Tíminn Sunnudagsblað - 27.01.1963, Blaðsíða 3

Tíminn Sunnudagsblað - 27.01.1963, Blaðsíða 3
armanni, Jóhannes Petrejus. Rehticus varð þó fljótlega að snúa heim aft- ur, og það, sem eftir var af útgáfu- starfinu, fór fram undir umsjá hins lúterska guðfræðings og stærðfræð- ings Osiander. Það var því Osiander, sem skrifaði formála að bókinni, og þar fullyrðir hann, að innihald bók arinnar verði að skiljast sem hugar tilraun, er byggð sé á stærðfræði- legum útreikningum; ekki beri að skilja efni hennar sem kenningu um raunveruleikann, og því væri ekki um að ræða, að efni bókarinnar bryti í bága við kristna trú. — Það er fullljóst bæði af texta bókarinn ar og af þeim formála, sem Kóper- nikus skrifaði Páli 3. páfa, sömu- leiðis bréfi til Schönberg kardínála, að Kópernikus sjálfur hefur ekki verið á þessari skoðun og álitið kenn ingu sína vera ímynd veruleikans. Kópernikus gat ekki mótmælt þess- um fráleita formála Osianders, þar sem fyrsta prentaða eintakið barst ekki í hendur hans fyrr en hann lá banaleguna. En formálinn1 leiddi til harðorðra mótmæla vina hans, og Tiedemand Giese biskup kærði meira að segja Osiander fyrir borgarráð- inu í Nurnberg. Líf Kópemikusar og starf sýnir greinilega, að hann hefur haft yf- ir að ráða hinni húmanistísku, for- dómalausu viðleitni til að sökkva sér niður í verk fornaldarinnar, sér- staklega stjörnufræði og stærðfræði. Hann hefur kynnt sér mjög nákvæm- fega hvað skrifað hefur verið tii að skýra stjörnufræðilegar athuganir, og sérstaklega hefur hinn forni vís- indamaður, Ptólemæus, vakið athygli hans. Á miðöldum var litið svo á, að heimsmynd Ptólemæusar væri gagn- leg stærðfræðileg tilgáta, sem kænn að notum við útreikninga á almanak inu o. f 1., en hin einfalda heimsmynd Aristótelesar var þó sú, sem naut al- mennrar viðurkenningar, þó að hún gð vísu bryti á margan hátt í bága við nákvæmar stjörnuathuganir. Kópernikus hefur veigrað sér við að setja fram heimsmynd, sem stríddi á móti athugunum og út- reikningum, en aftur á móti gat hann ekki viðurkennt hina mjög svo flóknu heimsmynd Ptólemæusar, meðai annars vegna þess, að hann var undir ■ áhrifum síns tíma, þar sem skoðana Platóns og Pýþagórus- •ar gætti mjög, en samkvæmt þeim skoðunum bar að skilja tilveruna sem sköpunarverk guðs, er byggt væri á stærðfræði og samhljómum. En ef maður lítur á guð sem hinn fullkomna stærðfræðing, verður mað ur einnig að ganga út frá því, að hann hafi byggt hana með hinum einföldustu stærðfræðilögmálura Einfaldleikinn varð því eitt af þeitn skilyrðum, er Kópernikus lagði sem grundvöll að hinni nýju heimsmynd. Þessi grundvallarregla — einfald- leikinn — er enn ; fullu gildi, þegar myndaðar eru vísindalegar kenning- ar, — þó ekki af guðfræðilegum eða háspekilegum ástæðum, eins og raun var á um Kópernikus. Kópernikus miðáði allt að því að setja fram heimsmynd, sem væri í jafnmiklu samræmi við stjörnuar- huganir og heimsmynd Ptólemæus- ar, en væri þó einfaldari. í heims mynd Ptólemæusar snérist sólin-(en Kópernikus reiknaði með, að hún væri stærri en jörðin) umhverfis td tölulega lítinn himinhnött, jörðma En KÖpernikus tók nú upp hina gömlu og gleymdu kenningu um, að í raun og veru væri það sólin, sem væri miðdepill heimsins Þó að Kóp ernikus tæki hér upp hugmyndir, sem frumdrög höfðu verið gerð að í fornöld, hafði þó enginn á undan honum eytt lifsstarfi í það að safna gögnum til að styðja kenninguna og útfæra hana út í yztu æsar, svo að ekki væri hægt að hafna henni síðar meir. Nú er því svo farið, að það er apd stætt hinni daglegu reynsiu okkar, að jörðin hreyfist. Þvert á móti: ÓU reynsla okkar bendir til þess. að jörð'in sé kyrr og sólin, tunglið og fastastjörnurnar hreyfist En þetta stafar, fullyrti Kópernikus, af því, að hreyfingarnar eru afstæðar Það er ekki aðeins hægt að skýra hreyf- ingu stjörnu, sem athuguð er, með því að hún hreyfist, heldur einnig með því, að jörðin, þar sem athug- andinn stendur, hreyfist. Ef maður til dæmis stendur á skipi, sem ter frá landi, skynjar maður hreyfing- una eins, hvort sem maður segir, að skipið fari frá landi eða landið fari frá skipinu. í einu atriði hélt Kóperpikus fast við hina gömlu heimsmynd, að at- heimurinn væri umluktur kúluform- uðu fastastjörnuhvolfi. Þýðing starfs Kópernikusar fyrir síðari tíma vísindi, er meðal annars fólgin í því — auk heimsmyndar hans — að hann gekk út frá nokkr- um vísindalegum grundvallarregl- um: í fyrsta lagi; — einfaldleika 2) afstöðulögmálinu og 3) veruleikinn geti verið öðruvísi en menn raun- verulega skynja hann. Það leið langur tími, áður en heimsmynd Kópernikusar hlaut við- urkenningu annarra en nokkurra lærðra slærðfræðinga og fáeinna skýjaglópa, sem drógust að hinu stór kostlega í kenningu Kópernikusar. Kenning hans var í of mikilli mót- sögn við venjubundnar hugmyndir og lærdóma, til þess að hægt væri að veita henni viðtöku. Siðskipta- mennirnir Melanchton og Kalvin vís uðu kenningunni um, að jörðin hrevfðist, á bug og töldu hana al- deilis fráleita. Hin opinbera þaþólska kirkja hundsaði kenninguna til að byrja með, en fordæmdi hana síðar sem irúvillu. Það, að jörðin, heim- kynni mannanna og miðstöð guðs áætlunar, væri ekki í miðju heims- ins, heldur aðeins lítilvægur hnött- ur, braut ekki aðeins í bága við trú- arlegan þankagang, en var einnig andstætt almennri skynsemi, Aristó- telesi og allri kristninni heimspeki. Það verður þó að taka tillit til þess, að margir l.ítt studdir þættir voru í kenningu Kópernikusar og hafði það í för með sér, að margir lær- dómsmenn þessara tíma, sem kynntu sér heimsmynd Kópernikusar, hristu höfuðið. I fyrsta lagi vantaði þyngd- arlögmál Newtons — sem ekki kom. fram á sjónarsviðið fyrr en löngu seinrta — til þess að gefa kenning- unni eðlisfræðilegan grundvöll. t Framhald á bls. 92, O 5>l,n y Mtflur V V*na» ( Mlncn © Jor*«.r II Jnp*t«r ] 1 Skýringarmynd af sólkerfi Kópernikusar T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 75

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.