Tíminn Sunnudagsblað - 24.03.1963, Blaðsíða 6
PETER FREUCHEN
MARTRÖÐ
ÉG ÁTTI HEIMA í Thúle, þegar
heimsstyrjöldin fyrri geisaði. Allt
samband við önnur lönd rofnaði. —
Ekkert skip komst svo langt norður
á styrjaldarárunum, og þá var ekki
til útvarp, sem flytti fréttir landa á
milli. í Thúle var friður og kyrrð —
friður til þess að vinna og hugsa.
Ég afréð ag halda lengra norður
með fáeinum vinum mínum af kyni
Eskimóa, allt til nyrztu mannabyggða.
Erindi mitt var að kynnast háttum
Eskimóa, þegar þeir fengu engan
varning frá öðrum löndum og urðu
að öllu leyti ag bjargast á eigin spýt-
ur.
Ég var eini hvíti maðurinn þeirra
á meðal. En það kom í sama stað nið-
ur, hve lengi ég bjó meðal þeirra, og
hve vel ég reyndi að tileinka mér lifn
aðarhætti þeirra, daglegar venjur og
veiðiaðferðir. Ég gat ekki án þess
verið að leita mér hugarhægðar í
bókum.
Þess vegna tíndi ég saman fullan
kassa af bókum, þykkum og þungum.
Eg valdi rit, sem gátu orðið mér til
einhverrar fræðslu í einverunni, og
þörfin á að hafa eitthvað til þess að
hugsa um knúði mig til þess að lésa
bækur, sem mér hefði annars varla
komið til hugar ag opna. Ég ruddi
mörgum bókum af slíku tagi niður í
kassann og bjó um þær á sleðanum
sem best ég kunni.
Allmargir Eskimóar slógust í för-
ina. Við höfðum ágætan fararbúnað,
og allir vorum við í bezta skapi, þeg-
ar við lögðum af stað. Leið okkar lá
fyrir Parryhöfða. Framundan höfð-
anum er ísinn mjög viðsjárverður,
og flesta mánuöi ársns verða ferða-
menn að ,'eggja ieið sína yfir jökul-
ii;n míkla ’ð bíi'ki höfðans og íara
síðan niður á ströndina norðan han.s.
Það er mikill krókur, og jökulferð-
irnar voru jafnan erfiðar. Vig vorum
á einu máli um það, að við skyldum
freista þess að komast fyrir framan
við höfðann, þótt varhugavert væri,
því að þannig gátum við sparað tíma
og fyrirhöfn. Við sáum för eftir
sleða, er farið hafði þessa leið nokkr-
urn dögum áður, og við gerðum okk-
ur vonir um, að ísinn væri sæmilega
tryggur.
Við komumst þó fljótt ag raun
um annað. Það sannaðist, að hyggi-
legra hefði verið að taka á sig krók-
inn og fara yfir jökulinn. ísinn varð
sífellt þynnri og þynnri. Hvað eftir
annað sáum við, að vakir höfðu mynd
azt, þar sem sleðinn hafði farig fyr-
ir fáum dögum, en síðan hemað yfir
þær á ný. En við létum það ekki á
okkur bíta, því að á einni nóttu frýs
svo í hörðu frosti, að ísinn ber sleða.
Þetta var samt tafsamt ferðalag. —
Hvað eftir annað ristu sleðameiðarn-
ar niður úr ísnum, og við urðum að
stritast við að draga þá upp úr, svo
að vig misstum þá ekki í sjóinn. —
Ferðafélagar mínir voru Eskimóar,
og slík óhöpp spilltu ekki gleði
þeirra. En þó formæltum við sjálfum
okkur, að við skyldum ekki heldur
velja hina leiðina.
Við brutumst áfram, unz myrkrið
skall á, og þá vorum vig svo heppnir
að rekast á klettaskúta í bjarginu,
þar sem við gátum leitað hælis um
nóttina. Þess var enginn kostur að
bera allan farangur okkar upp í
skútann. Við skildum allt eftir á
ísnum, nema húðfötin og hundana.
Vig tókum líka með okkur mat til
kvöldsins, en létum annað liggja
kyrrt á sleðanum. Við bjuggum um
okkur sem bezt við gátum, fegnir
hvíldinni eftir erfiðan dag, og létum
ekki á okkur bíta, þótt ískyggilega
brakaði og gnauðaði í ísnum. Það
var orðið svo dimmt, að við sáum
ekkert frá bjarginu, og við vékum
frá okkur öllum áhyggjum: Við
myndum sjá það næsta dag, hvað
nóttin hafð'i borið í skauti sínu.
Við uppgötvuðum það morguninn
eftir, að tveir sleðar höfðu orðið und
ir íshrönn. Annar þeirra var sleðrnn
minn. Straumar í sjónum höfðu hlað-
ið ísnum saman og velt honum yfir
sleðakrílin okkar. Og þetta var ekki
neitt hálfverk. Sleðana sjálfa hafði
raunar ekki sakag að ráð'i, en allt,
sem á þeim var, hafði sópazt burt.
Við vorum margar klukkustundir að
höggva þá upp úr íshrönglinu og
gera við þá, og varningurinn, sem á
þeim hafði verið, var farinn veg
allrar veraldar. Kössum og fararbún-
að'i hafði ísinn ekki þyrmt. Eskimó-
HljómiistarmaSur frá Thúle. Jafnvel slíkur náungi gat ekki komið I veg fyrir, a'ð
páfarnir i Avignon næðu tökum á hinum danska ævintýramanni.
270
T í M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ