Tíminn Sunnudagsblað - 27.01.1963, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 27.01.1963, Blaðsíða 15
Þannig ætla menn, aS land hafi verið sviSið og korni sáð á steinöld siðari. Þegar trén höfðu verið felld með steinöxi, voru þau látin þorna. Síðan var eldur borinn að þeim og gróður allur sviðinn af blettinum og sáð að því búnu á milli stubbanna, er eftir stóðu, og aðeins lítillega hreyft við moldinni með röftum. — Teikning Jóhann- esar Iversens. þar sem þessir frumstæðu, ötulu bændur höfðu setzt að. GróSurfaruS breytist Það er engum efa undirorpið, að þetta hefur haft mikil áhrif á gróð- urfar. Og þá erum við komin að kjarna málsins. Sé það svo, að frjó- korn, sem finnast í fenjum og seti, gefj okkur hugmynd um gróðurinn í nágrenninu, þá hlýtur að mega finna glögg merki slíkrar jarðyrkju. Nákvæm frjókornagreining sýnis- horna úr mýrum og tjörnum hefur iíka leitt í ljós, að skyndileg og ein- kennileg breyting hefur orðið á trjá- vexti í dönsku skógunum. í upphafi uxu þar eik, lind, álmur og askur. En með tilkomu jarðyrkiunnar hef- ur sýnilega gengið á þennan trjágróð- ur, en tré með mikla ljósþörf, svo sem björk, ölur og hesliviður, hafa náð aukinni útbreiðslu um skeið. En þegar fram líða stundir, nær eiki- blendingsskógurinn sér á strik aftur. Jafnframt hefur jurtkenndur gróð- ur, einkum gras, færzt mjög í auk- ana, þegar frumskógurinn lét undan síga. Þetta fellur nákvæmlega að hugmyndum okkar um gróðurfars- breytingar, þar sem skóglendi er sviðið. Ölur og hesliviður skjóta rót- um, þótt stofninn sé höggvinn eða skógur brennur eða sviðinn, og þess ar trjátegundir standa því bezt að vígi, þegar hætt er að sá í akurrein, sem hefur nýlega verið rudd. Þessi rótarskot bera blóm eftir þrjú eða fjögur ár, og því hafa þessar trjá- tegundir náð fótfestu, áður en eikin gat fest rætur. Björkin hefur ekki sama hæfileika til þess að endur- nýja sig með rótarskotum, en fræ hennar er létt og berst langa vegu, og það voru hin beztu vaxtarskilyrði fyrir hana í rjóðrunum. Það verða þó ekki leiddar að þvi órækar sannanir, að sviður land- nemanna hafi valdið þessari gróður- farsbreytingum. Viðarkolaleifar þær, sem finnast í jörðu, gætu líka stafað frá skógareldum af völdum náttúr- unnar, enda þótt þeir eigi sér þar helzt stað, þar sem barrskógar eru drottnandi. En það sannar til fulln- ustu, að hér sé rétt til getið, að ofan á brunaleifunum og jafnhliða þeim bii'eytingum, sem hér hefur verið vikið að, koma til sögunnar frjókorn komtegunda og illgresis, sem hvar- vetna fylgir akuryrkju. Frjókorn mik- ils fjölda nytjajurta og illgresis- plantna eru svo auðþekkt, að þetta er mjög auðvelt að kanna. Meðal þeirra eru njóli og malurt og súrur ýmsar og síðar kornblóm. Almurinn var engi bóndans. Það, sem hér hefur verið sagt, leysir þó ekki þá gátu, hvers vegna álmurinn hvarf. Það gerðist nokkru áður en sú akuryrkja hófst, sem hér hefur verið lýst. En miklar frjó- kornagreiningar. ásamt forrileifarann- sóknum í mýrarflæmum á Sjálandi, hafa leitt í ljós, að á undan þessu jarðyrkjufólki hefur búið í Danmörku þjóðflokkur, sem átti búfénað og nytjaði landið Hann hefur einnig stundað akuryrkju í einhverri mynd. En athafnir hans höfðu ekki - í för með sér miklar gróðurfarsbreytingar að öðru leyti en því, sem tók til álms- ins. Hann eyddi ekki svo skógum, að grasvöxtur ykist, og það er talið, að hann hafi gefið búfénaði sínum fóð'ur allt árið, en ekki látið hann ganga lausan á haga. Slíkt á sér enn stað víða í Suður-Evrópu. í skógun- um dönsku hafa villidýr sveimað og búpeningi verið hætt, ef af honum var litið, og þótt hann yrði ekki rán- dýrum að bráð, vofði yfir, að hann týndist í skógarþykkninu. En allmik- ils fóðurs hefur þurft að afla handa bústofninum, þótt smár kunni að hafa verið, og þá vaknar sú spurning, hvar borið hafi verið niður. Það er kenning vísindamanna, að lauf af álmi hafi verið veigamikill þáttur í fóðrinu, og er á það bent, að lauf og börkur af álmi hafi lengi fram eftir Öldum verið bjargræði manna og húsdýra í hallærum á Norð- urlöndum. Vestan fjalls í Noregi er varla nokkur álmur til, ekki einu sinni í urðum og bröttum fjallahlíð- um, án þess að hann beri þess merki að hann hafi verið stýfður að stað- aldri. Við fornleifarannsóknir í Sviss T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 87

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.