Tíminn Sunnudagsblað - 27.01.1963, Blaðsíða 21

Tíminn Sunnudagsblað - 27.01.1963, Blaðsíða 21
Beinamáliö húnvetnska Framhald af 80. síðu. Gauksmýri. Hljóp Þorvaldur þá upp meff barefli oe lét ríða um höfuð Sím oni og sagði, að þetta skyldi hann hafa „fyrir að hafa gert sig að hel- vítis hleypigikk í haust 1 reiðunum". Lauk ekki rimmu þeirra á Gauksmýr arhlaði, fyrr en kona Þorvalds kom út og skarst í leikinn. Rauk þá Þor- valdur burt. Slíkur nábúakrytur var raunar ekki til mikilla tíðinda talínn, því að víða lá ófriður í landi bæja á milli. — Þessu var ekki sízt á loft haldið vegna þess, að deilan spratt af brigzli um orðróm þann, sem á Þorvaldi hvíldi. Öllu sögulegra þótti það, sem gerð ist í ferð þeirra Þorvalds og Jóns Eiríkssonar í Svarðbæli vestur í Stykkishólm. Milli þeirra var nepja í mesta lagi, og gekk það staflaust um sveitina, að Þorvaldur hefði dreg- ið upp hníf og farið að brýna hann, Jóni til ógnunar. En ekki gerði Þor- valdur þetta upp úr þurru. Jón hafði bekkzt til við hann og brigzlað hon- um um það, sem honum kom verst. Hann hafði sem sé spuit Þorvald, hvaða maður það væri, sem stæði hjá honum — „mér sýnist það vera mað- ur á grænum kjól“, sagði hann. Þetta stóðst Þorvaldur ekki. Hann bað ferðafélaga sinn með mörgum Ijótum. orðum að halda saman á sér kjaftin- um — „ellegar ég skal drepa þig“. Farandmönnum úthýsti Þorvaldúr enn, þegar illa stóð í bæli hans, eins og stundum áður. Kunnu menn sögu af karli einum, sem kom að Gauks- mýri í vondu veðri og baðst gisting- ar. En Þorvaldur vísaði honum burt og lét sig engu gilda, hvað um hann yrði, því að nóg væri af hyski, sem flakkaði bæ írá bæ og sygi blóð úr öðrum. Karl hafði skriðið inn í bæj- argöngin, en Þorvaldur stjakaði hon um og skellti hurðinni á klofa. En þegar karlinn hafði sig ekki burt frá lokuðum dyrunum, opnaði Þorvaldur aftur og sagði honum að snáfa inn. Var hann svo á Gauksmýri um nótt- ina við lítið tillæti. XX. Eggert Rafnsson, sem almanna- rómurinn eignaði hlutdeild í því ó- dæðisverki, er átti að hafa verið unn ið á Hjaltabakkasandi haustið 1802, var um flest gerólíkur Þorvaldi. Hann var ekki talinn jafnoki Þorvalds að greind, en átti stórum færri óvini. Hann var stilltur maður og óhlutdeil- inn, en gerðist snemma mjög þung- lyndur. Nízka hans og ágirnd þóttu mestir lestir í fari hans, og sögðu kunnugir, að þeirra hefðu gætt þeg- ar á æskuárum. Létust þeir varla hafa þekkt svo ágirndarfullan ungl- ing, sem hann var, og á sveimi var sá orðrómur, að hann hefði í barn- æsku stolið peningum frá föður sín- um á Hjáltabakka. Engum rökum verður þó sá orðrómur studdur. Eggert kvæntist nokkrum árum eftir strand Hákarlsins og fékk að konu Ragnheiði Skúladóttur á Ás-, bjarnarstöðum á Vatnsnesi. Gerðu þau bú sitt á Ásbjarnarstöðum og höfðu lítið um sig. Hugur Eggerts snerist allur um að nurla saman pen- íngum og svelti hann sjálfan sig og píndi til þess að ná því marki. Þeg- ar hann var í veri, var hvaðeina falt hjá honum fyrir peninga — mata hans sem annað •— og unni hann sjálfum sér helzt ekki annars en þess, sem enginn lagði fölur á. Öðrum þræði sóttist hann þó eftir flikum, sem skart þótti að og var oft vel bú- inn á mannamótum. Hefur þess ef til vill gætt, að hann var prestssonur, því að ekki er ósennilegt, að tiltoald hafi verið meira í klæðaburði á Hjaltabakka í æsku hans en tíðkaðist hjá þorra bænda. Heima fyrir var Eggert oft hald- inn slíku fálæti, að hann mælti ekki orð frá vörum, og stundum lagðist þessi kvilli svo þungt á hann, að kona hans óttaðist, að hann myndi leitast við að fyrirfara sér. Var á köflum vakað yfir ferðum hans og forðazt að láta neitt það vera á glám- bekk, sem hann gæti grandað sér með. Á hinn bóginn mun Ragnheiði hafa getizt vel að þvi, hve Eggert var óvorkunnlátur við (Sjálfan sig, því að hún var harðgeðja mjög og mun ekki síður liafa haft hug á fjárafla en bóndinn. Vafalaust hefur Eggert oft orðið þess var, hvaða grun menn höfðu á fortíð hans, enda er kunnugt, að honum var jafnvel brigzlað um það heima á Hjaltabakka. Sá skuggi, sem yfir henni hvildi, hefur ef til vill stuðlað að fásinnutjni, sem á hann sótti. Þótt tortryggnj manna á honum hafi sennilega ekki oft komið ber- lega fram í orðum eða viðmóti við hann sem Þorvald, sökum þess hve óáreitinn hann var og fáskiptinn, þá bjó í brjósti margra andúð í hans garð vegna orðrómsins, sem á honum lá. Til er ein saga, sem lýsir þessu vel. Það var haust eitt, að Sæmundur Brynjólfsson í Bjarghúsum var stadd ur í Þorgrímsstaðarétt á Vatnsnesi. Þar var og Eggert á Ásbjarnarstöð- um og margt fleira fólks, og þreyttu ungir menn glímu á grund við rétt- ina. Eggert var venju fremur ör og létt ur í bragði þennan dag og skartlega búinn. Vakti einkum athygli rautt vesti, sýnilega af útlendum uppruna. Stóð hann álengdar og fylgdist um hríð með glímunni, en þegar honum þótti fara að gæta þófs, kallaði hann til glímumannanna að herða sig. Það þurfti ekki meira til. Hér hafði Eggert haft sig meira í frammi en hann mátti að ósekju. Allt í einu laust því niður i hug Sæmundar, að rauða vestið, sem skart- aði á bóndanum frá Ásbjarnarstöðum, væri af hinum horfna skipstjóra af Hákarlinum. Hann fylltist megnu ó- geði á manninum, og í huga hans læddist bitur spurning: „Hvað vill þessi maður vera að leggja til?“ Og það sagði Sæmundur sjálfur, að þess konar óbeit á Eggert hefði oftar blossað upp af litlu tilefni. Það hefur bersýnilega verið vand- lifað fyrir hinn þögula, neyzlugranna bónda. Það mátti eiginlega ekki brá af honum, svo að menn hefðu ekki ósjálfrátt horn í síðu hans. Undir slík um ægidómi hefur verið þungt að búa langa ævi 10000 ár letruð Framhald af 88. sí3u. um hafi korn verið fyrst skorið á ökr- um Norðurlanda. Frá þessu aldar- skeiði er lika til æ fleira fornleifa, sem ber vitni um akuryrkju og trú bændaþjóðfélags á samhengi fórnar- gjafa og frjósemi. En það verkfærið, sem mestri byltingu olli, var arður- inn. Það var tréplógur, sem velti mold inni til beggja hliða. Það er margt, sem moldin geymjr, og á Austfold í Noregi hefur verið grafinn upp æva- gamal.1 akur, þar sem mátti finna för eftir þennan frumstæða plóg frá lokum steinaldar. Og augljóst er af mörgum lúnaristum, að slík vinnu- brögð' hafa verið orðin algeng á bronz- öld. Að sjálfsögðu hafa veiðar á sjo og landi verið stundaðar jafnhliða jarð- yrkju og búskap. og bersýnilega hefur veiðiskapurinn verið hafður mjög ,í huga, þegar menn völdu sér staði til búsetu. En það er líka ljóst, að að- staðan til jarðyrkju hefur verið þung á metunum, enda hefur veiðin vafa- laust oftar verið sýnd en gofin, þegár menn höfðu ekki annað í höndum*e"n frumstæðustu tæki úr steini. Frjókornagreiningin segir okkur svo, að langt aftur í gráiri forneskju járnaldar hefur verið byrjað að rækta lín, humal og hamp. Það hefur jafn- \el komið í ljós, að vínviður hefur verið ræktaður í grennd við Kristj- ánssand í Noregi. Þannig hafa frjó blóma, jurta og trjáa skráð sögu löngu liðinna alda i jarð'veginn, og þeir, sem hana lesa i rannsóknarstofum vísindamannanna, eru að stafa sig fram úr köflum nátt- úrusögu og menningarsögu, sem til skamms tíma var myrkrum hulin. (Heimild: Naturen (Hva myrer og tjern kan fortelle — Oslo- trakten gennem 10000 ár eftir Ulf Hafsten). T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 93

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.