Tíminn Sunnudagsblað - 24.03.1963, Blaðsíða 19
kettina fyrir brjósti, gáfu sig á tal
við hana, báru fram kvartanir' sínar,
þinguðu við hana og réðu í áðum sín-
um. Það varð upphlaup á götunni:
„Komið þið, komið þið! Þarna er
kattamamma! Verið þið fljótir! —
Þarna er kattamamma!"
„Kattamamma", hugsaði sonur
hennar, sem vissi ekki iengur sitt
rjúkandi ráð. Hún var .’Kki lengur
móðir hans. Ást hans á móður sinni
togaðist á við gremjuþrungna reiðina.
Hanri varð svipþyngri meö hverjum
degi, tortryggnari og hatursfyHri. —
Hann kunni hvergi við sig, nema í
gjaldkerastúkunni í bankanum, þar
sem hann naut trausts og virðingar.
Allir sneiddu hjá heimdi hans, þar
sem hinar gömlu, ringiuðu konur
drottnuðu. Amma mín vav eina mann
eskjan, sem þar kom endrum og sinn-
um, af þeim, sem ekki helguðu sig
köttunum. Og það gerði nún vegna
hans, það vissi ég, því að hún hafði
tekig tryggð við hann, þegar hann
var lítill drengur. Hann var oft hrærð
ur, og það lá stundum við, að hann
táraðist, þegar hún kvaddi. Hún gerði
þetta af góðum huga vegna hans, en
lét sig einu gilda, þótt Pansína tæki
henni kuldalega. Hann hataði Setti-
míu frænk-u og þýzku konuna, sem
komu og fóru með ketti í körfum og
kössum eða jafnvel innan á sér og
slepptu þeim út á þökín t trássi við
lögregluna — heilum her. Hann vissi,
hvað fram fór, en hann iét eins og
hann yrði þess ekki var. Hann hvessti
á þær augun, þegar hann mætti þeim
á götunni, og þegar hann kom heim,
opnaði hann gluggann eins og hann
þyldi ekki við í herberginu, þar sem
þær höfðu setið. Hann hataffi Nikku,
sem var verkfæri í höndum þessara
geggjuðu kvenna. Hann hataði loðna
köttinn svartskræpótta, sem alinn
var á hænsnakjöti, kola oJ hrognum
og hámaði þetta í sig fyrir augunum
á honum.
En stundum lifði hana í dagdraum-
um. Þá var hann sæU: Móðir hans
sat prúðbúin vig hlið hans í fallegu
húsi, og í kringum þau \ar hópur
gesta, mikilsmetinna manna. Eða þau
fóru saman á þá staði, sem fyrirfólk
borgarinnar sótti — leikriús, tónleika
hús, kaffihús . . . En svo hrökk hann
upp — vaknaði til verule'kans. Hvers
konar móðir var það, sem hann átti?
Öllu kaupi hans var varig til kaupa
á innyflum, hfognum og lifur —
gamla konan kjagaði um almennings-
garða, snuðrandi kringum virkið, um-
ræðuefni borgarbúa og hcfð að spotti
og spéi af vegfarendum. Hann hefði
verið þakklátur, ef það hefðu þó verið
hundar, sem hún tók ag sér. Hann
hefði getað sætt sig við það; þá hefði
hann skilig hana. En ketrir — ham-
ingjan góða! Þessi andstyggilegu kvik
indi — þau gat hann ekbi umborið
— grimm, eigingjörn, i!á, slóttug,
ónáttúruleg afskræmi.
En, æ — dauðinn vitjar okkar aHra,
jafnvel þótt hjörtu okkar séu heit af
ást. Það leiff að þeim degi, að drott-
ínn kveddi kattamömmu til sín. í
þrjá daga lá hún hreyímgarlaus og
gat hvorki þreytt göngur um húsa-
garða né almenningsgarfa né haft
gætur á því, sem gerðist a húsaþökun-
um. Hún lá þögul, handan þeirra
marka, að aðrir næðu til hennar með
lyf og líknarmál, og stacffi í spurn
upp í loftið, þar sem húa rirtist eygja
eitthvað, sem heillaði hana: Hlýjan,
gljáandi belg, þar sem nónd hennar
hvHdi í mjúklátu kjassi, íðandi mýkt
yndislegra hreyfinga, fuiikomnustu
ímynd fegurðar og þokka, glampa
gimsteinsins í blárri dýrí heiðríkj-
unnar.
Og það var eins og augu hennar
lokuðust í hinzta sinni, blinduð af
allri þessari dýrg og höfuö hennar
seig niður á koddann, innsiglað
draumnum.
Sonur hennar vildi ekki, að svart-
skræpótti kötturinn tæki þátt í út-
förinni. Röksemdir þýzku konunnar,
skipanir og hrakyrði Settimíu
frænku og bænarorð og grátkvein
Nikku — allt kom þetta fyrir ekki.
Hann fékk yfirmenn sína og starfs-
félaga í bankanum, þrjá unga herra-
menn og tvo roskna menn og ráð-
setta, tU þess að bera hana til graf-
ar, og hann efaðist ekki um, að aðr-
ir kunningjar, sem lengi höfðu forð-
azt heimili hans, myndu einnig koma
vig þetta tækifæri. Vinkonur móður
sinnar gat hann þó ekki rekið á dyr,
þótt ekki væri það mffj glöðu geði,
að hann umbar þær.
Þegar klukkurnar omuðu þetta
kvöld, voru þær ekki að kalla fólk
saman til þess að syrgja. Lítil lík-
kistan stóð í skærri birtu í miðri
kirkjunni, þakin blómum, og vinir,
kunningjar og samferðafólk umhverf
is hana. Öðrum megin við hana stóðu
syngjandi prestar. Angetó stóg við
fótagaflinn, rétt hjá krjssinum. —
Hann laut höfffi og barðist við tvö
stór tár — tár, sem vori/ stærri en
sjálf augun, fannst honum: Þarna
hvíldi móðir hans dáin. Voluð og
vegavillt hafði hún kannski verið. En
hún var þó móðir hans - hans og
einskis annars. Bænalestrinum var
lokið, og einn prestanoa gekk fram
í kaldri, hátíðlegri þögn með vígt
vatn og stökkul og blessaði kistuna.
Hann kraup á kné við krossinn, og
þá hrundu tárin tvö úr augum sonar
hennar. Honum létti við það.
„Mjá-á . . .“
Þetta var eins og barn kveinaði.
Angeló hrökk við, og fólkið, sem stóð
umhverfis kistuna, s'kimaði í kringum
sig.
Ofheym? Hvað gat pað annað ver-
ið? Kötttur í kirkjunm? Hvar þá?
Lokaður niðri í kistu rnóður hans?
Það gat ekki staðizt — riann hafði
sjálfur horft á, þegar henni var lok-
að. Þetta hlaut að vera misheyrr. sorg
bitins sonar. En þegar hann leit um
öxl, sá hann, að frú Freund horfði
ögrandi á hann — ósnfnin og ill-
girnin skein úr augnaráðiru. Og svo
var mjálmað í annað sinn, hærra og
greinilegra en áður. Já, — það var
hún, sem var með mjátmandi kettl-
ing í kápuvasa sínum, og nú lét hún
hann sjá lítið trýnig með bitru hlakki
í svipnum.
Fólkið reyndi að dylja íatið, sem
kom á það. En það var ekki vegna
þess, að það þyrfti ag þurika tár af
kinnum, að alls staðar voru hvítir
klútar á lofti á þessum hc-ilaga stað.
Angeló fór heim í öngum sínum.
Hann langaði mest til þess að fleygja
sér upp í rúm. Hiff fyrsta, sem hann
rak augun í, þegar hann kom inn,
var svartskræpótti kötturmn.
Hann sat í hægindastólnum og
þvoði snjáldrið á sér með litlum lopp
unum. Hann þreif kvikiadið, opnaði
gluggann, sem sneri fram að götunni,
renndi augum til himins og lét kött-
inn falla. Svo leit hann riiður. Hann
bjóst við að sjá köttinn lemstraðan
til dauðs. En þag var eitthvað annað:
Kötturinn sneri sér vig í fallinu og
kom léttilega niður á fjóra fætur,
rétt eins og það væri svampur neðan
í fótunum á honum. Hann var agnar-
litla stund að átta sig, teygði svo úr
sér og skimaði upp og niður götuna.
Síðan lötraði hann af stdff, virðuleg-
ur í látbragði, og leit ekki einu
sinni við. Ætlaði hann ag tjá bræðr-
um sínum og systrum andlát katta-
mömmu?
Nei, — það var nú eitthvað annað.
Hann lötraði hirðuleysislega burt
sinna eigin erinda.
Á 'r
I næsta blaíi mun
birtast nýr þáttur eftir
Sigurveigu GuSmunds-
dóttur í HafnarfirtJi, um
suðurgöngu hennar.
AtS þessu sinni kemst
hún á leiðarenda, og
segir nú frá því, er fyr-
ir hana bar í Búdapest.
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
283
i