Tíminn Sunnudagsblað - 24.03.1963, Blaðsíða 8
standa í stað. Ég fann það á mér,
að hann gat bjargað mér úr þessum
ógöngum, ef hann vildi, þótt ekki
væri þetta óyggjandi vissa. Ég vissi
''að, sem snerti páfana í Avignon,
•; ekki annað. Samt leið tíminn, og
allt í einu var komið sumar með
miklar annir úti við og enga stund
aflögu til bóklesturs. Ég hafði elcki
einu sinni tíma til þess að sakna bók-
arinnar minnar.
Mér var hlíft við því að eiga fleiri
vetur með páfahirðinni, enda hefði
það vafalaust kostað mig vitið. Þegar
sumarið var liðið, snerum við til
heimkynna minna í Thúle, og þar
voru allar aðrar bækur, sem ég átti.
Ég varð mjög feginn þeirra dægra-
dvöl, sem þær veittu mér, og nú öðl-
aðist ég aftur jafnvægi hugans. En
rækist ég á eitthvað, sem varðaði
páfana, dr. Moltesen, Avignon, eða
jafnvel aðeins Suður-Frakkland, þá
jaðraði jafnan við, að sama þrá-
hyggjan næði tökum á mér.
Tvö ár liðu. Jörðinni veittist á ný
blessun friðarins, og loks var kominn
tími til þess, að ég sneri aftur til
ianda menningarinnar. Knútur Ras-
mussen kom til Grænlands, og um
síðir fórum við saman til Danmerk-
ur.
Okkur var vel fagnað, þegar við
komum til Kaupmannahafnar, og við
vorum hylltir og vegsamaðir fyrir
landkönnun okkar og langdvalir í
heimskautslöndunum. Við vorum ný-
komnir úr leiðangri, og það virtist
talin gild ástæða til þess að efna til
veízlu. Það hafði verið lítig um stjórn
arveizlur í marga mánuði, og heim-
koma okkar var -hinum veizluglöðu
embættismönnum kærkomið tilefni.
Þetta kom flatt á okkur, og því er
ekki að leyna, að við blygðuðumst
okkar. Enginn vissi betur en við,
hve ástæðulaust það er að bera menn
á höndum sér, þótt þeir hlýði rödd-
inni í brjósti sér og lifi fábrotnara
og frjálsara lífi en flestir aðrir. En
við komum samt í þessa hádegis-
veizlu.
Knútur skipaði heiðurssætið við
hlið forsætisráðherrans, því að hann
var foringi íeiðangursins. Eg var
næstur honum að metorðum og skyldi
hljóta sæti við hlið utanríkisráðherr-
ans.
Og hann hét dr. Laust Moltesen.
Mér varð svo um, þegar ég heyrði
nafnið, að ég mátti ekki mæla —
lamaðist. Ég stóð agndofa fyrir fram
an hann. Og ég kom ekki upp nokkru
orði, -þar sem ég sat við hlið hans.
Þegar hann ávarpaði mig, kurteis-
lega og vingjarnlega, sá ég ísinn fyr-
ir mér sem í þoku — litla tjaldið
mitt, beddann minn og hina hræði-
legu bók, kámaða og brýluga Og
hefndarþorstinn hlossaði upp á ný.
Eg heyrði ógurlegan hvin inni í höfð
inu á mér, og gamlar ráðagerðir min-
ar um að tortíma þessum manni náðu
aftur valdi á mér.
Eftir nokkra stund varð þó skyn-
semin yfirsterkari. Eg var kjólklædd-
ur, það stóð vín á borðinu fyrir fram
an mig, skálar voru drukknar og
ræður fluttar. Það hefði þótt óvið-
kunnanlegt að drepa mann í þessu
umhverfi. Ég mátti ekki valda veizlu
spjöllum. Loks afréð ég að fr.esta
hefndinni og beindi allri athygli
minni að matnum. Þetta held ég, að
hafi bjargað lífi hans.
Heimskautsfarar forsmá ekki mat,
þegar þeir koma heim, og það, sem
hér var reitt fram, var ekki af lak-
ara taginu. Ég fór mér ekki óðslega,
en tíndi upp hvern mola, sem fyrir
mig var borinn. Mér gafst nægur
tími til þess að hlusta á milda og
vingjarnlega rödd sessunautar míns,
þótt ég skildi ekki Ijóslega, hvað
hann var að segja. Við fengum rjóma
ís og möndlukökur í ábæti. Og hind-
berjasultu og súkkulaðisósu og litla
hvítabirni úr sykri. Við svona mat-
borð drepur enginn maður utanrík-
isráðherra. Það verður að vera allt
öðru vísi í pottinn búið.
Loks hafði ég jafnað mig svo, að
ég gat talað skýrt og greinilega. Og
þá vék ég mér að sessunauti mínum
— ég hafði fullt vald á látbragði
mínu og rödd;
„Vitið þór það, dr. Moltesen",
sagði ég lágum rómi, „að í einum
leiðangrinum hafði ég aðeins eina
bók meðferðis, á öðru lestrarefni
átt ég ekki völ. Og þessi bók var
doktorsritgerð yðar um afstöðu páf-
anna í Avignon til Danmerkur".
Maðurinn varð í senn glaður og
undrandi. Þetta virtist kæta hann
mjög, og hann lét ánægju sína í Ijós
með mörgum og kurteislegum orðum.
„Þessi bók yðar náði undarlegum
tökum á mér“, sagði ég, sannleikan-
um samkvæmt. „Hún kom mér til
þess að hugsa, og ég á hana enn.
Hún er bæði lúin og óhrein, það er
satt, en mig myndi samt langa til
þess að votta yður þakklæti mitt
með því að senda yður þetta eintak“.
Hann kvaðst taka gjöfinni tveim
höndum og varðveita hana með á-
nægju í bókasafni sínu. Daginn eft-
ir kannaði ég allt, sem ég hafði kom-
ið með heim frá Grænlandi og hætti
ekki fyrr en ég fann þessa óhreinu
bók. Síðan arkaði ég með hana til
bókbindara. Hann velti henni milli
handanna meg mestu fyrirlitningu.
„Mig gildir einu, hvað það kostar",
sagði ég. „Og það á ekki að hreinsa
hana, aðeins binda hana — í vandað-
asta band, sem völ er á. Þetta er dýr-
gripur, sem ekki verður metinn til
fjár“.
Hann gerði það, sem ég bað hann
um, og ég er viss um, að bókin er
enn í safni Moltesensfólksins.
En svo kemur það, sem mestri
furðu gegndi. Síðar var ég í sam-
kvæmi, þar sem samræður manna
snerust um trúarsögu. Þarna voru
lærðir menn, og þeir vissu állt um
þetta efni, og við hinir þögðum. Þeir
eru fáir, sem geta lagt orð í beig
á slíku málþingi. En loks sá ég mér
samt leik á borði. Mér datt í hug aS
koma mönnum á óvænt með frá-
bærri þekkingu minni á högum páf-
anna í Avignon. Ég skaut að fáein-
um gerhugsuðum athugasemdum,
þegar lærdómsmennirnir gerðu hlé
á máli sínu.
Þeir hlustuðu á mig eitt andartak.
Svo var kenningum mínum vikið til
hliðar. „Góði maður“, sagði einn
þeirra, „þetta eru úreltar hugmynd-
ir. Það er fullsannað með síðustu
skjalafundum, að þetta er alrangt".
Og svo héldu þeir áfram spaklegum
samræðum sínum.
Ég hætti að hlusta á þá. Mér hafði
verið bent á það á kurteislegan hátt,
að ég skyldi halda mig við minn
leista, en blanda mér ekki í það, sem
ég bæri ekki skyn á. En ég hélt, að
. . . mig minnti endilega, að ég hefði
lesið þetta .
Allt í einu uppgötvaði ég, að ég
var búinn að gleyma öllu, sem dr.
Moltesen sagði um páfana. Og það
hvarflaði að mér, hvort ég ætti að
kaupa nýtt eintak af doktorsritgerð-
inni. Þetta hafði ’ í rauninni verið
skemmtileg bók — og skemmtileg-
ur vetur. Það fannst mér.
J. H. þýddii.
Allmörg tölublöð aí
fyrsta árgangi Sunnu-
dagsblaðsins hafa lengi
verií ófáanleg, einkum
fyrstu blötJin, er prent-
uft voru í mun minna
upplagi en hin síÖari.
Eintök af þessum blö'ð-
um kosta nú þegar oríí-
ið tuttugu til fjörutíu
krónur hjá fornbóksöl-
um, og skal fóiki, er á
þau í fórum sínum, bent
á aí fleygja þeim ekki,
því aÖ vafalaust hækka
þau í verÖi til mikilla
muna. þegar fram líÖa
stundir.
272
TlMINN - SUNNUDAGSBLAÐ