Tíminn Sunnudagsblað - 24.03.1963, Blaðsíða 10
breytzt vi3 þurrkun landsins síð-
ustu árin. Frá fornu fari hefur þó
þéttbýli mikið svo verið í Austur-Land
eyjum, jafnvel svo undrun sætir.
Árið 1880 eru þar 65 býli með 520
manns, árið 1890 63 býli með 502
íbúum. Geta má þess til samanburð-
ar, að árið 1940 voru býlin aðeins
52 með 333 íbúum. Sjálfsagt er hvort
tveggja nú miklum mun færra. Mið
að við afkomumöguleika er það lítt
skiljanlegt, hversu margir menn gátu
áður fyrr lifað á svo litlu lands-
svæði. Skýringin á því hlýtur að
liggja í sjósókn og aflabrögðum í
stórum stíl. Strandlengja Austur-
Landeyja er um 12—13 km. og öll
ægissandur fyrir opnu úthafi. Þaðan
er því útræði örðugt og hættulegt
í senn. En miklar fiskigöngur eru
oftast með söndunum vetur og vor.
Þangað Sóttu menn því til fanga úr
Landeyjum ölaum saman. Afli varð
mikill, þegar vel viðraði og fiskur
gekk nær landi. Annálar geta um
700 til hlutar af stórfiski á einni ver
tíð við Landeyjasand. Vera má, að
til séu um þau aflabrögð hærri töl-
ur. Fjölmenni Austur-Landeyja áð-
ur fyrr átti því afkomu sína eins
mikið undir sjósókn og sjávarafla
sem ávöxtun jarðargróðans. Og afl-
inn var stundum fljótfenginn, þegar
dauður var sjór og fiskigöngur mikl-
ar. Menn fy'lltu báta sína, jafnvel
tví- og þríhlóðu sama daginn. Og
menn úr Landeyjasandi sóttu löng-
um sjóinn fast og djarft, þrátt fyrir
þau geysiörðugu skilyrði, sem slík at-
vinnugrein var háð og bundin.
„Og hafgang þann ei hefta veður
blíð, sem voldug reisir Rán á Eyja-
andi, þar sem hún heyir heimsins
•snga stríð.“ Þessar ljóðlínur - Jón-
íar HaUgrímssonar geyma sígilda
nynd af Landeyjasandi og aðstöð-
unni til útræðis þaðan. Þungur söng
ur bárunnar við Landeyjasand hljóð'n-
ar oft ekki þótt logn sé á dögum og
jafnvel vikum saman. Og þeir eru
vissulega fáir dagarnir í árinu, sem
hún lætur ekki til sín heyra.
Þannig er háttað meðfram sönd-
unum, að tvö sandrif myndast að
jafnaði skamnit undan landi. Ytri
grynningárnar nefnast útrif, en þær,
sem nær eru landi, eyrar. Hér og
þar á innri grynningunum myndast
svo rásir eða álar, sem liggja til
tands og nefnast hlið. Voru hlið þessi
ndingarstaðir bátanna. Auk hins
þætta brimgarðs, sem þegar er
i.efndur, var svo brotið við landið
eða lanrlsjórinn. Hann var síðasta
og erfiðasta þrautin við lendinguna.
Miili eyranna í hliðinu og utan við
landbrotið varð oft alldjúpt lón, er
kallað var lega. Þar var fiskur seil-
aður og bátunum lent tómum, þegar
vondur var sjór. Sjaldan var annars
kostur en að sæta lögum við land-
274
inguna. En ófær var sjór með öllu,
þegar á útrifi braut. Aí þessari
ófuUkomnu lýsingu má ef til vill
iáða, hversu ægilega örðugt var um
lendingu, og hversu lítið mátti út
af bera til þess, að allt færi vel.
Hefur þar óneitanlega reynt mjög á
árvekni, snarræði og harðfengi
þeirra, sem í stríðinu stóðu.
Um og eftir 1890 var enn mikil
sjósókn úr Landeyjum og margir
kunnir formenn, er að henni stóðu.
í Austur-Landeyjum voru þá meðal
annarra eftirtaldir formenn: Jón
Brandsson frá Hallgeirsey, Guðlaug-
ur Nikulásson s.st., Jón Guðnason frá
Hallgeirseyjarhjáleigu, Pétur Pet-
reusson frá Krosshjáleigu, og Sigurð
ur Þorbjörnsson frá Kirkjulands-
hjáleigu. Voru allir þessir menn
þekktir að atorku og árvekni í starfi
sínu. Einkum mun þó Jón Brandsson
hafa verið kunnur fyrir dirfsku og
áræði í sjósókn og aflabrögð að
sama skapi. Hafði hann skip gott,
Bæring að nafni. Var það áttæring-
ur í stærra lagi. Réri Jón stundum
einskipa, þegar öðrum þótti útlit
ískyggilegt og sátu í landi. Mun að
sögn enginn fqrmaður á síðastliðinni
öld hafa sótt jafn djarflega sjó úr
Landeyjasandi sem hann. Hafði hann
og mannval gott á skipi sínu og skipti
lítt um háseta, eins og háttur og
venja var nafntogaðra formanna.
Sigurður Þorbjörnsson var og hfnn
mesti atorkumaður og fullhugi í sjó
sókninni. Hafði hann einnig gott
lið og traust 'Sér til fylgdar. Nefni
ég einkum þessa tvo af því, að þeir
koma hér svo átakanlega við sögu.
Þegar leið á vetrarvertíð, voru
ýmsir formenn úr Landeyjum. er skip
áttu góð, vanir að hverfa til Vest-
mannaeyja með útgetrð sína. Var
þaðan auðveldara til sjósóknar og
aflavon mun meiri. Veturinn 1893
höfðust margir Landeyjaformenn
við í Eyjum og stunduðu sjó það-
an. En sá vetur varð áfallasamur,
eins konar fimbulvetur, sem skráður
er blóðugu, óafmáanlegu letri í sögu
Landeyja og hjörtu elztu manna þar
eystra.
Laugardaginn fyrir pálmasunnu-
dag, eða 25. marz þennan vetur, var
á blíðviðri og því almennt róið úr
„Eyjum“. Þeir formenn, er traustust
áttu skip og áhafnir, sóttu þá und-
ir Landeyjasand, sem mun vera um
tveggja tíma róður. Einn þeirra var
Jón Brandsson frá Hallgeirsey.
Varð hann einna fyrstur til að hlaða
skip sitt, afferma í „Eyjum“ og
róa svo samdægurs á sömu miðin.
Var það venjan, þegar mikið fiskað
ist. Er á daginn leið, brældi lítið eitt
á suðaustan og sjór ýfðist nokkuð.
Bátarnir, sem undir „Sandinn“ höfðu
sótt, skiluðu sér qinn eftir annan í
höfn í „Eyjum“. Sumir þó ekki fyrr
en orðið var myrkt af nótt. En Jón
Brandsson kom aldrei úr þeirri feið.
Er talið, að ofhleðsla, ásamt myrkri,
brælu og slæmu sjólagi, hafi valdið.
Með þessum mikla fullhuga og afla-
manni fórust samtals 15 menn.
Voru þeir eftirtaldir:
1. Jón Brandssón, 60 ára, kvæntur
bóndi í Hallgeirsey, átti 3 börn upp-
komin.
2. Ólafur Einarsson, 16 ára, bónda-
son frá Hallgeirsey.
3. Jóhann KristmundssOn, 28 ára,
ókvæntur vinnumaður frá Syðrk
Úlfsstöðum.
4. Guðmundur Ólafsson, 33 ára,
ókvæntur vinnijmaður frá sama bæ.
5. Jóhann Þóroddsson, 18 ára,
bóndason frá Syðri-Úlfsstaðahjáleigu
og fyrirvinna aldraðra foreldra.
6. Magnús ionsson, 27 ára, bóndi
í Oddakoti, !ét eftir sig konu og
barn í vöggu.
7. Sigurður Gíslason, 43 ára, bóndi
í Oddakoti, lét eftir sig konu oj 3
börn um og innan við fermingu.
8. Guðlaugur Ólafsson, 30 ára,
ókvæntur og fyrirvinna hjá aldraðri
móður að Hólmi.
9. Magnús Ólafsson, 28 ára, vinnu
maður að Hólmi, albróðir nr. 8.
10. Guðmqndur Diðriksson, 54 ára,
vinnumaður frá Bakka, lét eftir sig
unnustu og 5 börn í ómegð auk 4
uppkominna hjónabandsbarna. -
11. Sigurður Einarsson, 25 óra,
ókvæntur bóndason frá Bryggjum.
12. Guðni Guðmundsson, 28 ára,
bóndason frá Skíðbakkahjáleigu, átti
unnustu og barn í vöggu.
13. Jón Einarsson, 60 ára, kvænt-
ur bóndi að Káragerði í Vestur-Land
eyjum, átti 4 börn uppkomin.
14. Páll Jónsson, 38 ára, vinnu-
maður að Arnarhóli, sömu sveit, lét
eftir sig unnustu og barn 6 ára.
15. Guðmundur Sveinsson, 22 ára,
ókvæntur bóndason frá Vatnskoti
í Þykkvabæ.
Eins og upptalningin ber með sér
voru flestir þessara manna á blóma-
aldri. Yfirleitt munu þeir hafa ver-
ið valdir í skiprúm eftir hreysti
harðfengi. Má því öllum vera ljóst
hversu mikil og óbætanleg skörð
hafi orðið við fráfall þeirra.
En harmsagan í sjósókn Austur-
Landeyja hélt áfram þessa eftir-
minnilegu vetrarvertíð. Þremur dög-
um síðar, eða þriðjudaginn næstan
fyrir páska, var veður gott og al-
mennt róið úr Landeyjasandi. Er á
daginn leið', brimaði snögglega, eins
og svo oft vill verða, og fengu því
margir örðuga lendingu. Einn þeirra
var fyrrnefndur formaður, Pétur
Petreusson frá Krosshjáleigu í Aust-
ur-Landeyjum. Varð hann síðbúinn
til lands, kom að með mikinn afla
og seilaði hann út á legunni, eins
og venja var til. En þegar komið
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
/