Tíminn Sunnudagsblað - 27.01.1963, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 27.01.1963, Blaðsíða 14
* HýSi frjókorna af nokkrum algengum trjátegundum, stækkuð fimm hundruS sinnum. Efst: Greni. Næstefst: Fura. Næstneðst: Björk, ölur, hesliviður og álmur. Neðst: Lind og eik. fara megj mun lengra aftur í tím- ann. Þag hefur til dæmis komið í Ijós við uppgröft þann á rústum Jerí- kóborgar, er nú fer fram, að á þeim slóðum hafa menn ræktað jörðina og átt búpening fyrir níu þúsund ár- um að minnsta kosti. Ræktunarmenningin barst frá Egyptalancti til Suður-Evrópu, Krít- ar, Grikklands og Ítalíu, og loks rann upp sú stund, að bóla tók á henni á Norðurlöndum. Það er eitt af mikilvægustu verkefnum fornfræð innar að leiða í ljós, hvaða breyting- ar þessj nýja kunnátta hafði í för með sér. Þar hefur náttúrufræðin einnig komið til skjalanna á seinni árum og stuðzt fyrst og fremst við frjókornagreiningu. Það er einkum danskj vísindamaðurinn Jóhannes iversen, sem sýnt hefur fram á, hvernig nota má hana til þess að varpa Ijósi yfir upphaf jarðyrkju- sögunnar. Þær breytingar á gróðurfari, er áttu sér stað fyrstu árþúsundin eftir ísöld, áttu rót sína að rekja til veður farsbreytinguna og hæfileika jurta og trjáa til þess að breiðast út og halda veili. En Iversen hefur sýnt fram á, að síðar áttu sér stað gróður- farsbreytingar, sem varla verða skýrð ar á þann hátí. Þar á meðal er und- anhald álmsin? fyrir um það bil fimm þúsund árum, þegar lindin, sem ekki þarfnast síður hlýrrar veðráttu, hélt velli. Og nú skulum við halda til Danmerkur í fótspor Jóhannesar Iversens. Akur ruddur a<J hætti steinaldarmanna. Á hlýindaskeiðinu var Danmörk þakin þéttum, ósnortnum skógi, þar sem víða var næsta örðugt að hefja frumstæða jarðyrkju. Samt gat veldi skógarins ekki stöðvað manninn á þróunarbrautinni. Jarðyrkjufólk, sem kiom að sunnan, tók að ryðja akur- bletti handa sér. Viðarkol og mikil fjölgun jurta, sem dafna vel eftir skógarbruna, benda ótvírætt til þess, hvaða aðferð þetta jarðyrkjufólk beitti: Það sveið landið. Nú vill svo til, ag þessari aðferð er enn beitt sums staðar til dæmis í Finnlandi, svo að ekki er erfitt að gera sér í hugar- lund, hver aðferðin hefur verið. Og ti'l þess að sanna, að þetta væri mönnum ekkj ofvaxið, þótt þeir hefðu aðeins steinaldarverkfæri í höndum, völdu danskir vísindamenn sér blett í. lítt snortnum skógi, fengu að láni steinaxir úr þjóðminjasafn- inu danska og tóku til starfa. í þessum öxum var ekkert auga fyrir skaft, en af axarskafti frá for- sögulegum tíma, er fannst í feni í Danmörku, var auðvelt að ráða í það, hvernig skefta skyldi þessar auga- lausu axir. Þær voru nefnilega festar í auga á skaftinu sjálfu. Ekki gekk samt allt eins og í sögu, þótt þessi gáta værj auðráðin. Vanir skógar- höggsmenn voru fengnir til þess að fella trén. En þeir höfðu ekki lengi verið að verki, þegar þeir voru bún- ir að brjóta margar fallegar axir frá þjóðminjasafninu. Hin þungu högg, sem fylgt var eftir með miklu afli og þunga líkamans, voru steinöxun- um ofraun. Loks tóku fornleifafræðingar sjálf ir við öxunum, og það leið ekki á löngu, áður en þeir höfðu komizt að raun um, hvernig þeim skyldi beitt. Með stuttum, snöggum liögg- um tókst þeim að fella tré á hálfri klukkustund, þótt stofninn værimeira en fet að þvermáli. Trén, sem þeir felldu, voru síðan látin liggja til næsta árs, en þá voru þau dregin í köst og kveikt í þeim. Logandi stofn- unum var síðan velt fram og aftur með stjökum, unz jörðin var öll svið in. Loks var byggi og frumstæðri hveititegund sáð í volga öskuna. Menn ráku upp stór augu, þegar bygg, sem sáð var með þessum hætti í óplægða jörð, var orðin háif mannhæð að sex vikum liðnum og óx miklu hraðar en bygg á akri, sem ekki hafði verið sviðinn. Með þvílíkum aðferðum hefur land verið rutt og numið á Norðurlönd- um á steinöld hinni síðari. En það fólk, sem þar var að verki, hefur trúlega ebki kunnað að nota húsdýra áburð til þess að frjóvga jörðina, og þess vegna hefur það að fáum áruni liðnum orðið að ryðja nýjan blett, frjóan og ósnortinn. Þannig hefur verið haldið áfram, koll af kolli, og þegar árin liðu, óx á ný skógur á akurreinunum, sem hætt var að sá í. Skógarnir hafa dunað af axarhögg- um og reykur við reyk stigið til lof'ts. 86 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.