Tíminn Sunnudagsblað - 27.01.1963, Page 19

Tíminn Sunnudagsblað - 27.01.1963, Page 19
FRIÐRIK ÁG. HJÖRLEIF SSON: FYRSTU FERÐA- LÖGIN MÍN i. Eg var ekki hár í loftinu, þegar sú hugsun gerði vart við sig hjá mér, að gaman væri að fara til næstu bæja, enda stutt að fara, til dæmis að Rofabæ, Strönd eða að Söndum, en þar var slæmur farartálmi á milli, þar sem var Kúðafljót, þegar það var ekki ísilagt. Það var því ekki lítil tilhlökkunin, þegar ég og Mar- grét, systir mín, komumst að því, að nú ættum við að fara austur að Rofabæ næsta dag, ég tæpra fjögra ára og hún tæpra þriggja. Svo rann upp þessi mikli dagur. Ekki dugði minna en tvær konur til þess að fara með okkur, móðir okk- ar, Ragnhildur Guðmundsdóttir, og Veiga. Eg held hún hafi heitið Sól- veig. Þær urðu að bera okkur yfir dýpstu keldurnar og jafnvel mikið af leiðinni. Á Rofabæ bjó þá Ingimundur Ei- ríksson hreppstjóri, stórvel gefinn maður og höfðingi í sjón og reynd. Eg- skal geta þess, að meðan Guðlaug ur Guðmundsson var sýslumaður Skaftfellinga og þingmaður í vestur sýslunni, þá setti hann Ingimund til þess að gegna sýslumannsstörfum í fjarveru sinni. Það sýnir, hvaða álit hann hefur haft á Ingimundi. Var haft eftir Guðlaugi, að hann hafi sagt um skjöl og skýrslur frá Ingi- rnundi: „Þetta er frá Ingimundi á Rofabæ, þá þarf ég ekki að líta á það.“ Eg kemst ekki hjá því að geta þessa, fyrst ég minntist á Ingimund hreppstjóra. Þegar við komum að Rofabæ, feng um við bæði mjólk og kökur og kon urnar kaffi. Margt þurfti að skoða, barnsaugun eru stundum nokkuð glögg, þótt ekki sé aldurinn hár. Svo fór mamma að að bretta upp skyrtuermarnar á báðum hand- leggjunum á mér og eins sé ég, að Sólveig gerði á Möggu. Þetta þótti mér dálítið skritið, það þurfti að vísu oft að bretta upp ermar á börn- um í þá daga, en að það væri gert á öðrum bæjum, var víst ekki vana- legt. Þarna hlaut eitthvað að liggja á bak við, enda kom að því. Ingimundur færír sig nær okkur mömmu. Eg sé að hann er með með- alaglas í vinstri hendi, en lítinn og nettan hnlf í hinni hægri. Þessir hnífar voru notaðir til þess að skera með fjaðrapenna, sem mikið voru notaðir þá, og voru almennt kallað- ir pennahnífar. Mig minnir, að hrafnsfjaðrir hafi þótt beztar í penna, áftafjaðrir komu víst ekki til greina: Þessi penni þóknast mér, því hann er úr hrafni. Hann hefur skorið geiragrér, Gunnlaugur að nafni. Álftafjöður er ekki góð í penna. Hún er lin og lætur til, lesti hennar ég segja vil. Þetta var nú smáúlúrdúr, og þá komum við aftur að athöfnum Ingi- mundar. Eg sá ekki betur en að hann ætlaði að reka hnífinn í handlegg- inn á mér. Það var víst ekki fagur söngur, öskrið, sem ég rak upp. Ingi- mundur gerði skinnsprettur á báða handleggi á mér, þrjár í hvorn, lét hann svo leka nokkra dropa í þær. Síðan lagði hann líknarbelg yfir og batt um. Þessar umbúðir voru svo látnir vera ákveðinn dagafjölda, áður en þær voru teknar. Eins fór hann með Möggu. Hvort hennar rödd steig eins hátt man ég ekki, máski henni hafi ofboðið að heyra til mín og hafi svo reynt að bera sig betur. Það sér enn fyrir fimm af sex skinnsprettunum á mér. Ingimundur var fljótur að hugga okkur, og ég er viss um, að Ragn- hildur, kona hans, hefur gefið okk- ur kökubita f lófana á eftir, þótt ég muni það ekki fyrir vist, — hún gaf þá svo marga, sú góða kona. Ekkert vorum við hrædd við Ingimund eft- ir þetta, þótt við sæjum hann vera að laga pennann sinn með litla hnífn um, enda var hann barngóður mað- ur. En ég á enn þá kúabólusetningar- attestið, sem Ingimundur á Rofabæ útfyllti handa mér þann 10. júlí 1894. Það er gaman að eiga rithönd- ina hans, ekki sízt fyrir það, að hún er skrifuð með fjaðrapenna: Píkan ung sé penna vönd, piltarnir hann skera, láttu ætíð létta hönd á lofti fá að vera. II. Mér er líka í minni fyrsta kirkju- ferðin mín. Það mun hafa verið 1896 eða 1897. Mikið var biðin löng eftir þeim degi, þegar ég átti að fara þessa fyrstu kirkjuferð. Loks- Fnfírik Ágúst Hiörleifsson. ins rann nann þó upp. Þetia var að- fangadagur jóla, þá átti að vera kvöldsöngur í Langholtskirkju. Þar var þá prestur séra Gísli Jónsson, seinna á Mosfelli í Grímsnesi. Tveir fylgdarmenn voru með mér, minna þótti víst ekki forsvaranlegt, ef til viU yrði strákurinn eitthvað bald- inn. Fylgdarmennirnir voru Pétur Hansson frá Sandaseli og Bjargmund ur Sveinsson frá Rofabæ, báðir frísk- leikamenn. Þá bjó á Skurðbæ, sá bær var skammt frá kirkjunni, Mar- grét Jónsdóttir, amma mín, og Sig- urlaug, dóttir hennar. Þangað var sjálfsagt að fara fyrst og vita, hvað vel hún byggi með jólamat. Hún var enginn eftirbátur með það að hafa góðan jólamat — hangikjöt, hveiti- kökur, rúsínugraut, kaffi og lumm- ur. Og ekki stóð á veitingunum. Nú blasti kirkjan við uppljómuð með kertaljósum, og skyldi nú hald- ið áfram. „Skurðurinn* var ísilagður, svo að við gátum farið beint. En nú var það tvennt, sem togaðist á í litla barnskollinum Eg hafði séð tvö leikföng hjá gömlu konunni: Átti ég að halda áfram eða ekki. End irinn varð sá, að ég fór ekki lengra. Hvaða Ieikföng voru nú þerta, sem heilluðu mig svo, að ég mat þau meira en kirkjuna? Sá, sem les þetta, verður að athuga, að ég var aðeins sex ða sjö ára gamall. — Leikföngin hennar ömmu voru tveir litlir, mórauðir hvolpar, kátir og góðir félagar litlum börnum. Eg undi mér vel hjá þeim. Svo kunnu þær mæðgur nógar sögur til þess að segja mér. Það var til dæmis stór T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 91

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.