Tíminn Sunnudagsblað - 27.01.1963, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 27.01.1963, Blaðsíða 12
Steinaxir frá Raumaríki, án auga fyri skaft. Augað var á sköftunum. Mec þessum öxum er unnt að fella gild tré 10000 ár letruð Á síðari hluta nítjándu aldar upp- götvaði norskur náttúruvísindamað- ir, Guðbrandur Axel Blytt, að merka sögu máttj lesa úr jarðvegslögum í mýrum. Jurtaleifar bær, sem þar var að finna, voru iykili að leyndardóm Lim gróðurfars og veðurlags fyrir mörgum árþúsundum. Um miðbik síð- arj hluta aldarinnar var þar komið rannsóknum hans, að hamn taldi sig geta sýnt fram á, hvernig mólög og lög, sem mynduð voru af leifum skóg viðar, skiptust á í Noregi, og af því !ró hann þá ályktun, að yfir landið hefðu gengið bæði úrkomusöm tíma- bil, er mýramar flutu í vatni, og þurrviðrasöm tímabil, er ollu því, að skógurinn gat lagt hið gamla votlendi undir sig. Taldi hann sig komast að raun um sex tímabil, er þannig skipt ust á. Samkvæmt þessurn niðurstöð- im sínum reyndi hann síðan að gera scr grein fyrir landvinningasögo rróðrarins í Noregi. Þessi mikli og hugkvæmi vísinda naður vann merkilegt brautryðjenda jtarf, þótt margt í kenningum hans iafi' þurft endurskoðunar við. Jarð- vegsrannsóknir hans mörkuðu þann /eg, sem síðan hefur verið farinn og veitt hefur meiri þekkingu á nátt úrusögunni en nokkurn dreymdi um á dögum Blytts. Með þeim rannsókn- um hefur eigi aðeins verið aflað þekkingar um gróður og veðurfar. heldur hafa þær einnig varpað Ijósi yfir það, hvernig land reis úr sæ, þegar ísöld iinnti. Blytt veitti þvi athygli við rannsóknir sínar, að öll lögin voru aðeins finnanleg í rnýr- um, sem voru í allmikilli hæð yfir -jó. Þeim fækkar, þegar neðar dreg- ur, og af þessu ályktaði hann í megin atriðum, hvernig land reis, þegar ís farginu letti af því. Kenningum Blylts var veitt mikil ithygli, þótt sums staðar stæðu um þær harðar deilur. Fjöldi náttúru- fræðinga hélt í fótspor hans út um mýrar og merkur með nesti og nýja skó, þegar fram liðu stundir. Það var þó fyrst eftir þing náttúrufræð inga í Osló árið 1916, að það fræ- korn, sem Blytt sáði, tók að bera rikulegan ávöxt. Þar gerði Svíinn Hálfmánalaga steinflís, fest á skaft. Þannig hafa elztu sigðirn ar að líkindum verið. Lennart von Post heyrinkunna þá kenningu sína, að frjókornagreiningu mætti nota sem vísindalega rannsókn araðferð til þess að ráða margvísleg- ar gátur. Gróðurinn skráir sögu sína. Náttúran sóar á báða bóga. En aldrei er hún jafnósínk og þegar hún er að tryggja viðhald lífsins. Jurtirn ar strá um sig frjódufti sumar hvert, en aðeins örlítill hluti þess hafnar þar, sem því er ætlað — í frævu kvenblómsins. Ókjörin öll, óteljandi stórlestir falla til jarðar eða berast út í vötn og höf. Og hér er það, sem við getum haidið áfram hinni undraverðu sögu okkar. í ritningunni segir: „Kasta þú brauði þínu í vatnið, og þú munt finna það aftur“. Frjókorn þau, sem lenda í þurrum jarðvegi, eyðileggjast fljótt. En lendi þau í mýrum og fenj um eða í tjörnum, þar sem þau sökkva til botns með öðru sæti, geta þau varðveitzt þúsundir ára. Með þeim hætti er sem gróðurinn skrifi lífssögu sina ár hvert. Það er eins og segir í biblíunni um brauðið: Það, sem á vatnið er kastað, finnst aftur. Þar sem rakj kemst að frjókornun- um, geymast þau von úr viti. Þau missa að sönnu frjómátt sinn, því að eggjahvíta kynfrumanna leysist upp. En hinn harði skurn, sem umlykur frjóið, geymist þeim mun betur, ef loft tærir hann ekki. Jafnframt því, sem frjó fýkur sífellt yfir landið, hleðst jarðvegur í mýrarnar og leir- botn tjarnanna hækkar. Og gögnin um gróðursöguna safnast fyrir í gróð urleifum og seti og bíða þess, að maðurinn komi til sögunnar með snilli sína, ljúki upp búri leyndar- dómanna og lesi það, sem þar er skráð. Þessu er svo varið, að frjó- kornin eru ekki aðeins varanleg, held ur er stærð þeirra og lögun svo hátt að, að í góðri smásjá má glöggt þekkja, hvaða trjátegundir, runnar eða jurtir hafa fellt þau, enda þótt þau hafi legið þúsundir ára í mó eða seti. Þannig skráir náttúran sjáif sögu sína, og það er hlutverk nátt- úrufræðinganna að ráða rúnir henn- ar. Gagnanna afla þeir með borum, sem rennt er marga metra niður í mýrar og tjarnir og koma aftur upp með samhangandi sýnishorn, er veita yfirsýn yfir óralangar aldir. Með DANSKIR FORNFRÆÐINGAR RYÐJA OG RÆKTA 8-* 1 I iVl I i\ \ SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.