Tíminn Sunnudagsblað - 27.01.1963, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 27.01.1963, Blaðsíða 6
greindi á út af folum, og þótti Jóni graðfoli Þorvalds angra hross sín handan Hólsár. „Hvag vilt þú tala um, auminginn þinn, þegi þú“, svaraði Þorvaldur. Slíkur var tónninn í Þorvaldi við granna sína. Og grannarnir beittu fleiri sama vopninu og Jón Amgríms son. Á Hvoli bjó maður sá, er hét Jónas Samsonarson, og er svo að sjá, að Þorvaldur hafi brigzlað honum um eitthvað misjafnt. En Jónas svaraði: „Gáðu að því, Þorvaldur, að þú haf- ir aldrei lagt verra inn á samvizku þína heldur en ég“. Saga er einnig af því, að Þorvald- ur hafði beðið prestsmaddömuna í Vesturhópshólum, Ólöfu Eiríksdótt- ur, að sauma á sig stutthempuföt. — Líkaði honum saumurinn miður vel, þegar til kom, því að maddaman hafði jaðrað skálmarnar saman að aftan, og sagði hann ekki gott vera að taka fulla borgun fyrir það, sem sviksamlega væri unnið. Prestsmad- dömunni þótti Sigríðarstaðabóndinn gera sér dælt við sig í orði. Gekk hún að honum, studdj fingri á brjóst honum og sagði, að „hann skyldi gá að því, sem þarna væri inni fyrir“. Það var sem Þorvaldi hefði verið rekinn löðrungur .Hann lagði hönd á brióstig og mælti: „Þú þurftir ekki að gera þetta“. XV. Þau Þorvaldur og Guðrún eignuð- ust allmörg börn, og var o£t sjö eða átta manns í heimili á Sigríðarstöð- um. Aftur á mótj var þar ekki nema ein kýr og matföng oftast við nögl skorin. Ofan á nauman viðurgerning bættist hrottafengig bráðlyndi Þor- valds, og töldu þó sumir húsfreyju litlu betri. Var það til fært um skap- hörku hennar, að stundum tæki hún svo á móti bónda sínum, að hann slægi undan. Langrækinn virðist Þor- valdur ekki hafa verið, og á köflum var hann glaður og reifur. Á allra vitorði var, að börn Sigríð- arstaðahjóna voru oft þunn á vang- ann, jafnvel svo mögur, að andlitum þeirra var líkt við það, að líknarbelg- ur væri strengdur á spýtur. Að sama skapi var atlætið. Þegar Þorvaldur reiddist, tróð hann jafn- vel bömin undir fótum sér, að því er Þorbergur mágur hans á Fjósum sagði. En allmikinn mun gerði hann sér, og voru sum í meira afhaldi en önnur. Þetta uppeldi gaf ekki góða raun. Börnin lágu úti af ótta við reiði og refsingar föður síns eða flúðu til ná- grannanna, en voru þó sum viðsjáls- gripir og illa siðuð á flesta grein. Var til marks um hegðun þeirra, að synir Þorvalds, bamungir, köstuðu skarni á eftir sóknarprestinum og hrópuðu til hans ill orð, þegar hann kom að Sigríðarstöðum. Ekki átti Guðrún Björnsdóttir, móð ir Þorvalds, betri ævina en börnin. Var hún einnig lítt haldin í mat og bjó við vont atlæti í orðum og athöfn um. Sonur hennar formælti henni hroðalega, hrakti hana á marga vegu og kvað hana vera eins og karland- skotann hann afa hennar. Mun hann þar hafa átt við Benedikt lögmann. Þetta var alkunna í sveitinni, en eng- inn lét það til sín taka, nema hvað prestinn kann að hafa áminnt Þor- vald og konu hans í kyrrþey. En litinn árangur hafa þær umvandanir borið, enda rak að því, að gamla konar greip til örþrifaráðs. Það var sunnudag einn í byrjun sláttar, þegar altarisganga hafði ver- ið boðuð í Vesturhópshólum, að kerl- ing kom til kirkju. Þá var þangað kominn nýr prestur, séra Jón Míka- elsson, og brá hún honum á eintal eftir embætti, bar upp kveinstafi sína og bað hann ásjár. Var sá vilji henn- ar að.komast að Stóru-Giljá á fund Sigurðar sýslumanns Snorrasonar. — Vænti hún sér þar athvarfs, því að hún var í náinni frændsemi við konu hans, Ingibjörgu Jónsdóttur frá Bergsstöðum. Syni sínum bar húr. hið versta söguna og sagði, að ,,hún hefði mátt vera ein ólukkumann- eskja, þegar hún bar hann fyrir brjósti”. Þegar prestur fann, ag gamla kon- an vildi með engu móti snúa heim, lét hann henni í té hest og fylgdar- mann að Giljá. Þorvaldi tók að gerast órótt, þegar móðir hans kom ekkj heim frá kirkj- unni, og loks reið hann að Vestur- hópshólum til þess að spyrja eftir henni. Var hann þá illúðlegur í bragði og úfinn í skapi, og sló í brýnu með honum og presti. Gerði prestur uppskátt, hvað hún hefði sagt um breytni við sig á Sigríðar- stöðum, en Þorvaldur sagði, að hún „skyldi bölvuð um tíma og eilífð fyrir helvítis lygina". Þar kom þó, að prestur sagði honum sem var, að hún væri komin til sýslumanns að Stóru-Giljá, og þóttu Þorvaldi þau tíðindi ill. Sneri hann heim við svo búið. Ekki leið á löngu, áður en Þor- valdur fékk ómjúklegt bréf frá Sig- urði sýslumanni, sem kvaddi hann á sinn fund að Stóru-Giljá. Varð hann mjög óttasleginn við þetta og þorði þó hvorki ag hundsa skipun sýslu- manns né fara einn til fundar við hann. Tók hann þá það til bragðs, að hann reið að Vatnsenda og bað Gísla bónda Jónsson, er kallaður var ráðsettur hæglætismaður, að fylgja sér að Giljá, sér til halds og trausts. En Gíslj var tregur til þess að hafa afskipti af málum Þorvalds, auk þess sem hann var nýbyrjaður að slá og vildi ógjarna láta tefja sig frá verki. En Þorvaldur sótti þeim fastar á, er hann fann fyrirstöðuna, og hét að borga Gísla greiðann. Lézt hann ekki vita, nema sýslumaður jsetti sig í járn, því að kerlingin væri búin að forljúga sig við hann, enda til alls vís og jafnvel „í standi til að ljúga líf og æru af prestinum", sem greiddi fyrir för hennar að Stóru-Giljá. Dró hann upp úr vasa sínum lykil, er hann sagði vera að kistu heima á Sig- ríðarstöðum, og kvaðst hann eiga í þeirri kistu nok'kuð, er hann gæfi ekki um, að kæmi fyrir allra augu. Bað hann Gísla að fara fyrir sig í Stóra-Giljá í Þingi. Þar var heimili Sigurðar sýslumanns Snorrasonar og þangaS leitaði Guðrún Björnsdóttir, móðir Þorvalds. — (Ljósmynd: Þorstelnn Jósepsson). 78 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.