Tíminn Sunnudagsblað - 24.03.1963, Blaðsíða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 24.03.1963, Blaðsíða 2
imiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiimimiiimiiiiimiiiiiimmimimiimiimiimmmiijiiiimiiiimmimmmimiiimiiiiiiiiiiimmim MAÐUR lá og baróisr við dauð- aan. Hjúkrunarkonurnar stóðu við rúm hans án þess að geta hjálp- að honum, og læknirinn tók þög- ull saman tæki sín, Jjristi höfuð- ið. Hér var ekkert að gera. Hinn deyjandi var órólegur, — svitnaði mikið og fálmaði frá sér með höndunum, tók andköf — og í þögninni, sem varð, mátti heyra hjartað slá þungt og títt inni í honum, líkt og hamarshögg. Högg- in heyrðust um alla stofuna og það mátti sjá æðaslögin utan á sjúklingnum, þau hriscu allan lík- amann, líkt og vélbátur, þar sem ailt nötraði í takt við stimpilslög vélarinnar. Loks kom að því, — sjúklingur- inn gapti með mJklum kvölum, hjartað þrýstist upp gegnum háls- ijirt og hoppaði út úr munninum — og í sama bili féll sjúklingur- inn saman, brosti með brostnum augum, fékk loks fróun. En hjart- að stökk úr rúminu niður á gólfið. Hjúkrunarkonurnar 'hlupu hver um aðra þvera til þess að hand- sama það, læknirinn glefsaði eftír því með töng. En hjartas var of liíandi. Það hoppaði uin og þau gátu ekki náð þvi, og loks tók það undir sig stökk og hoppaði út JÓHANNES V. JENSEN: 1 HJARTAÐ I um opinn gluggann riður á göt- una. Þar var sporvagninn, sem kom r.ð í sömu mund, næm búinn að aka yfir það og kremja það. Far- þegarnir teygðu úr hálsunum til þess að sjá slysið, en sporvagninn hélt áfram, og þeir fengu ekki að sjá meira en hjarta, sem nærri hafði verig ekið yfir. Hjartað hoppaði áfram yfir tein ana og var varla komið á gang- stéttina, þegar það varð fyrir ár- ás hunds, sem kom bjóíartdi með öll hárin á hryggnum reist og kjötlöngun lýsandi úr augunum — en annar hundur kom þar að í sömu andrá og beit þann fyrri í hálsinn, og meðan þeir áttust við, hoppaði hjartað yfir jarngirðingu, sem líktist spjótaröð, irn í garð. Þar voru nokkur born að leika sér í sandhrúgu. Þau skræktu upp, þegar þau sáu hjartað og slógu til þess með litlu sandspöðunum sínúm, en hjartað boppaði fram hjá þeim og kastaði sér beint út í litla tjörn, sem var i. garðinum. Það synti fimlega, hélt bara áfram að slá, sogaði vatn inn öðrum meg in og þrýsti því út hiuum megin, þannig komst það áfram og hvarf fijótlega undir yfirborðið. Niðri í tjörninni syntu karíarn- ir letilega. Þeir komu og ýttu við hiartanum með trýninu. skældu munninn og ætluðu að éta það, en það var of stórt. Hjartað þrýsti sér alveg niður á botninn i tjörn- inni. Þar lá það, þar til komin var nótt. Ef einhverjir hefðu veitt því athygli, hefðu þeir séð, hve óróleg t.jömin í garðinum var þessa nótt. Allur vatnsspegillinn hófst og hneig eins og allt vamig ætlaði að skvettast út úr tjörmnni, hneig HJARTAÐ HOPPAÐI OG HOPPAÐI OG KOMST AÐ LOKUM TIL KAFNARIHNAR, STEYPTI SÉR FRAM AF HAFNARGARÐINUM NIÐUR í GRÆNAN SJÓINN, ÞAR VARO ÞAÐ STRAX EINS OG HESMA HjA SÉR. og hófst í sífellu. ÞaS var líkt og vatnið hefði andarteppu; það var hjartað, sem lá á botninum og skalf. En þegar vagnarnir voru hættir að aka, og bærinn var svo hljóður sem bær getur orðið, rétt um dag- renningu, vogaði hjartað sér upp úr tjömirtni og aftur út á götu, þar Sem það hoppaði af stað eins hratt og það gat. Rotturnar voru úti á þessum tíma dags, þær skoppuðu á víxl eftir breiðu og auðu malbikinu, eins og hnyklar, og skildu eftir sig vot spor frá einu sorpræsinu til annars. Þær settust, þegar þær komu auga á hjartað, skutu eldingum með tönnunum, sendu skeyti hver til annarrar, en þær höfðu enga von, hjarlað hoppaði allt of hratt. Lítill hópur nátthrafna, stúlka 'og nokkrir rámir karlmenn, sáu nakig hjartað, sem greirúlega sló, flýta sér fram hjá, og þau hlógu, svo að glumdi í götunni, hlátur þeirra var blátt áfraui líkt og brestír frá stórum skruðningi og endurhljómaði í auðum götum hverfanna, svo mjög var þeim skemmt. í hliðargötu heyrðist hljóð, sem minnti á dingui í stórri, svfjaðri klukku; þetta voru stíg- vél lögregluþjónsins, sem skullu á götuhellunum. Og öh húsin gláptu í óendanlegum röðum með myrkum, svörtum rúðum á fjór- um-fimm hæðum. Hjartað hoppaði og hoppaði og komst að lokum til hafnarinnar, stcypti sér fram af hafnargarðin- um niður í nístingsgrænan sjó- irn, og þar varð það strax eins og heima hjá sér. Það synti eins og hvelja, boraði sig niður og út með stórum, voldugum slögum og komst fljótt út í hafdýpið, á leið til heimshafsins. Nótt og dag slær hafið, það er órótt og hreyfist með iðandi hrynj andi, sem sendir hverja bylgjuna af annarri inn til allra landa. Og hafið lætur jörðinni í té hrynjandi sína, og loftið byrjar að titra, langt uppi í himingeimnum heyr- ist sláttur, svo að jafnvel stjöm- urnar titra. Það er hjartað, sem liggur á botni hafsins og slær, og það hættir aldrei, aldrei að slá. ! Í111 j m 111111:11111111 k : 11111111 > i! m 1111 m 11111111! i m 111111: i; 11111111111111111 [ 11111111111111111111111111 i £ 11 m 1111111 i 11111111111! I n i! 1111! 111111111 |T 266 T í M I N N SUNNUDAGSBLAÐ I

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.