Tíminn Sunnudagsblað - 27.01.1963, Blaðsíða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 27.01.1963, Blaðsíða 2
* Nikólás Kópernikus (1473—1543) fæddist í Thorn í Póllandi. Faðir hans andaðist, þegar Kópernikus var ungur að árum, og fór hann þá í fóstur til frænda síns, Lukas Watzelrpde biskups, og það var vegna hvatningar þessa frænda síns og stuðnings, að hann tók að nema fornmenntir, stærðfræðj og stjörnu- fræði við háskólann í Krakov. Ár- ið 1498 var hann sendur til ýmissa háskóla á Ítalíu — og má þar sér- staklega geta hins fræga háskóla í Bologna, til þess að læra lögfræði og halda áfram stærðfræðinámi sinu. Þar hefur hann áreiðanlega lært grísku og kynnzt heimsmynd hinna gömlu arabísku heimspekinga, og auk þess hefur hann bætt við hina alhliða þekkingu sína með Jyfja- fræðinámi. — Eftir dvöl sína j Ítalíu tók hann doktorsgráðu í kirkjulög- um og fékk stöðu við kirkjuna í Frauenburg og varð þá frjáls allra athafna sinna. KÓPERNIKUS OG KENNINGAR HANS Hann fór aftur til Ítalíu og hélt áfram námi, en eftir tíu ára dvöl þar snéri hann heim, og þar með lauk náms- og ferðaárum þans. — Hann hélt nú heim til frænda sins í Austur-Prússlandi, sem var óvenju vel menntaður maður-, og hjá honurn starfaði Kópernikus árum saman sem einkaritari, jafnframt því sem hann vann að vísindalegum rannsóknum og þýðingu grískra rita á latínu. Það er áreiðanlega á þessum tima, sem hann vinnur að hinni nýju kenningu sinni um alheiminn. Eftir dauða frænda síns fól kórs- bræðrasamkoma kirkjunnar Kóper- nikusi ýmiss konar stjórnarstörf, og í þvi sambandi iágði hann fram hug mynd um endurbót á gjaldmiðlin- um. Hann naut mikils álits vegna þekkingar sinnar og lærdóms, og reynt var að fá hann til þess að vinna að endurbótum á almanakinu en hann neitaði og bar því við, að menn þekktu enn ekki hreyfingar tungfe og sólar nógu vel. En um þetta leyti hafði hann ein- mitt lokið við heimsmynd sína, og orðrómurinn um það barst til allra menntamanna. Margir höfðu lesið fyrsta uppkast hans að heims- myndinni, en það hafði farið manna í milli í eftirriti. Hann vann kenn- ingu sinni fylgi meðal andlegra yf- irvalda, svo sem Sehönberg kardí- nála og Tiedemand Giese biskups. Ungur stærðfræðingur, Georg Jóa- kim Rehticus (1514—1576), ferðað- ist alla leið frá Wittenberg til Frau- enburg til þess að hitta hinn mikla •stjörnufræðing, og það fór svo, að hann varð samverkamaður Kópernik- usar. Rehticus setti fram heimsmynd Kópernikusar í stuttu almennu ^formi, og var sú framsetning prentuð í Danzig árið 1540. Kópernikus sjálfur hafði fram að þessu veigrað sér við að gefa út nánari útlistanir á kenningu sinni, að sumu leyti vegna þess, að hann áleit, að kenningin væri ekki enn nægilega vel grundvölluð, en auk þess hafði hann þá skoðun — sem andlegt yfirvald og dulhyggjumað- ur af skóla Pýþagórusar og Platons — að það væri aöeins ætlað hinum útvöldu andans mönnum, að skilja hina guðdómlegu heimsmynd, og það væri varla ómaksins vert að koma henni á framfæri við almenn- ing, sem ekki hefði tök á að skilja hana. Kópernikus hefur hins vegar varla verið hræddur við aðgerðir að 'hálfu kirkjunnar; hann átti það marga valdamikla stuðningsmenn innan hennar. Og hin kaþólska kirkja var á þessum tíma yfirleitt umburðarlyndari gagnvart vísinda- legu kenningum en síðar varð. Þrátt fýrir þessa afstöðu Kóper- nikusar tókst að fá samþykki hans til útgáfu á verki hans: „De revoluitionibus orbium coelestium“ („um breytingar á hreyfingum him- inhnattanna"), og aðstoðarmaður hans, Rehticus, fór til Núrnberg ár- ið 1542 til þess að fylgjast með prent uninni hjá hinum fræga bókagerð- 74 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.