Tíminn Sunnudagsblað - 27.01.1963, Blaðsíða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 27.01.1963, Blaðsíða 20
hóll norðaustur af bænum, Lyng- hóll, — þær sögðu, að á gamlárs- dag væri krökkt af huldufólki við hólinn og mikig af ljósum í honum. Það var heillandi að hlusta á þetta, en hvort svona sögur höfðu góð áhrif á hugrekki lítilla barna — bað er vafamál. í mfnu ungdæmi kunni fólk mikið af huldufólkssögum, ekki sízt eldri kynslóðin, og ég held, að það hafi trúað þeim öllum. Þar sem komið var langt fram á kvöld, þegar Pétur og Bjargmundur komu frá kirkjunni, þá var ákveðiö að gista hjá ömmu. Ekki voru nema tvö rúm í baðstofunni og ekki þótti gestunum koma til mála, að þær mæðgur gengju úr rúmi fyrir okk- ur. Þeir Pétur og Bjargmundur voru miklir hagleiksmenn og voru þvi ekki í. vandræðum með að búa til rúm handa okkur. En hvar átti það nú að vera? Loftið var iitið stærra en rúmin. Aftur á móti var stóit bil, sem var opið niður á flórinn, þvl að kýrnar voru undir loftskákinni. Þar varð rúmið að vera. Þeir fóru báð- ir út til þess að sækja efnivið og komu aftur með rafta. Þeir lögðu þá rétt yfir bitana, en þegar efnið var þrotið, var rifa við vegginn. Bjargmundur mælir hana með aug- unum, fer svo fram j bæjardyr og kemur aftur með þann lengsta olíu- brúsa sem ég hef séð. Hann lagði hrúsann yfir rifuna og reyndist hann passa vel þar. Einhverjar pokadrusl ur breiddu þeir undir okkur, ásamt miklu af heyi og létu brekán þar yfir. Ofan á okkúr fengum við eina sæng, brekán og gæruskinn. Þetta varð sæmilegt rúm ,og sváfum við ágætlega — Bjargmundur efstur, ég í miðju og Pétur fremstur að ein- hverju leyti á skákinni og röftunum. Þetta getur maður kallað hjálp í viðlögum. Baðstofan var lítil, svo að hiti var nógur, þar sem við vorum fimm, og svo ofnarnir, sem voru al- gengastir í gömlu sveitabaðstofun- um fyrir austan, það voru kýrnar. Þótt ég hefði farið í kirkjuna, þá væri ég áreiðanlega búinn að gleyma öllu því, sem presturinn sagði. En mórauðu hvolpana hennar ömmu man ég enn. Þannig lauk fyrstu kirkjuferð minni. Kirkjusókn var ágæt í Meðalland- inu í mínu ungdæmi ,og ekki lét unga fólkið sig vanta til kirkju. Við strákarnir fylltum eitt hornið i kórn um og var það, að okkar áliti, vel setið. Á mótj okkur sátu nokkrir bændur og synir þeirra. Um okkur hornbúana er bezt að segja sem minnst í þeim efnum. Það þurfti ekki mikið til þess, að einhverjum okkar þætti ástæða til að hnippa i þann næsta og svo áfram, til dæm- is þegar karlarnir tóku [ nefið. Við vorum ungir þá. Nú eru flestir úr horninu komir yfir móðuna miklu og hinir að mestu hættir að talia eftir því, þótt eitthvað broslegt beri fyrir augað. Hver var nú ástæðan fyrir þess- um mikla kirkjuáhuga okkar ungl- inganna? Fyrst var það hjá okkur piltunum að hitta jafnaldra okkar og máske fara í eina bröndótta. Svo þótti okkur gaman að koma á hestbak eða renna okkur á skautum, þegar þannig hagaði til. Enn var það eitt, sem jók áhuga okkar unglinganna. Við áttum þar von á rosknum kon- um, sem ekki komu tómhentar. Eg man bezt eftir tveimur, Margréti, ömmu minni frá Skurðbæ, og Krist- ínu frá Staðarholti. Eg man ekki betur en Guðrún Ólafsdóttir frá Efri- Ey væri ein meða-1 þessara góðu kvenna. Þær komu með stóra búnka af kökum, smjör og mjólkurflöskur. Þessar konur settust á þúfur að norð anverðu við kirkjugarðinn. Það var sprettur á okkur, smáfólkinu, yfir garðinn, þegar vig sáum konúrnar losa um pjönkur sínar. Eg skal tak? það fram, að við, sem eitthvað vor- um skyld þessum konum, höfðum engin sérréttindi. Þeirra hugsun var sú að skipta sem jafnast, og fór skammturinn eftir því, hve mörg börnin voru. Og mikil var gleðin hjá þessum konum, þegar þær vori' að rétta börnunum glaðninginn, hverju sinn skammt. Fátækt var yfirleitt hjá flestum í Meðallandinu, eins og víða í þ daga. Ef einhver var betur stæður en annar, þá þótti sjálfsagt að nv þeim, sem verr var stæður. Það fólik, karlar og konur, sem af takmörkuð- um efnum rétti þeim hjálparhönd, sem verr voru stæðir, það mun hafa haft í huga þessi orð: „Það, sem þið gerið einum af mínum minnstu bræðrum, það munuð þið og mér gera.“ Ef ráðamenn í heiminum í dag hefðu yfirleitt þetta hugarfar, þá mundi þessi gífurlega heift, sem virð ist ráða ríkjum, hverfa eins og dögg fyrir sólu, og þjóðirnar hætta að skjálfa af ótta við helsprengjur og helryk og lifa í sátt og samlyndi eins og kristnum mönnum sæmir. Kópernikus Framhald af 75. síðu. öðru lagi var heimskerfi Kópernik- usar enn talsvert flókið: Hann reikn- aði enn með baugum, sem höfðu miðju í öðrum bau&num. Ptólemæus hafði reiknag með 80 slíkum í sinu heimskerfi, en Kópernikus fælckaði þeim niður í 34, — nú var hins veg- ar auðvelt að spyrja, hvaða máli það skipti, hvort þeir voru fleiri eða færri. Það var ekki fyrr en með lög- máli Keplers um sporbaugana, að mögulegt var að varpa þessum .baug um Ptólemæusar og Kópernikusar fyrir borð. — í þriðja lagi kom kenn ing hans ekki nákvæmlega heim við stjörnufræðilega athuganir, sem gerðar voru á þessum tímum. Sú ónákvæmni varð til þess, að Tycho Brahe vísaði kenningu Kópernikus- ar frá, en setti sjálfur fram nýin Hann dró þá ályktun, að væri kenn- ing Kópernikusar rétt, hlyti að vera mögulegt að greina færslu á fastastjörnunum, ef maður athug- aði himinfestinguna á hálfs árs fresti, þegar jörðin, samkvæmt kenn ingu Kópernikusar, hefði snúizt hálf hring. Það væri hins vegar ekki mögu legt að greina slíkt, og þess vegna gæti hann ekki talið kenningu Kóp- ernikusar góða og gilda. Á vorurn dögum hefur verið hægt að greina slíka færslu með góðum stjörnu- kíkjum. Tycho Brahe reiknaði ekki með hinum gífurlegu fjarlægðum til fastastjarnanna, og þv{ skjátlaðist honum. ítalski svartmunkurinn Giordano Brúno (1546—1600) bjó kenningu Kópernikusar heimspekikerfi, sem var bein árás á kenningu kirkjunn- ar, og þar með tóku kirkjuvöldin fyr- ir alvöru að búast til varnar. Brúnó, sem var mikil eldsál, ferð- aðist til fjölmargra háskóla í Evrópu, jafnt til hinna kaþólsku sem há- skóla mótmælenda, og kynnti hið nýja heimskerfi. Ilann gekk miklu lengra en Kópernikus í kenningum sínum og kenndi, að heimurinn væri ekki takmarkaður af fastastjörnu- hvolfi; hann vaeri óendanlegur, og það hafði í för með sér, að hann gerði ekki aðeins ráð fyrir afstöðu- lögmáli í hreyfingum stjarnanna, heldur líka í tíma os nimi — Ver- öldin væri óendanleg vegna þess. við gætum ekki hugsað okkur nein eiginleg endalok. Uppgötvun Tycho Brahe á halastjörnunum hefði einn- ig sýnt, að engin hvolf stönzuðu ferð ir þeirra, — hinn fullkomni guðdóm- ur hlaut lika að vera óendanlegur og gat þvj ekki rúmazt í takmörk- uðum heimi, — já, í rauninni hl; guð og veröldin að vera hið sarr Brúnó hallaðist með öðrum orðum að algyðistrú. Brúnó var sýnd mikil andstaða bæði af hálfu kaþólskra og mótmæl- enda vegna hinna áköfu tilrauna sinna til þess að vinna heimspeki- kenningum sínum fylgi. Að lokum varpaði rannsóknarrétturinn á ítalíu Brúnó i fangelsi, og þar sem hann vildi ekki draga kenningar sínar til baka, var hann brenndur á báli á Blómatorginu í Róm eftir margra ára fangelsisvist. f augum síðari tíma manna hefur hann jafnan verið tákn píslarvættis vegna hinnar frjálsu vísindalegu hugsunar. 92 T í M I N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.