Tíminn Sunnudagsblað - 27.01.1963, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 27.01.1963, Blaðsíða 16
FornfræSingur fellir tré í skógi á Suður-Jótlandi meS öxl frá steinöld. hefur það og sannazt, að lauf af trjám hefur verið mikilvægt skepnufóður, þar sem haglendi var lítið og bú- 'peningur jafnan hafður heima við. Þar hafa fundizt við gamlar tóftir miklar birgðir af kvisti, ekki einung- is af álmi, heldur einnig björk, lindi hlyni og aski, ásamt gömlum mykju- haugum. Og það var eðlilegt, að menn sæktust eftir laufi álmsins í dönsku skógunum, því að hann er mjög lim ríkur. Það kann að vera erfitt, að færa að því fullnægjandi rök, hvernig stein- aidarbændur með mjög frumstæð verkfæri, gátu útrýmt álminum á til- tölulega skömmum tíma, því að það var þéttur og fullvaxta frumskóg- ur, er þeir urðu að sækja fóðurbirgð- ir sínar í. Fólk hefur þurft að klifra upp í trén, kannski tíu eða fimmtán metra, til þess ’-.ð komast að laufinu. Þar sem stýfing er nú tíðkuð, eru það einkum ung tré, sem nytjuð eru á þann hátt. En við erum kannski nær iausninni, ef þess er getið til, að stóru trén hafi verið barkflett og eyði- lögð til þess að rúm yrði fyrir unga álma, sem unnt var að stýfa. Það var einföld aðferð að höggva börkinn af stofninum neðan til, og á það hefur verið bent, að sérstök tegund danskra stelnaxa frá þessu tímabili hafi ver- ið mjög hentugt til sliks. Það þarf því ekki að túlkast svo, að álminum hafi verið útrýmt á mótum steinald- ar eldri og yngri, þótt frjókorn álms frá því tímabili finnjst ekki, heldur getur honum hafa verið haldið niðri með stýfingu og komið í veg fyrir, að hann bæri fræ, er nokkru næmi. Greinar álmsins þurfa að fá að vaxa í friði í sjö eð'a átta ár til þess að bera fræ. Það styrkir þessa getgátu, að sums staðar kemur álmurinn til sögunnar á ný, þegar tekið er að svíða skógana og ryðja í þeim akra. Sumir vilja einnig halda því fram, að'-berg- fléttu og mistilteini hafi verið safnað til fóðurs, enda er slíks getið í Grikk- landi fyrir rúmum tvö þúsund árum. í öðru lagi hefur verið sótzt eftir mis- tilteini til lækninga, enda taldi Hippo- krates hann gott læknislyf og efna- fræðilegar rannsóknir hafa sannað, að' í honum er efni, sem hefur áhrif á æðarnar. Og enn í dag er bergflétta notuð til fóðurs á Ítalíu. Norður hér, þar sem gróður missir lit sinn á vetr- um, hafa þessar grænu sníkjuplönt- ur, áreiðanlega freistað margra, þeg- ar skerðast tók um fóð'ur handa geit- inni eða kúnni. Arííur og sigð. Hér hefur aðeins verið fjallað um elztu stig jarðyrkju. En frjókorna- greiningin hefur ekki aðeins komið' að haldi, þegar eftir því var leitað, hvenær jarðyrkjan hófst, heldur má af henni ráða nokkuð um það, hvern- ig hin nýja bændamenning þróaðist. Og eftir því sem lengra líð'ur fram er jafnframt við æ fleiri fornleifafundi að styðjast — alls konar verkfæri, sem segja sína sögu um störf og verkkunnáttu hinna norrænu bænda. Margt steinaxa þeirra, sem fund- izt hafa, hefur sýnilega fremur ver- ið vinnutæki en vopn, en það, sem fyrst og fremst beinir þó huganum að jarðyrkju, eru hálfmánalaga stein- flísar. Það er raunar ekki unnt að segja með fullri vissu, til hvers þess- ar flísar hafa verið notaðar, en sé þeim komið fyrir á tréskafti, eru fengnar nothæfar sigðir. Og það er mjög sennilegt, að með slíkum áhöld- Framhald á 93. síðu. Arður frá Valdres, notaður til skamms tíma. 1 I M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.