Tíminn Sunnudagsblað - 27.01.1963, Blaðsíða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 27.01.1963, Blaðsíða 17
LENNART NILSEN-SOMRE: JÚNÍKVÖLD Það var Jaugardagur í júní, Tommi stóð fyrir framan spegilinn og snyrti sig. Klukkan var að verða tvö, og í sólskininu fyrir utan hliðið stóð rauð ur, gljáandi sportbíll, stórkostlegur farkostur. Það var bezt, að hann hefði hraðan á, áður en einhver kæmi heim og sæi hann. Það, sem augað ekki sér ... Samt sem áður gat hann ekki slit- ið sig frá spegilmyndinni. Það, sem hann sá, glæddi vonir hans um það, er bjartur og dýrlegur vordagurinn bæri í skauti sér honum til handa: Dökkt hár, sem var stuttklippt, breitt, glaðlegt andlit, sólbrennt hörund án skeggbrodda, skýr, gráblá augu með brúnum yrjum, spékoppar í kinnum, einkum þeirri hægri. Hann brosti alltaf út í hægra munnvikið. Snot- urt andlit, ágætur skrokkur — það var allt nokkuð. Og þegar maður var svo á glæsilegum sportbíl í ofaná lag . . . En var Gunnhildur rétta stúlkan? Hann sneri baki við speglinum og tók leðurjakkann: Það var iíklega bezt að fara í hann í dag, þegar mað- ur hafði bíl, sem púður var í. Hann skyldi sannarlega fá vindinn til að hvína í eyrum þeirra. Gunnhildur kærði sig raunar ekkert um það, en það var eins gott að sýna henni, hversu villtur og vitlaus hann væri, kannski gat það hjálpað. Hann renndi upp rennilásnum og gekk út í sólskinið. Það var verst við Gunnhiidi, að hún var allt of góð og lét ótvírætt í ljós, að hún hreifst ekkert af látum hans og kúnstum. Þegar blíðusvipur kom á andlit hennar, var það ekki vegna spékoppanna eða vegna þess að hann var huggulegur gæi, heldur af því að henni féll vel við hann. Það var eins og að fá rétt upp í hendurnar eitthvað, sem maður gat ekki haldið á. — Og maður græddi ekkert á því, sagði hann við sjálfan sig, saman- bitnum vörum. Hann varð að setja ofan í við hana, hann gat ekki tekið á móti allri þessari blíðu . . . Hann hugsaði aftur með sér, að það væri happ, að enginn var kominn heim enn þá. En jafnskjótt og hann sett- ist undir stýri, fannst honum hann vera maður með mönnum: Fjandinn sjálfur, hvílíkur bíll! ★ Klukkan í dagstofunni sló tvö högg. Hún stóð fyrir framan spegii- inn og hallaði eilitið höfði. Þetta var dýrlegur dagur, og nú gat hann kom- ið á hverri stundu og . . . Nei, þetta var of mikill varalitur. Svona já, það var bezt að halla sér að sinni eigin manngerð . . . Hún horfðist í augu við sjálfa sig! Þér líkar afskaplega vel við hann, er það ekki? Myndin í speglinum óskýrðist, og hún greip burstann og burstaði hárið. Hann hafði svo þunglyndisleg augu. Og hann var svo óánægjulegur á svipinn . . . Hann brosti oft, en það var ein- hvern veginn eins og brosið næði aldrei til augnanna. Það var aðeins í fyrsta sinn, sem þau sáust, einn regnvotan dag fyrir.rúmu ári — þá hafði komið bros í augu hans, eins og hann hefði beðið lengi eftir henni. Birgitta hafði verið reið yfir því, að hann ruddist inn. Hún var ekki bein- línis hreykin af bróður sínum. En hann hafði ekki skeytt um súran svip hennar . . . Eða ímyndaði hún sér þetta? Hana langaði oft til þess að sjá þetta bros koma aftur. Stundum skammaðist hún sín, fannst hún vera að njósna. Varð hann þess var? Hið skælda bros hans leyndi mörgu fleira en það sýndi . . . hann þóttist vera ófyrirleitinn og kærulaus . . . Hún sneri baki við speglinum og .^ekk út í sólskinið. Hún deplaði augum móti skæru sólarljósinu. Fann hann, að hún beið hans í ofvæni? Drengjum gazt ekki að slíku, var sagt. En hún gat ekki að því gert, hún gat ekki þótzt vera hrokafull og kærulaus eins og hinar stelpurnar ... Hann vissi, að hann var myndar- legur og naut þess eins og þægilegs baðs. Hvar sem hann kom, sneru stúlkurnar sér við á eftir honum. Hamt hafði fengið „lánaða“ bíla og lent í klandri fyrir það — en það var bara spennandi. Hann þurfti varla að líta á þær, þá komu þær hlaupandi. En hún trúði ekki, að nein þeirra hefði séð brosið, sem henni hlotnaðist einu sinni. ★ Vegurinn var holóttur og bugðótt- ur. Hún hafði stungið upp á að fara þessa leið. Sjálfur valdi hann alltaf beina vegi, þar sem hann gat spýtt í. Óþolinmæðin sauð í honum. En það var fjári laglegt hérna, grænt og ilmandi . . . „Við getum kannski skilið bílinn eftir og labbað," sagði hann þurr- lega. „Ó, .iá! Eitthvað stutt.“ Hvers vegna hafði hann gengið i gildruna? Hann hafði fengið þenn- an dýrlega farkost „að láni“ í fyrir- tækinu og átti á hættu skrambans uppsteit, ef Jónas uppgötvaði það og nú snigluðust þau rétt áfram. Hann lagði bílnum í skugga eik artrés og leit hljóðlega í kringum sig. „Jæja þá“ En það hamiaði ekki gegn þeirri undrun, sem gagntók hann. Hver skrattinn sjálfur, hugs- aði hann og stakk þumalputtunum í buxnavasana. Hvern hefði grunað það . . . Augu Gunnhildar ijómuðu. „Finnst þér ekki dásamlegt hérna! Þegar ég var skáti . . . “ Hún benti í átt að aömlum kastalarústum. „Komdu!“ Gunnhildur gekk létt og fjaður- .nagnað á undan honum. Bjánalegt, nugsaði hann, en var feginn, að hún leit ekki um öxl. Hann gekk blístr- andi í gegnum hátt grasið. Hvað hefðu þau nú verið komin langt úti á þjóðveginn? Tvö hundruð kíló- metra hraði var leikur fyrir þennan bíl. Hún hefði orðið vitlaus af hræðslu, það mátti bóka. Hélt hún, að sér yrði eitthvað á- gengt með þessu? Auðvitað var hún sannfærð um, að hann væri dug- legur og góður. Anza kornið! Þessi vitlausa stelpa . En indæl var hún, svo indæl, að hann hrökk við í fyrsta skipti, sem liann sá hana. Hin dyggðuga systir hans, Birgitta, hafði verið fýlan uppmáluð: Þessi elskulega vinkona var ekki stúlka af hans sauðahúsi. Og það var kannski rétt hjá henni . . . Hann vildi bara fá að stjórna sér sjálfur . . . Hún settist niður. Hann hugsaði með sér, að nú gæti verið gott að fá sér sígarettu og settist við hlið hennar. Hann var einkennilega þurr í hálsinum. Hann þekkti stelpur . . . Honum leið illa. Ef þau hefðu bara setið í bílnum þá . . . . þá hefði hann sýnt henni sitt af hverju. Þetta hafði verið erfið vika á verk- stæðinu, og sólskinið og suðið í flugunum var svæfandi. Hann lagðist á bakið í mjúkt grasið og gaut aug- unum til hennar. Vangamynd henn- ar bar við bláan himininn, varirnar hálfopnar, eins og þær brostu. Hún var fögur á annan hátt en allar hin- ar, hennar fegurð kom innan frá . . . Þegar þau skildu á kvöldin, langaði hann stundum til að gera eitthvað voðalegt. Eða þá stela bíl og aka af stað og stíga benzínið í botn. Það þýddi ekkert. Hann var ómögulegur Þú ert nákvæmlega eins og pabbi þinn, hafði hann alltaf heyrt. Dekurdreng- T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 89

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.