Tíminn Sunnudagsblað - 27.01.1963, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 27.01.1963, Blaðsíða 5
ósvífinn nágranna. Hann var ama- samur við skepnur annarra, frekur til fanga á rekafjörunni á Sigríðar- staðasandi og ásælinn um beit og aðrar landsnytjar, refjóttur í viðskipt um, en bráður og heiftúðugur, ef á móti honum var staðið. Fór hann sínu fram, þótt hann væri staðinn að verki, og svaraði illu til ef hann var krafinn um bætur. Hann vilaði jafn- vel ekki fyrir sér að halda tveimur marsvínum, sem rak á Sigríðarstaða sand, þótt við sjálfan Björn Ólafsson á Þingeyrum væri að etja. í slíkum sennum bar það iðulega við, að Þorvaldur værj með óþægi- legum orðum minntur á hvarf skip- stjórans á Hákarlinum og peninga þá, sem hann átti ag hafa undir höndum. Vig fáa áttj þó Þorvaldur vmeiri skærur en Jón Arngrímsson, kotung einn, sem um þessar mundir flosnaði upp frá Kistu. Skorti ekki ill orð og dylgjur, þegar þeim laust saman, og stundum lét Þorvaldur hendur skipta og kné fylgja kviði, enda átti hann góða vígstöðu, því að Jón var lítill vexti. Voru margar sögur af þeirra viðskiptum. Eitt sinn sat Jón á þröskuldi á Sig- ríðarstöðum, er Guðrún Jónsdóttir, kona Þorvalds, kom heim af kvium með lamb í fangi. Spurði hún Jón hvort hann vildi kaupa lambið, en hann hafnaði boðinu. Þá sagði Þor- valdur, sem var nærstaddur: „Hver andskotinn heidurðu, að vilji selja þér lamb?“ Jón sagðist sízt af öllu vilja eiga skipti við hann. Greip þá Þorvaldur skaröxi og reiddi til höggs við Jón. í sömu svifum kom Guðrún aftan að honum, náði öxinni og hljóp brott meg hana. Tókust þeir þá grannam- ir síðan á í bæjardyrunum. Ruddust báðir út samtímis og brutu við það dyraumbúnaðinn. Réðst Þorvaldur að gestinum með hnefahöggum þar á hlaðinu, en Jón galt í líkri mynt, þótt minni væri fyrir sér, enda hafði hann svipu að vopni. Þrátt fyrir slíkar sennur áttu þeir viðskipti sín á milli. Þetta sama ár hafði Jón fengið Ieyfi Þorvalds til hrísrifs á svonefndum Bárum við Sigríðarstaðavatn. Þegar Jón hafði hrísið, fór hann þangað með kven- mann til þess að binda það, og hafði tvo hesta undir reiðingi. Maður frá Hrísakoti kom í hrísmóann með torf- ljá, er hann hafði sótt að Ásbjarnan* nesi. Tóku þeir Jón tal saman, og lagði maðurinn torfljáinn á þúíu. f þessum svi’fum ber Þorvald að. Geng- ur hann að einni hrísbyrði og segir, að þetta séu engar klyfjar. Jóni þótti sér brugðið um ónytjungsskap. ,,Það er ekki von“, sagði hann. „Hestarnir eru ekki miklir gripir, sem eiga að bera, og maðurinn ekki mikill til að láta upp“. Þorvaldur vék þá að því, hvers vegna Jón hefði ekki komið til sín með borgun fyrir hrísrifið, og talaði af nokkrum þjósti. Tók hann um leig upp torfljáinn og vingsaði honum í kringum sig. Jókst þref þeirra orð af orði, unz Jón sagði, að hann skyldi „passa upp á hundinn, sem hann létj oftast fara með sér“. „Hann Snepii“, svaraði Þorvaldur. ,,Það er von þú talir um hann Snep- il“. „Það er ekki svo ag skilja“, anzaði Jón. „Hann svo sem gengur nær þér“. Þorvaldur skildí þegar, livað hinn var að fara og skundaði að því sinni þegjandi burt. Enn var það einu sinni, að þá og bónda, sem kom á rauðu vesti í Þorgrímsstaðarétt TÍMINN - SUNXUDAGSBLIÐ 77

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.