Tíminn Sunnudagsblað - 07.10.1962, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 07.10.1962, Blaðsíða 10
Hjörltifshöfði er allstórt fjall eins og greintlega sést á myr.dinni. Hann rís upp úr svörtum sandinum líkt og eyja úr hafi. Eitt sinn gnauðaði sjórinn við bergrætur hans, en Kötluhlaup og árframburður hafa skilið hann frá sjónum. — Aila daga hvítfyssandi öldur að söndunum, og fremst á höfðanum, aðeins tíu faðma frá bergbrúninni, stendur ibúðarhúsið og horfir móti hafi, veðri og vindum. (Ljósmynd: Lars Björk). Kötlu, flóðið fer sitt hvorum megin við Höfðann. Maður gleymir aldrei Kötlugosinu, meðan nokkur skíma er í manni. Eg var þá kjötmatsmaður í Vík. Vélbátar frá Vestmannaeyjum voru í höfninni að iesta kjöt, þegar við sáum flóðið koma eftir söndun- um. Þeir léttu sem skjótast, og engu mátti muna, að síðustu bátarnir lentu upp í urðinni austan við Reynisfjáll þegar flóðbylgjan kom. — Það var stórkostlegt að horfa á fl'óðið koma niður sandaija. Það klippti sandinn á undan sér og göslaði áfram eins og brimalda og bar með sér ægilega jaka. Einn daginn fórum við tveir ríð- andi og ætluðum upp í Heiðarétt, sem er almenningur Hvammshrepps- búa. Það var hábjartur dagur og heið skír himinn. En allt í einu sáum við öskuélið koma á móti okkur. Það var eins og svartur veggur. Við snérum strax við og vorum komnir upp á upphleypta veginn, þegar það skall á okkur. Svo syart var það, að hest- arnir gátu ekki haldið veginum. Við urðum að' fara af baki og þreifa veg- inn. Á kafla var enginn vegur, en við gátum áttað okkur á hallanum. Við heyrðum féð jarma þessi ósköp, og það rakst á okkur í hríðinni, því að það sá ekkert frá sér. Þetta hélzt i tvo, þrjá tíma, en svo kom heiðríkj- an aftur í ljós. Jæja, hafðirðu heyrt, að það væri reimt á Hjörleifshöfða? Hver sagði þér það? — Eg hafði ekki ætlað að segja neitt frá því. En þú ert auð-. vitað að drepast úr forvitni. Eg hugsa iíka, að þeim sé alveg sama, þótt ég segi frá því. Eg var eiginlega ekki trúaður á þetta, og hafði aldrei orðið var við neitt fyrr. éað byrjaði með því, að eldri krakkinn okkar varð einhvers áskynja. Hann var ekki nema á þriðja ári þá. Við hjónin höfðum far- ið út í fjós að mjólka, en systir kon- unnar minnar og sextán ára piltur voru hjá krökkunum inni í bæ. Dreng- urinn var í svefnherberginu í vest- urenda hússins, og það var opið fram í baðstofuna. Þau sátu í bað- stofunni og vita ekki fyrr en strákurinn rekur upp hljóð' og skælir þindarlaust. Hann skalf allur og nötraði, og þau héldu, að hann væri orðinn mikið veikur. Hann róað- ist þó, en var alltaf að hoifa inn í herbergið. Okkur tókst að fá upp úr honum, að hann væri hræddur við stóra manninn með stóra skeggið, sem sæti i stólnum við gluggann. Við tókum þetta svo sem ekki al- varlega, en seinna fórum við að heyra högg og undirgang. Hávaðinn var venjulega ekki mikill til að byrja með, en jókst svo, þegar á leið. Okk- ur virtist hann vera í eldhúsinu eða stofunum niðri, en fólkið svaf allt uþpi. Þetta á'gerðist, eftir því sem við vorum lengur. Það var að vísu ekki eins oft, sem við heyrðum þetta á seinni hluta veru okkar í Höfð'an- um og verið hafði í byrjun, en þeim mun magnaðra var það. Stundum var eins og hrossastóð væri rekið í kiing- um bæinn, undirgangurinn var svo mikill, að húsið nötraði. — Eg sá -áldrei neitt, en Áslaug, konan mín, sá oft ýmsu bregða fyrir glugga, sem sneri út í sund, sem var á milR bæjarins og útihúsa, — qkki síður á björtum degi. Það bar mest á þessn á veturna, en við heyrðum stundum dangl á sumrin líka. Jú, ég/get svo sem sagt þér ýmis- legt af því. — Það var rétt í byrjun fýlatimans, þegar sautján vikur voru af sumri, að ég fór út yfir sand heim á Bólstað að sækja mann til þess að hjálpa mér við fýlinn. Eg fór síðdeg- 73r T 1 M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.