Tíminn Sunnudagsblað - 27.01.1963, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 27.01.1963, Blaðsíða 10
Hesturinn, sem Sigurður situr á, heitir Völsungur. Hann er ekki úr fjölskyldu Glettu, en fæddur og uppalinn hjá Sigurði. En annars eru hrossin frá vlnstri: Glettingur (sonur Litlu-Glettu), Hrollur, Litla-Gletta, Gletta og Gula-Gletta. (Ljósmynd: TÍMINN—RE). — Jú, og hún hækkaði fljótl » verði. Það var sett á hana 4000 krónur, sem var hátt verð þá. En þegar menn fóru að reyna hana. feitgu þeir lítið út nema einhverja takmarkaða ferð aftur á bak. Seinna hitti ég Valgerði. — Geturðu ekki selt þá gráu fyrir mig? spurði hún Ekki fyrir þetta verð, sagði ég, er ég skal kaupa hana fyrir 2000 krón ur í þvi ástandi, sem hún er. Val gerður sló til, og aldrei þessu van: átti ég þúsundkall á mér og fesli hana. Eg man ekki, hvort ég var 10 eða 12. eigandinn að henni, þót.t hún væri ekkt nema 7 vetra gömul. Hún hafði víða flækzt vegna þessara tíðu eigendaskipta; vestur í Dali, austur á Selfoss, suður í Hafnarfjörð og að Seljabrekku í Mosfellssvéit þar sem ég sá hana fyrst. — Hvenær fór svo að kveða vcru lega að henni á skeiðvellinum? — Það var, þegar Geiri í Gufu- nesi hélt sínar frægu kðPPreiðar 1948 og hafði 5000 króna fyrstu verð laun, en skilyrði fyrir að fá þau var, að hesturinn hlypi á meftíma. Randver hafði nefnilega ekki verið aðgerðarlaus: Hann hafði týverið slegið 19 ára gamalt met, 24,2, og hlaupið á 23,9. Þessar kappreiðar voru laugardaginn fyrir hvítasunnu, en annan í hvílasunnu áttu að vera kappreiðar á skeiðVellinum við Ell- iðaár. Nú var auglýst, að Ra.ndver tæki ekki þátt í Gufuneskappreiðun- um, svo að Gletta varð að hlaupa keppnislaust. En þrátt fyrir það setti hún met, hljóp fyrri sprettinn a 23,7 og síðari á 23,5. — En nú var eftir að sjá, hvernig færi á milli hennar og Randvers á hvítasunnukapp ■eiðunum. — Varstu spenntur? — Blessaður, ég var næstuin pvi neðvitundarlaus af spennmgi. — Hún sýndi, að árangurinn í Gufu nesi var engin tilviljun og hljóp fyrri sprettinn á 23,5. Þrátt fyrjr þennan afbragðstíma, freistaði ég þess að láta hana gera meira, og síð ari sprettinn hljóp hún á 22,6 sek, og það met stendur enn. — Að vísu hljóp hún etnu sinni seinna á 21 déttri, en þá stökk hún yfir mark línuna og var dæmd úr leik. Hún hljóp oft upp. — Já, það hefur nú verið hennat góða hlið, að maður átti hana aldr ei vísa. Þess vegna var spenningur- inn alltaf jafnmikill. Það var aldrei hægt að láta hana fara á fullu. Maður varð alltaf að halda í við hana. En mér var eiginlega nokkuð saina, þótt hún hlypi upp, því hún var allt- af fyrst. Eg reyndi hana síðast, þeg- ar hún var 23 vetra, og hún vann þá með miklum yfirburðunt, bæði Fákskappreiðarnar og fjórðungsmót ið í Borgarfirði. Hún er nú 25 vetra, en er talin 24 vetra í skrám. Það er eðlilegt, að hross, sem haía geng- ið mikið kaupum og sölum, yngist upp um svo sem einn vetur. En það er merkilegt, hvað hún endist: Hún hefur engan feil í fótum, brjóstið er sterkt og tennurnar góðar, — hvcr hestur væri fullsæmdur af slíku, þótt hann væri 10 árum yngri. Og einkennilegt er, að þótt hún sé þetta gömul, leikur hún sér enn þá eins og unglingur, síðast í morgun hopp- aði hún eins og kiðlingur o:í tók sprettinn um allt tún. — Við höfum haft mikið saman að sælda um dag- ana, og ég veit varla, hvort hún hef- ur tamið mig eða ég hana. Líba heit- in, mágkona mín, orti einu sinni þessa vísu um okkur Glettu: Heill á bak og heiman að, heill á spretti stafar. Beri þig Gletta beint í hlað báðum megin grafar. Eg þyrði vel að leggja upp á henni i þá ferð. — Afkvæmin hafa líka erft skeið- náttúruna. — Já, Hrollur hefur það úr gömlu konunni að þola ekki nokkuui hest á undan sér, en Litlu-Glettu ef al- veg sama. Hún er svo gæflynd og þægileg, að bæði börn og gamalmenni geta setið hana. Eg kalla hana allt- af magarínstykkið, af því að hún er svo þýð, en Líba heitin kallaði hana gullhrossið og stóð á því fastara en 82 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.