Tíminn Sunnudagsblað - 24.03.1963, Blaðsíða 7
arnir hörmuðu sáran, að ég skyldi
hafa misst skutul minn og hnífa og
önnur tæki, en mér sárnaði mest, að
bókakassinn skyldi hafa glatazt. Ég
ihefði átt að bera hann upp í skútann
— þá hefði bókunum verið borgið.
Við urðum ekki fyrir öðrum ó-
ihöppum í þessari ferð, og það var
slegið upp veglegri veizlu, þegar við
komumst á ákvörðunarstað. Það var
afbragðsveiði þarna norður frá og
silungsafli í vötnum, og við vorum
innilega sammála um það, að okkur
varðaði fjandann ekkert um það, sem
gerðist annars staðar í heiminum. Við
vissum, að þjóðirnar börðust sem óð-
ar væru, en vitfirring þeirra kom
okkur ekki við. Við höfðum skynsam-
legum verkefnum ag stana, eins og
Eskimóarnir sögðu. Við fórum á
veiðar, þegar gott var veður og und-
um okkur við átveiziur, þegar það var
miður gott, og lifðum yfirleitt því
lífi. er þeir einir þekkja, sem eru
börn bamingjunnar.
En mér þótti undarlega við bregða,
þegar fram í sótti. Það var eins og
í mér magnaðist eitthvert hungur,
og ég fann, að þetta hungur jókst
með degi hverjum. Bókakassinn minn
var týndur og tröllum gefinn, og
ég saknaði bókanna. Sumar nætur
gat ég ekki fest svefn, og þeir dag-
ar komu yfir mig, að ég gat ekki
isagt aukatekið orð um veiðar og
hunda né heldur afborið mas félaga
minna um slíkt. Þetta var vaneldis-
sjúkdómur á sálinni. Mig hungraði
og þyrsti eftir bókum. Þetta var
slæin veiki.
Eskimóarnir skildu þetta ekki. —
Þeir vissu, að eitthvag amaði að mér,
það leyndi sér ekki, en þeir gátu ekki
veitt mér lækningu. fsinn hafði tek-
ið fjársjóð minn, og ísinn er ekki
vanur að skda herfangi sínu.
Það gerði hann þó í þetta skipti.
Dag nokkurn kom gamall Eskimói,
Úrvúlak, til okkar, og við höfðum
ekki fyrr komið auga á hann en hann
gerði okkur skiljanlegt með miklum
armsveiflum og loftköstum, að hann
flutti einhverjar furðufregnir. Mér
datt í hug, að loks hefði komið póst-
ur með styrjaldarfregnir, kannski
var stríðinu lokið, loks kominn frið-
ur. Eg gleymdi sjálfum mér og öllu
mínu andstreymi í nokkur andartök
— svo altekinn var ég ákefg að frétta
eitthvað frá útheiminum.
En það var allt annað en stríðs-
fréttir, sem Úrvúlak kom með: það
var bók. Hann hafði nág henni með
mestu fyrirhöfn úr íshröngli við
Parryhöfða. Hann sagði mér, að
bókakassinn minn hefði auðsjáanlega
lent á milli tveggja stóra jaka, sem
höfðu velt honum fram og aftur, unz
þeir moluðu hann á milli' sín. Allt,
sem í honum var, hafði farið for-
görðum, nema þessi eina bók.
Ég greip hana fegins hendi. Fingur
mínir titruðu, þegar ég snart hana.
Mér var svo brátt í bók, að ég gætti
varla sjálfsagðrar kurteisi né vottaði
manninum þakklæti mitt á sómasam-
legan hátt. En ég bauð honum þð að
koma inn og dveljast hjá okkur. Ég
leiddi hann inn í tjaldið, en svo
fleygði ég mér á bedda og opnaði
hma dýrmætu bók, sem hann hafði
búig sem vandlegast um í selskinni.
Bókin hafði sýnilega legið all-
lengi í sjó. Hún var gul og undin,
og svo hafði komizt að henni feiti,
þegar Úrvúlak þurrkaði hana við
lýsiskoluna sína. Það sáust líka
greinilega á henni fingraför forvit-
ins fólks, sem hafði handleikið hana.
En þetta var samt bók. Ég virti heiti
hennar fyrir mér gráðugum augum:
„Afstaða páfanna í Avignon til Dan-
merkur“. Þetta var doktorsritgerð,
metin gild af háskólanum í Kaup-
mannahöfn. Það skipti engu máli,
þótt efni hennar hefði heldur lítið
raunhæft gildi. Þetta var óneitanlega
bók og letrið fjarska smátt, svo að
hún hlaut að vera drjúg. Og ég sagði
við sjálfan mig: Ég veit ekkert um
þessa páfa, það var einmitt ágætt,
að ég skyldi loks eiga kost á því að
fræðast eitthvað um þá pilta, viðhorf
þeirra og hugsanir. Ég var mjög
hrærður, og ég hóf lesturinn um-
svifalaust.
Þetta var góð bók. Höfundurinn,
Laust Moltesen, dr. phil. et. theol.,
var auðsjáanlega hálærður atorku-
maður, og ekki var heldur neitt út á
frásagnarhátt hans að setja. Efnið
var að sjálfsögðu nokkuð utan míns
sjóndeildarhrings, og ég fann sárt
til þekkingarleysis míns, þegar ég
las öll bréfin og pistlana, sem þessir
páfar höfðu skrifað, og skjalasöfnin,
sem dr. Moltesen hafði kannað, hrönn
uðust upp fyrir framan mig. En ég
las þetta af mikilli eftirtekt, og smám
saman öðlaðist ég skyn á margt, sem
ég hafði aldrei fyrr leitt hugann að.
Ég las bókina spjaldanna á milli, og
nú þóttist ég vita talsvert um páfana
í Avignon.
Dagarnir liðu, og veðrið spilltist.
Og mér gafst gott tóm til þess að
lesa, því að stundum varð lát á át-
gildum okkar. Ég vorkenndi félögum
mínum, því að enginn þeirra var læs.
Ég var eini maðurinn, sem komizt
hafði á þann hátind menntanna. Því
miður hafði ég aðeins þessa einu
bók, en ég setti það ekki fyrir mig:
Ég las fræðin um páfana í Avignon
í annað sinn. Og þegar ég hafði tví-
lesið hverja síðu, hófst ég handa í
þriðja sinn og fjórða sinn.
Þegar ég hafði lokið við bókina í
fjórða skipti, fór ég sjálfur ag hugsa
um efni hennar. Eg hóf rökræður
við höfundinn. Ég fór að bera brigð-
ur á eitt og annað, ég bar dr. Molte-
sen á brýn, að sumar fullyrðingar
hans væru hæpnar. Ég grunaði hann
jafnvel um það að fara rangt með
tilvitnanir, brengla staðreyndum. En
ég gat ekki sannað það. Það þarf
heilt bókasafn, ef einhver ætlar sér
þá dul að rífa niður doktorsritgerð.
Og ég átti aðeins kost á þessari einu '
bók, fullri af staðhæfingum og álykt-
unum og tilvitnunum. Mér varð ljóst,
að ég gat ekki staðið upp í hárinu
á dr. Moltesen. Ég neyddist til þess
að treysta honum í blindni. Og ég
Ias doktorsritgerðina hans einu sinni
enn.
Brátt kunni ég bókina utan að.
Samt gat ég ekki komizt undan því
að láta augað drekka í sig þessa
prentuðu stafi. Ég gat ekki stillt mig
um ag handleika bókina, hversu mjög
sem mér gramdist við sjálfan mig.
Mér létti við að horfa á prentaðar
síður. Afstaða þessara páfa til Dan-
merkur varð lind, sem ég sótti í þrek
til þess að verja mitt menningarvígi.
Svo fór ég að gera mér skipti mín
við bókina ag íþrótt.' Ég ætlaði að
sjá, hve fljótur ég gæti verið að lesa
hana, án þess að hlaupa yfir nokkurt
orð. Mér tókst það á hálfum fimmta
degi. Ég þurfti raunar að sinna ýmsu
öðru, en mest af þessum tíma var
ég í slagtogi vig páfana.
Það rak að því, að páfarnir urðu
mér hið sama og morfínið eiturlyfja-
neytandanum. Ég gat ekki án þeirra
verið. Og ég fylltist beiskju og hatri,
sem brátt beindist af siauknum ofsa
að höfundi bókarinnar. Ég vissi, að
það myndi verða fyrsta verk mitt, ef
ég ætti afturkvæmt frá Grænlandi
til heimalands míns, að leita uppi
þennan manndjöful, þennan hataða
dr. Moltesen, og gera út af við hann.
Mér varð hugsað til háskólakennar-
anna: Voru þeir loddarar eða fábján-
ar? Hvemig vék því við, að þeir
höfðu metið þetta góða og gilda
vöru og sæmt höfundinn doktorsnafn-
bót? Það setti að mér hlátur, þegar
mér varð hugsag til þess, ag þeir
skyldu ekki sjá í gegnum svikavef-
inn. Það var nóg að líta á þessa
skruddu: Hún bar það með sér, hvers
konar maður höfundur hennar var.
En ég las hana samt einu sinni enn.
Og aftur og aftur. Ég las þessa bók
æ ofan í æ. Það var sjúkleg árátta,
martröð, sem ég gat ekki losag mig
við. Ég vissi, að stór þorskalýsisblett-
ur á einu blaðihu var undanfari kafla,
þar sem hrúgað var saman fjölda
undarlegra nafna. En ég þurfti ekki
að lesa þau, því að ég gat þulið þau
öll utan bókar. Ég kunni alla
skrudduna utan ag spjaldanna á
milli, og ég gat þulið hana upp úr
mér, bæði aftur á bak og áfram. •
En mikil er gæzka drottins — þvi
er nú betur. Hann lætur ekki tímann
TiBINN - SUNNUDAGSBLAÐ
271