Tíminn Sunnudagsblað - 27.01.1963, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 27.01.1963, Blaðsíða 7
Úr Vesfurhópi. (Ljósmynd: Þorsteinn Jósepsson). viðurvist votta í þessa kistu, ef hann ættj ekki afturkvæmt frá Stóru-Giljá, taka það úr henni, er hann vísaði honum til, og innsigla hana síðan. Eftir mikla eftirgangsmunj Þor- valds fór svo, að Gísli gaf togun á að fara með honum, ef Bjarni í Ásbjarn arnesi fengist einnig til ferðarinnar. Varð það svo ofan á, að þeir riðu báð ir með honum að Giljá. Það voru ófagrar sögur, sem Guðrún hafði sagt á sýslumannsheimilinu, svo sem Þorvaldur gat sér ti'l, enda hefur hann bezt vitað, hvað á und- an var gengið. Gamla konan duldi það ekki, að hún var svelt og hrak- yrt af syni sínum og tengdadóttur, kölluð kerlingarfjandinn og bölv- uð eða andskotans kerlingin. Og i ofanálag á slíkt viðmót bar hún það á Þorvald, að hann legði á sig hendur. Einkum hafði hann þó geng- ið nærr; henni einu sinni, er hann tók fyrir kverkar henni heldur ó- þyrmilega. Kvaðst hún þá hafa séð fulla tvísýnu á, að hún slyppi lifandi úr greipum hans. Gestunum var því ekki beinlínis fagnað, er þeir komu að Stóru-Giljá. Sigurður sýslumaður bauð þeim þó til stofu, en er þangað var komið, veitti hann Þorvaldj þungar átölur fyrir meðferðina á gömlu konunni. Snar- aðist hann áíðan brott, en Ingibjörg kona hans, hélt áfram að lesa Þor- valdi pistilinn. Samt kvaðst hún hafa lagt honum líknaryrði við mann sinn, þótt ekki væri hann þess mak- legur. Rak hún hann síðan til bað- stofu, þar sem ‘ móðir hans hafðist við, og skipaði honum að ’biðja hana fyrirgefningar. Ekki mun hann þó hafa verið óðfús til þess, en svo er samt að sjá, að hann hafi um síðir gert það úti á Maðinu á Giljá, þegar gamla konan var búin til heimferðar með honum. Mikinn grát setti að Guðrúnu gömlu, þegar farið var að tala utan að því við hana, að hún hyrfi aftur heim að Sigríðarstöðum. Þrábað hún sýslumannshjónin að hlífa sér við því. Þó lét hún að síðustu til leiðast með mikilli nauðung eftir langar for tölur, enda hafðj Þorvaldur þá heit- ið sýslumanni að koma henni fyrir hið bráðasta á öðru heimiii. Engar efndir urðu þó á þessu. Þótt- ist Þorvaldur hafa beðið fjóra bænd- ur fyrir hana, en enginn viljað við henni taka. Hírðist hún þvi á Sig- ríðarstöðum eftir þetta og dó þar að lokum í mikilli eymd. XVI. Vorið 1809 var nokkuð sóttfellt í Vesturhópi. Lagðist þá Guðrún hús- freyja á Sigríðarstöðum sjúk. Elnaði henni brátt sóttin, og varð þetta henn ar banalega. Hún andaðist milli hjúa skildaga og fardaga. Þorvaldur fékk nú til bús með sér unga ekkju, Guðrúnu Einarsdóttur, Bergssonar, og gekk að eiga hana ár- ið eftir. Var það flestra mál, að hún bætti um margt hjá Þorvaldi og lægði tíðum skapofsa hans, þótt einn ig kæmi fyrir, að hún brygði honum um það, sem almannarómurinn gaf honum að sök. Ekki var samt sem bylur dytti af húsi við komu Guðrúnar Einarsdótt- ur að Sigríðarstöðum. Fyrsta vorið, sem hún var þar, gerðist atburður, sem margt var um rætt, þótt ekkert væri aðhafzt. Þorvaldur átti tvo drengi, sem báru syna nafn — hétu báðir Stefán. Var annaí þeirra tólf ára eða þar um bil, er hér var komið sögu. Þrátt fyrir illindi þau, sem voru frá fornu fari á milli Þorvalds og Þorbergs Árna- sonar, hafði þessi drengur verið í fóstrj á Fjósum. En einn góðan veð- urdag kom Þoivaldur og hafði dreng inn á brott með sér á laun við Þor- berg. Einn dag upp úr miðjum júnímán- uði voru Sigríðarstaðabörnin við T í M I N N — SIJNNUDAGSBLAI) 79

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.