Tíminn Sunnudagsblað - 24.03.1963, Blaðsíða 4
Byggingarlis' hefur verið til á ís-
landi um lansan aldur, í misríkum
;■ mæli þó, en skammt er síðan til varð
u stétf manna hér á landi, sem kennir
?. sig við hana: — arkitektar. Og það
V er ekki fyrr en á allra síðustu tímum,
■í að þeir haía sett mörk sín á íslenzk
> byggingarmál. En þótf, þessi stétt
v sé ung í þjóðfélaginu, hefur hún þó
' vakið á sér mikla athygli, — ef til
vill fyrst og fremst vegna þess, að
verk hennar — að minnsta kosti
þau, sem ekki hafna á botni skrif-
borðsskúffunnar — eru sífellt fyrir
augum almennings og stór hluti hins
daglega lífs. Sí og æ er lagður dóm-
ur á þessi verk, beint eða óbeint. Þau
kalla dóminn yfir sig með útliti sínu
og öðru, sem er samofið þeim áhrif-
um. er þau haia Arkitektinn stendur
og fellur með f'úsi sínu og hann gerir
sér það ljóst. Þess vegna reynir hann
að gefa verkt sinu það, sem hann
heldur. að verði þvi helzt til gildis.
í Ávöxt þessa'ar viðleitni sjáum við
; vegfarendur ; mörgum þeirra bygg-
i inga, sem risjð haia upp undanfarin
ár og áratugi Ávöxtinn er ekki tréð
sjáum við. og þaðan af síður rætur
þess, sem Þggja ttl margra stofnana,
einstaklinga og starfshópa. Og þótt
endur fyrir löngu hafi verið sagt við
okkur; af ávöxtunum skulið þið
þekkja þá, er stundum fróðlegt að
fá svolitla skráargatsinnsýn til þess,
sem á bak við er. — Þess vegna lallaði
ég til Gunnlaugs Halldórssonar arki-
tekts og kom honum að óvörum við
iðju sína.
— Það er voðalegt hlutskipti að
þurfa að skilja eftir sig hverja skissu
í jafn varanlegu efni og byggingum,
segir Gunnlaugur. En það hvetur
mann líka til þess að reyna að gera
vel, og þegar allt kemur til alls er
það hið bezta í verkum manna, sem
ber þeim vitni. þegar fram líða stund-
ir, en ekki hið versta. Það er svo um
allar listgreinar.
— Þú ert öruggur á því, að þetta
sé listgrein?
— Já, en þessi listgrein hefur auð-
vitað allt annað gildi en aðrar list-
greinar, því að hún er hagnýf og þar
af leiðandi ekki eins óháð og aðrar
listgreinar En það, sem knýr fram
sköpun arkitekisins er það sama og
hjá öðium listamönnum — að láta
ejtthvað eftir sig sem lifir sem lengst.
— Getur þetta minnisvarðasjónar-
mið ekki verið hættulegt, leitt til
bruðls?
— Það getur hugsazt, en það er
ekki bruðlið, sem lifir, heldur hið
sanna menningargildi byggingarinn-
ar. Bruðlið er þegar farið að dæma
í lifanda lífi arkitektsins, og í aug-
um framtíðarinnar verður það aldrei
annað en hjóm. Enginn byggir var-
anlegan minnisvarða á þeim grunni.
Hitt er annað, að oft líð'ur langur
tími, þar til byggingar öðlast þegn-
rétt í umhveríinu. Það er oft ekki
hægt að sjá samstundis, hvort hún
er fulltrúi varar.legs menningarg’ldis.
Svo það er eins gott að dæma varlega.
— Græða arkitektar ekki á tá og
fingri?
— Það er þörf fyrir marga arki-
tekta hér á landi, ef rétt er á haldið,
og þeir sem t'yrir eru, þurfa ekki að
kvaita. En afkoman hefur aldrei ver-
ið aðalatriði í augum þeirra arkitekta,
sem meta köllun og starf einhvers, —
ekki frekar en hjá öðrum listamönn-
um.
— Þú ert þá kannske harðánægður
með byggir.garmálin í landinu?
— Nei, því fer fjarri. Þótt við
megum vel nna við okkar hag, er
Glaumbær í
Sltagafirði.
Raett við Gunnlaug Hall dórsson, arkitekt
268
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ