Tíminn Sunnudagsblað

Dagsetning
  • fyrri mánuðuroktóber 1962næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    30123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Tíminn Sunnudagsblað - 07.10.1962, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 07.10.1962, Blaðsíða 5
fyrir þennan rétt til viðurmælis stefndir“. Jóni Andréssyni virðist hafa sviðið mjög þessi dómur, enda dylst ekki hlutdrægn] Sigurðar. Skrifaði hann sér til svölunar alllangt skjal með eigin hendi og vandaði þeim Sigurði og Skúla ekki kveðjurnar. „Margur heldur mig sig og mátu- lega dyggan, er málsháttur gamall, og sýnist mér það ná til sýslumannsins Skúla Magnússonar og fráskil ég ekki heldur setudómarann Sigurð Guð- laugsson . . . Ég veit, að hans minn- ing deyr ekki meðan hann lifir og sýslumaðurinn Skúli Magnússon. Það «r víst, að þó nú setudómarinn hefði með dómi fríkennt mig, þá hefði hann ekki hjá mér fengið neitt það, «r hann kunni að framdraga á lífið“. IX. Til þess hafði verið ætlazt, að Sig- urður Guðlaugsson rannsakaði mynt- fölsunarmálið að nýju veturinn 1818. En það fórst fyrir. Aftur á móti yfir- keyrðu sýslumenn í Snæfellsnessýslu og Mýrasýslu fáein vitni, sem heima áttu I lögsagnarumdæmum þeirra. Svo er að sjá, að Jón Andrésson hafi þennan vetur verið öðrum þræði við- loða á Staðarfelli, enda herma sagnir, að Benedikt Bogason hafi tekið á- þyrgð á því, að hann stryki eklci, og haft hann hjá sér við siníðar. hegar kom fram á veturinn, tók Jón að óttast, að vitni þau, sem hann mtlaðj að láta stefna, yrðu farin í ver, áður en nokkuð yrði aðhafzt. Skrifaði hann því Sigurði Guðlaugs- syni og tjáðj honum ,að til þeirra yrði ekki náð í Dölum frá miðjum einmánuði og fram yfir messur. En veturinn leið, og ekki bólaði á setu- dómaranum. í byrjun aprílmánaðar var Jón kominn heim að Skógskoti og skrifaði hann þá Sigurði á ný. Sagði hann, að vitni sín væru þegar farin í ver, „og er ég ei vísari að vera á heimili mínu en annars stað- ar til útréttingar að afla lífsbjargar mínu veikstadda heimili, þar herra sýslumaður Skúli Magnússon hefur engan þar til sett, svo ég til viti“. Hefur verið strikað undir þessi orð í bréfinu, og er það vafalaust bending um það, að dómurunum hafi þótt sökudólgurinn gerast hér harla djarf- yrtur. En setudómarinn fór sér hægar en svo, að Jóni yrði það til baga. Hann bóf ekki rannsókn sína fyrr en komið var fast að túnaslætti sumarið 1818, og voru þá vitni þau, er Jón treysti a sér til bjargar, komin aftur heim fyá róðrum. En hann sló ekki slöku við> þegar hann hófst loks handa, enda var í heimvísun landsyfirréttar- ins fólgin ótvírieð bending um það, að betur myndi fallið, að allt færi nokkurn veginn snurðulaust fram. Þetta sumar var þingað vikum sam an í öllurn suðursveitum Dalasýslu, stundum dag eftir dag, og miklum fjölda manna stefnt til þess að bera vitni. Flokkarnir riðu fram og aftur um héraðið á leið til þingstaðar og heim aftur, og við þingstofurnar á Sauðafelli, Jörfa og í Blönduhlíð beið fjölmenni margan dag. Þetta kom sér þó ekki sem bezt fyrir bændurna, því að sumarið var votviðrasamt og nota þurfti hverja glýju til þess að þurrka töðuna og ná henni í garð. Nú var komin fram ný sakargift á hendur Jóni. Schiött verzlunarstjóri í Ólafsvík hafði kvartað yfir því, að hjá sér lægi hringur, sem settur hefði verið að veði fyrir fimm ríkisdala við- skiptaskuld Jóns. Virðist hann í fyrstu hafa haldið, að þetta væri gull hringur, en þóttist blekktur, því að síðar komst hann að raun um, að í honum var gyllt silfur. Annan hring frá Jóni hafði Jón Hallgríms- son á Stóra-Vatnshorni undir hönd- um, og var sá þríbrotinn. Varð þetta til þess, að Jón Andrésson var sakað- ur um að hafa látið af höndum við menn gyllta silfurhringi undir því yfirskini, að þeir væru úr gulli. Þrátt fyrir miklar og strahgar yf- irheyrslur, kom fátt nýtt fram. Nýj- ar misfellur á málarekstri Skúla vitn uðust þó. Það sannaðist sem sé, að búið var að rjúfa innsiglið á pening- unum frá Stóra-Vatnshorni og brjóta suma þeirra, þegar þeir voru síðar teknir fram á Sauðafellsþingi. Það var raunar ekki kannað, hvernig þess vék við, en varla hefur annar verið hér að verki en sýslumaður sjálf ur, sem fyrir forvitni sakir hefur tek- ið að hnýsast í peningana utan réttar eða rofið innsiglið og brotið suma peningana við frumprófið í Snóksdal án þess að láta þess getið í réttar- skjölunum. Jón Andrésson var varkár mjög í orðum og leitaðist löngum við að drepa spurningum setudómarans á dreif. Lézt hann helzt gruna, að fals- peningana hefði hann fengið í útlend- um skipum undir Jökli, einkum í Ól- afsvík og á Stapahöfn. Þóttist hann ekk; hafa viljað brydda á þessu í Snóksdal sumarið áður, af því að hann liefði ekki verið löglega kallað- ur á það þing. Viðskiptum sínum í kaupstöðunum á Snæfellsnesi kvað hann hafa ver- ið svo háttað, að hann hefðj lengi vel selt árlega nokkur tófuskinn, og auk þess hefði hann látið ull, prjón- les og fisk í útlend skip og stundum skipt þar peningum. Tortryggilegum peningum, sem menn komu með til hans veturinn 1817, hefð] hann að sönnu veitt viðtöku, og einnig kvaðst hann hafa leitazt við að ná hjá nokkr- um mönnum peninsum frá sér, en það hefð] einvörðungu gert af því, að hann vildi engan svíkja, en ekki hinu, að hann vissi sig hafa látið úti svikna peninga. Peningabrotum þeim, sem hann fékk með þessum hætti, lézt hann ýmist hafa eytt í eldi í gremju sinni eða fleygt þeim frá sér úti í haga. Fyrir tinkrónunni, sem menn höfðu séð hjá honum, gerði hann sömu grein og áður og kvaðst enga laun- ung hafa dregið á hana. Sagðist hann hafa varðveitt hana lengi vegna þess, að hún vó rétt lóð, en blýmótin væru fyrir löngu glötuð. Þeir, sem verið höfðu samiíða Jóni í veri úti á Snæfellsnesi, minnt- ust þess, að til Ólafsvíkur hefð] kom- ið skúta, er á voru menn, sem töluðu ókennilegt mál. Hefðu sumir hinna útlendu komið í land einn dag, og hefði Jón getað átt einhver skipti við þá .Þóttust sumir hafa séð ein- hverja peninga hjá honum um það leyti. Á skipi lausakaupmanns, sem Jón fór út í á Stapahöfn, ætluðu vitn- in þó, að Jón hefði frekar keypt varn ing en selt gegn peningum, en ein- hverja fjármuni höfðu menn þó séð þar í höndum hans. Hvað hina gylltu silfurhringa snerti, neitaði Jón algerlega, að hann hefði sagt nokkrum manni, að þeir væru úr gulli. Hringinn, sem var í vörzlu verzlunarstjórans í Ólafsvík, sagðst hann fengið hjá manni þeim, er Helgi hét og kenndur var við Kambsnes ,en ekki geta stutt það með vitnisburð] hans, því að hann væri dáinn. Þennan hring hefði hann feng ið Jóni Svartssyni til tryggingar skil- vísri ereiðslu, ef hann ábyrgðist verzl unarskuld sína, en ekki veðsett hann verzluninni. Skyldmenni Jóns, sem til vitnis voru kvödd, gerðu heldur lítið úr smíðaíþrótt hans, vafalaust í því skyni að véfengja, að hann væri fær um að falsa peninga, og fólkið í Fremra-Skógskoti harðneitaði allri vitund um falssmíðar og peninga- steypu. Séra Magnús Einarsson, tengdafaðir Jóns, kom þó ekk] á þing það, sem hann var boðaður á og bar við ellilasburðum sínum. En í bréfi, sem liann sendi, neitaði hann því, að Jón hefði fengið frá sér spesíu, sem reynzt hefði fölsuð, svo sem hann hafi haldið fram. Úr þessu varð samt ekki mikið gert, því að tvö vitni færðu það fram, að séra Magnús værí ringlaður orðinn. X. Sókn og vörn í myntfölsunarmál- myntfölsunina í dölum 1 i M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 725

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað: 31. tölublað (07.10.1962)
https://timarit.is/issue/255591

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

31. tölublað (07.10.1962)

Aðgerðir: