Tíminn Sunnudagsblað - 24.03.1963, Blaðsíða 15
öllum vonum. Verst var að vinda
sokkana. Fingurnir voru svo loppnir,
að þeir vildu ekki hlýða. Á endanum
tókst það þó, og nú leið mér bet-
ur á fótunum.
Að þessu búnu hallaði ég mér
aftur á bak í dúnmjúkan snjóinn.
Þetta var dásamlega gott. Svo fór ég
að hugsa heim; heim til konunnar og
barnanna og aldraðrar móður. Nú
skildist mér betur en nokkru sinni
fyrr, hve mikið ég átti heima. Gott
var, að þau vissu ekki, hvar ég var
nú staddur. Yfir mig færðist værð
og friður. Eg hætti að greina veð-
urdyninn og hríðina; síðan hvarf
mér allt.
Skyndilega heyrðist mér kailað
naínið mitt. Eg stökk á fætur. Voru
nú komnir menn að leita mín? Eg
varð allur að eyrum og hlustaði og
hlustaði. Nei, það var enginn að
kalla. Það heyrðist ekkert nema veð-
urdynurinn uppi í hæðunum í kring.
Líklega hefur mér sigið í brjóst ein-
hverja stund. Mér var kalt. Eg skalf
allur og nötrandi. Þarna gat ég ekki
verið lengur.
Svo fór ég að fikra mig upp urðar-
brekkuna; við það færðist líf í dofna
fæturna-, og mér hlýnaði. Þegar
upp kom, sá ég mér til mikillar gleði
að veðrinu hafði slotað og hríðin
minnkað, og öðru hvoru sást til
tunglsins í gegnum skýjaglufur. Eg
fór að ganga um og reyna að glöggva
mig á þvi, hvar ég væri staddur.
Allt í einu gekk ég fram á gjávegg
og fyrir framan mig greindi ég eitt-
hvert kolsvart hyldýpi. Þetta virtist
vera gjá eða niðurfall, með þver-
hníptum hamraveggjum; ég hörfaði
afturábak, svo tók ég stein og kast-
aði í djúpið. Eftir drykklanga stund
greindi ég hljóðið frá steininum, þeg
ar hann nam við botninn. Þetta var
þá ekki alveg botnlaust. Nú varð mér
ljóst, hvar ég var staddur. Eg hafði
oft heyrt gangnamenn tala um
Stóravíti og Litlavíti, en aldrei hafði
ég komið þar sjálfur, fyrr en nú.
Eg var auðsjáanlega staddur hjá
Vítum. Það var ekki um að villast.
Og ég hafði gist í Stóravíti.
Eg vissi, að héðan myndi vera um
tveggja stunda gangur að norður-
enda Bæjarfjallsins. í nokkrum
fjarska sá djarfa fyrír fjalli, á milli
éljanna, og ég var svo öruggur með
það, að þetta hlyti að vera Bæjar-
fjallið, að ég reyndi ekki einu sinni
að glöggva mig á veðurstöðunni, en
stefndi hiklaust í áttina til fjallsins.
Eg gekk eins rösklega og ég gat og
fjallið nálgaðist.
Loks var ég þá kominn að því, en
hér var ekki allt með felldu. Þetta
var stakt fjall, og auk þess var sú
hlíð'in, sem að mér sneri, miklu bratt-
ari en austurhlíð Bæjarfjallsins átti
að vera. Fljótlega komst ég að raun
um, að ég vai^ staddur við Þórunp-
arfjall. Eg hafði gengið til suðurs,
í stað norðvesturs og farið langan
veg afleiðis. En ekki þýddi að sakast
um orðinn hlut. Bezt var að taka
þessu öllu með ró. Eg settist niður og
hvíldi mig nokkra stund. Eg bjóst
við, að um þriggja kiukkustunda
gangur væri frá Þórunnarfjalli til
Þeistareykja í góðu færi. En eins
og ég var nú, orðinn magnlaus a£
sulti og þreytu, og færð hafði einn-
ig versnað til muna, hlaut það að
taka miklu lengri tíma að komast
þessa leið.
„Sá verður tvisvar feginn, sem á
T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
279