Tíminn Sunnudagsblað - 24.03.1963, Blaðsíða 13
Sæluhús
viS
Þeisfa.
reyki.
(Ljósmynd:
Þorsteinn
Jósepsson).
bíta, þar sem haginn er beztur. Næst
er kaffi drukkið, nesti borðað og
nokkrar brauðsneiðar smurðar, sem
vera skulu nesti til dagsins. Þá er-
um við ferðbúnir. En þegar við ætl-
um að taka hestana, finnast þeir
ekki. Við leitum nokkra stund áður
en við verðum þeirra varir og get-
um handsamað þá. Þeir voru komn-
ir nokkurn spöl niður á grundirnar,
niður frá kofanum. Þeir eru skrepp-
ingslegir og frýsa, líkt og óhugur só
í þeim. — í skyndi er lagt á, síðan
stigið á bak og riðið upp með rjúk-
andi leirgrófunum, með Bæjarfjall-
ið á hægri hönd, en það er næsta
fjall við Þeistareyki, eins og nafn-
ið bendir 01. Stigið er af baki í
Bóndhólsskarði og skipulögð leitin,
en Bóndhólsskarð skilur á milli Ket-
ilfjalls og Bæjarfjalls.
Valtýr ög Árni ganga norður um
Bungu, en Bunga er hæsta hæð á
Reykjaheiði, og þaðan austur, og
síðan suður austasta hluta landsins
og allt suður í horn á merki Mý-
vatnssveitar og Þeistareykja. Eg
skyldi aftur á móti ganga suður
austan Bæjarfjalls og suðaustur hjá
Þórunnarfjalli og síðan suður á
merki. Fyrri hluti dagsins leið tíð-
indalaust. Við Brúnn röltum um
auðnina, dauðaþögla og lífvana. Ým-
ist sat ég á baki hans, eða rölti á
undan honum og hélt í tauminn.
Öðru hvoru rufu nokkrar rjúpur
þögnina, og tvívegis mátti sjá geysi-
stórar breiður af snjótittlingum.
Annars ríkti grafarþögn yfir öllu.
Hvergi varð ég kinda var eða slóða
eftir kindur. Það var tekið að stytt-
ast lil rökkurs þegar við Brúnn
komum suður að girðingunni norðan
við Gæsafjöllin; en girðing sú var
gerð á fjárskiptaárunum á mörkum
Aðaldælinga- og Keldhverfingaaf-
réttar að norðan, en Mývetninga-
og Reykdælingaafréttar að sunnan;
og nær frá Skjálfandafljóti að vest-
an og í Jökulsá að austan. Við girð-
inguna hitti ég þá Árna og Valtý;
höfðu eþir meðferðis goltóttan for-
ystusauð og hvíta tvílembda á. Kind-
ur þessar rákum við vestur með
girðingunni um stund, þar til við
komum vestur á móts við Kvíhóla-
fjallahorn, en Kvíhólafjöll er fjalls-
rani, sem gengur alllangt suður úr
Bæjarfjalli. Nú talast svo til á milli
okkar, að Valtýr og Árni fari með
kindur þessar og gangi með sér
jafnframt norður á Þeistareyki, en
ég leiti nokkru lengra vestur og
gangi síðan norður Randir, sem eru
vestan Kvíhólafjalla. Vildi ég gjarna
taka þennan krók á mig, þar sem
mér fannst ég hafa orðið afkastalít-
ill um daginn, því að enga skepn-
una hafði ég fundið. Skilur nú með
okkur. Halda þeir til norðurs, en ég
til vesturs.
Þegar hér var komið, var tekið
aö þyngja í lofti, en kyrrt að kalla.
En það leið þó ekki á löngu, þar
til snjóflygsur tóku að falla úr lofti,
í fyrstu ósköp hægt og meinleysis-
lega, en von bráðar jókst hríðin, og
tók að storma af norðaustri. Eg hélt
þó áfram enn um stund til vesturs,
eins og ekkert væri, enda var hest-
urinn fús í þá átt. Mun hann hafa
búizt við því, að við værum á heim-
leið. En þetta mátti ekki svo til
ganga lengur. Eg tók í taumana,
steig af baki og hugsaði ráð mitt-
Komin var kafaldshríð og stormur-
inn færðist i aukana. Hva^j skyldi nú
gera? Átti ég að ríða niður með allri
girðingu og niður í Geitafell, sem
er næsti bær við afréttina? Auðvit-
að var þag auðveldast o,g bezt og
hesturinn viljugur þá leið. Nei, ekki
skyldi ég gera það. Það var minnk-
un að því. Það var flótti. Svo myndu
þeir Valtýr og Árni óttast um mig,
ef ég kæmi ekki í kofann um kvöld-
ið. Eg steig á bak, sneri hestinum við
og hélt af stað móti veðrinu. Eg
hlaut að ná Kvíhólafjallahorni, og þá
átti ég að vera viss með það að hafa
mig norður með fjöllunum og norð-
ur á Þeistareyki. En Brúnn var óá-
nægður og gerði hvað eftir annað
verkfall; svo að ég varð að lemja
hann áfram til að hafa hann úr spor-
unum; enda herti alltaf veðrið og
fannkoman jókst.
Það var að koma stórhríð. Mér tór
ekki að verða urn sel. En áfram
streittumst við Brúnn, þar til ég
hélzt ekki lengur við á hestinum
fyrir kulda. Eg var illa búinn; hafði
aðeins sumarhúfu á höfði, og yfir-
höfnina hafði ég skilið eftir í kofan-
um um morguninn. Eg teymdi nú
hestinn um hríð og fór eins greitt og
ég framast komst móti veðrinu. Við
það hlýnaði mér. Allt í einu veröur
fyrir mér hæð eða fjallsrani, og
áfram held ég og heldur virðist
hækka undir fæti, síðan lækkar
aftur, og ég kem í einhverja dæld
eða hvilft. Eg hafði stundum heyrt
gangnamenn tala um Kvíhólahvilft,
vestanvert við KvíhólafjöiL Aldrei
haíði ég komið þangað sjálfur. Myndi
ég nú vera staddur þar? Líklega.
Mér létti. Nú hlaut ég að kofnast
norður með fjöllunum og heim í
kofa. En kvosin reyndist mér ör-
lagaþung. Eg komst ekki upp úr
henni, þar sem ég reyndi fyrst, enda
var hesturinn tregur í taumi, því að
skjól var þarna niðri. Eftir nokkurt
þóf komumst við Brúnn þó upp úr
dældinni; en þegar upp var komið,
fannst mér veðrið hafa versnað um
allan helming. Nú var komin grenj-
andi stórhríð. Og það sem verra var,
hún var af hásuðri, að mér fannst.
Eg var orðinn áttavilltur. Og áfram
hélt ég móti veðrinu til suðurs að mér
fannst, í stað norðurs, og lítið eitt
T I M I N N — SUNNUDAUSBLAÐ
277