina. Jörðin hlaut að vera miðdepill alheimsins Hún var nefnilega þýðingarmesti staður- inn, sem til var þessa heims. vegna þess að þar héldu mennirnir sig, með an þeir bjuggust undir annað líf. — Það var líka langsamleea einfaldast að hugsa sér, að iörðin væri miðja heimsins, þvi að það kom heim og saman við daglega reynslu Okkur virðist jörðin standa kyrr og allt annað snúast í kringum okkur. — Menn hugsuðu sér að geimurinn væri gerður úr gagnsæjum kúlum, sem snerust hver inni í annarri. Á þeim sátu sólin, tunglið. og stjörnurn- ar, og handan við vztu kúluna var hinn guðdómlegi himinn, en helvíti gekk niður undan jörðinni eins og trekt. Það, sem einkennir viðhorf miðalda- mannsins til heimsins og mannanna,, SUNNUDAGSBLAÐ 737

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.