Tíminn Sunnudagsblað - 07.10.1962, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 07.10.1962, Blaðsíða 7
gat þá skilið. Til með er ólíklegt, að skip þetta, sem var franskt, skyldi faera með sér þýzka peninga og það svikna . . . Af framanskrifuðu vona ég auðsætt sé ,að skírskotun Jóns Andréssonar um að hafa fengið pen- ing hjá framandi spekúlantshöndlur- um er aldeilis ógrundvölluð, og líka svo sýnist ólíklegt, að Helgi heitinn sem var á Kambsnesi, hafi til sölu haft gullhringa og spesíur, því höfuð- handverk hans, við hvert hann var henndur, nefnilega að drepa hunda, Var að hyggju minni varla svo arð- samt, að þar fyrir kynni að safna að sér gulli og silfri". Þannig var bitizt um líf og limi smiðsins frá Fremra-Skógskoti. Og nú settist setudómarinn á rökstóla. Ekki hótti honum hafa sannazt, að Jón hefði falsað kóngsins steðja, en ber hótti honum hann að því að hafa selt af höndum peninga, sem hann v'ssi svikna. Dæmdi hann Jón til handarhöggs eftir þeirri grein Norsku faga, er mælir svo fyrir, að miðli mað- "r öðrum vitandi vits svikinni mynt, »há á kóngur hönd hans“. Einnig shyldi Jón gjalda þeim skaðabætur, Sem hann prettaði með fölsuðum Peningum og falssmíðum úr húðuðu silfri í stað gulls. Loks gerði hann Skúla sýslumanni á Skarði og með- óómsmönnum hans frá sumrinu áður greiða kostnað við þennan máia- ^ekstur, svo sem landsyfirréttur hafði fyrirskipað. Nam þetta 254 ríkisdöl- um, og var það mikil fúlga. Skúli var allgramur yfir því, á hvern veg málin höfðu snúizt. Kvaðst hann „sáralítið fundið geta, sem geri s°kina ljósari en hún fyrirfannst, þeg ar hún frá mér fór í fyrra, nema ef vera kynni, að Jón Andrésson hefur °ftar nú en í fyrra orðið tvímælis- Pjaður og máske frekari tala guðs frá V]htra sauða nú en áður, því þegar Sfandskoðað er, þá finnst mér svo P'argra vitna framburður sé ærið í- ®kyggilegur og þeirra á milli ná- , Vícmlega saman borinn, áður en af- mgður var“. XI. Uómar þeir, sem Sigurður Guð- angsson hafði dæmt í réttarneitunar 'Ualinu og myntfölsunarmálinu, voru nu samtímis fyrir landsyfirrétti. Amt- JOaður hafði áfrýjað dómnum í rétt- arneitunarmálinu, en Jón Andrésson afrýjaði hinum. Réttarneitunarmálið hefði fyrr mmig til álita í landsyfirréttinum, ef allt hefðj verið með felldu, en Vegna mistaka við málabúnað var því visag frá um gjnn þvj svo^ ag yrr var fjallað um myntfölsunarmál- v • Málsskjöl þau, er það varðaði, nru orðin ærið fyrirferðarmikil, en Þar að auki fylgdi lítill, tvíinnsiglað- Ur böggull í bláum bréfumbúðum. f honum voru falspeningar þeir, sem komið höfðu í leitirnar — . fjórar þýzkar spesíur í brotum, tvær hálf- spesíur danskar, sex skildinga pen- ingur frá Slésvík og fjögurra skild- inga peningur danskur. Var það álit dómaranna, að peningar þessir væru allir úr sama málmblendingi og ó- líkir silfurmynt, bæði á lit og í sár, klúðurslega gerðir og ókrotaðar rend urnar á dönsku peningunum. En rendur eins dansks penings, sem fylgdi hinum, höfðu verið sorfnar sæmilega í því skyni að gera hann líkari falsmyntinni. Dómurum þótti megn grunur á því leika, að Jón Andrésson hefði steypt þessa peninga. Hann væri fjöl hæfur smiður og æfður við málm- steypu, blýmót og tinkróna steypt hefði í hans fórum verið og hann hefði brostið vitni til þess að sanna, að peningarnir væru til hans komnir frá öðrum, enda ósennilegt, að svo skýr maður og góður smiður hefði láti blekkjazt í slíku efni í skiptum við útlendinga. Þyngst var þó á met- unum ,að falspeninganna hafði orð- ið skyndilega vart veturinn 1816— 1817 og einungis í grennd við Jón og hann og vandamenn hans látið sér annt um að klófesta þá, eftir að orð- rómur kviknaði um peningafölsun- ina. Aftur á móti töldu dómararnir bresta lögmætar sannanir þess, gegn eindreginni neitun hans sjálfs, að liann væri sekur um peningafölsun. Þar að auki töldu þeir ekki koma til greina að sakfella Jón fyrir fölsun á steðja konungs, þar eð meiri hluti falspeninganna væri mynt annarrar þjóðar, en viðurlög við slíkri fölsun voru miklu vægari, og í efa drógu þeir, að ákvæði Norsku laga, sem Skúli og Sigjurður dæmdu eftir, hefðu lagagildi á íslandi. Ef til vill hefur það horft sakborn- inginn til vægðar, að dómararnir í yfirrétti voru því kunnugir, að fals- peningar höfðu komið fram hérlend- is á þeim sló.ðum og tímum, að Jóni Andréssyni varð ekki um kennt. Slíks var ekki aðeins getið í lögþingsbók- um árin 1726 og 1750, heldur höfðu tveir þess konar peningar komizt fyr ir mörgum árum í eigu eins yfir- dómarans. Þeir gátu ekki stillt sig um að geta þess á dómsforsendum sín- um. Sekur var smiðurinn frá Skógs- koti þó talinn: :„Jón Andrésson álízt að vera sannur að sök um að hafa vitandi og viljandi selt falska pen- inga sem gilda úr silfri, en ei til búið þá, selt svikið eða falsað silfur“. Nefndu þeir afbrot hans falskaup með svikna mynt, og þótti ejnsætt, að það væri að dæma eftir ákvæðum Jónsbókar, er legði þrettá.n marka sekt við slíku athæfi, þó með því frá- viki, að valin skyldi sú refsing, er bezt samsvaraði þessu forna sektar- ákvæði: „Jón Andrésson á fyrir frekari á- kærum um grunaða fölsun steðja vors konungs frí að vera, en fyrir falskaup, í frammi höfð 1816 og 1817, með falska peninga í Dalasýslu, skal hann bæta hverjum þeim skaðann, sem hann þar með vélað hefur, að því leyti enn þá er ei skeð“. Enn fremur var búslóð hans dæmd konungi, en næði hún ekki rúmum þrjátíu og fjórum ríkisdölum silfur- verðs, er svöruðu til sektarinnar, sem Jónsbók ákvað, skyldi hann hýðast áttatíu og einu vandarhöggi. Hann átti einnig að greiða kostnað við málareksturinn fram til þess dags, er Skúli Magnússon dæmdi hann sekan, og inna af höndum fjörutíu ríkisdali til Jóns Hákonarsonar fyrir máls- vörn í héraði eftir þann tíma. Staðfest var, að Skúli Magnússon skyldi greiða allan kostnað, sem hlauzt af málinu eftir 2. ágúst 1817, að frádregnum fjörutíu dölum til Jóns Hákonarsonar. Sá kostnaður var talinn af því kominn, að Jón Andrés- son þekktist ekki þann verjanda, er honum var valinn í héraði, heldur seildist eftir manni af fjarlægum slóg um. Og ekki var Skúla gert að greiða Jóni bætur, þar eð hann hafði ekki verið í varðhaldi eftir að héraðs- dómurinn var kveðinn upp á Sauða- felli sumarið 1817. Réttarneitunarmálið var ekki til lykta leitt fyrr en eftir áramótin. Var dómur Sigurðar Guðlaugssonar í því lýstur marklaus, svo sem vænta mátti, og honum veittar ákúrur fyr- ir að hafa, án amtsskipunar, fært Jóni Sveinssyni í Ytra-Skógskoti það til sakar, að hann skrifaði rökstudda kæru um ólöglegt athæfi. Skúla var síðan gert að greiða all- an kostnað af þessu máli í héraði og tvo silfurdali í sekt í dómsmálasjóð, en Sigurði kostnað allan við áfrýjun og málarekstur fyrir landsyfirrétti. XII. Sagnir herma, að Jón Andrésson hafi verið í haldi í Viðey á meðan mál hans voru til lykta leidd. Það er vafalaust rangt, þar eð þess er sér- staklega getið, að hann hafi aldrei í haldi verið eftir 2. ágúst 1817. Hitt er sennilegt, að hann hafi komið til Viðeyjar, þegar málin voru á döfinni fyrir landsyfirrétti. Engum sögum fer af því, hversu honum tókst að reiða af höndum þau fégjöld, er á hann voru lögð. En lík- lega hefur hann náð saman kóngsdöl- unum, því að þess getur hvergi, að hann hafi sætt húðlátsrefsingu. Hin næstu misseri tók hann við búsforráðum í Fremra-Skógskoti, enda lézt séra Magnús um þær mund- ir. Áttu þau Jón og Guðbjörg barn á T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 727

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.