Tíminn Sunnudagsblað - 24.03.1963, Blaðsíða 3
BARN.
yffiiWíH
ÞAÐ BAR VIÐ í lebrúarmán-
iiði árig 1848, að nokkrir bændur
í Árneshreppi á Ströndum mönn-
uðu áttæring og héldu x hákarla-
legu, svo sem mun haia verið al-
s'.ða þar um slóð'ir. Þurfti karl-
mennsku allmikla til slíkrar sjó-
sóknar um hávetur, þegar allra
veðra var von. Ef veður leyfði, var
oft legig dögum saman norður í
hafi, og hefur slíkt verið ærið
kaldsamt, því að ekkert skýli var
á hákarlaskipunum og - engin völ
á voigum bita né sopa. Ef blundað
var, urðu menn að halla sér í sjó-
kiæðunum að bátssúðirui undir
berum himni, og hressingin, sem
kostur var á. þegar þeir vöknuðu
af siíkum blundi, var sýrublanda
eða kannski brenniv'nssopi.
Hákarlaskip það, sem hér verð-
ur sagt frá, virðist hata verið frá
Krossnesi. Voru á því bændurnir
þar, Magnús Jónsson cg Grímur
Jónsson, en tvennum sögum fer
af því, hvor þeirra var formaður.
En voru í förinni Sveinn bóndi
Dagsson á felli og sonur hans, Dag-
ur að nafni. Loks eru tilgreindar
tvær konur, Jófríður Hansdóttir
og Rannveig nokkur
Trúlegt hefði virzt, að hákarla-
legur hefðu ekki verið taldar við
hæfi kvenna, svo harðsóttar sem
þær voru. En hér var þó annað
uppi á teningnum. Það var ekki að-
ems, að þessar tvær konur færu
í hákarlalegu í þorraiokin, heldur
var önnur þeirra vanfær — meira
að segja komin að falo
Sú konan, sem svo var á-
síatt um, var Jófríður. Faðir henn-
ar, Hans Guðmundsson, er kallað-
ur var askasmiður, var sonur séra
Guðmundar Bjarnasonar í Árnesi.
Hafði Hans búið alllengi á Gjögri,
en mun hafa verig örrnauður, og
hætti hann búskap löngu áður en
hér var komið. Fór þa oóttir hans
í vistir, og hafði hún um skeið
verið vinnukona í Krossnesi hjá
Magnúsi Jónssyni jg Guðbjörgu
Jénsdóttur, konu hans. En svo fór,
sem stundum vildi verða, að hún
varð vanfær í þessari visi, og var
pað Magnús, húsbóndi hennar, er
hafði gert henni þungann. En ekki
var sá hégómi látinn standa í
vegi fyrir því, að hún færi í há-
karlalegu. Hefur Jóíriður vafa-
laust verið mikil tápkona, enda
átti hún kyn til þess.
Morguninn, sem lagt var af stað.
kvartaði Jófríður þó um lasleika,
og hefur þá ef til vill venð nokkur
kvíði í henni. Eigi ag síður stei.g
hún á skipsfjöl, og var siðan hald-
ið rakleitt á hákarlamiðin. Þegar á
jniðin kom, var lagzt við stióra og
vöðum rennt í sjó. Ekki er þess
getið, hve lengi hafði verið legið
á miðunum, er Jófríðui tók jóð-
sótt. En það gerðist 24. dag febrú
armánaðar. Hákarlamennirnir létu
sér lítt bregða. Var búið um Jó-
fríði í þátnum og leitazt við að
tjalda þar yfir hana, og veitti Rann
veig henni þá hjúkrun, sem hún
mátti. Innan stundar ói Jófríður
lieilbrigt og fullburða meybarn,
og virðist fæðingin hafa gengið
greiðlega.
Þótt konur á Ströndum kveink-
tiðu sér lítt við ag fara í hákarla-
iegur, fæddu þær ekki at sér svo
harðgerar dætur, að opið hákarla-
skip á rúmsjó væri beinlínis við
þeirra hæfi þegar á fysta dægri.
Auk þess var hér ekkt handbært
neitt það, sem við þótti þurfa.
þegar barnsburg bar a'ð
Hákarlamönnunum varð samt
kki ráSafátt. Þeiir tóku af sér
írefla og klúta, er vaftð var utan
um barnið, og sumir lögðu til af
sír bolflíkur. Grimur '. óndi Jóns-
son fór úr skinnpeysu loðinni, sem
Jiann hafði haft sér til skjóls í
bttkarlalegunni, og í hana var
iitiu stúlkunni stungið. Lagði
þannig hver til einhverja flik,
er hann gat af sér reytt Þó segja
sumir, að einn hafi sá verið á
fkipinu, er ekkert lagöi til: sjálfur
bamsfaðirinn. En hér gætir kann-
ski meiri illkvittni en réttmætt
cr í garð bóndans, sem fór með
■'innukonu sína nálega jóðsjúka i
hákarlalegu. Er auðfundið á þess-
ari munnmælasögu, nvort sem
hún er sönn eða login, að honum
hefur legið á hálsi af sveitungum
sinum — og ekki að ástæðulausu.
Sumir segja, að þegar hafi ver-
ig tekinn upp stjóri og haldið til
lands með konuna og barnið. Aðrir
lelja, að enn hafi verið legið
skamma hríð, en lands leitað, er
veður spilltist. Skiljaniega hefur
ekki þótt gott að hverfa heim af
miðunum meg lítinn afla. En
hvort sem um það hefur þingað
lengur eða skemur, þá virðist
nokkuð hafa á bjátað.» heimleið-
inni. Er -þag í sögnum. að komið
hafi verið dimmviðri með þoku og
báturinn villzt af réttri leið. Svo
er að minnsta kosti +aiið, að hann
Iiafi tekið land á Finr.bogastaða-
sandi í Trékyllisvík, en þar er
íending góð í skjóli v.ð Árnesey,
þótt stormur sé af norðri og illt
: sjó.
Landtakan heppnaöist vel. Voru
þær mæðgur, Jófríður og dóttir
hennar, færðar heim ag Finnboga-
stöðum. Þar bjó þá Magnús Guð-
mundsson, sveitarhötðingi í Ár-
neshreppi. Kona hans, Guðrún
Jónsdóttir, veitti hinum óvæntu
gestum hjúkrun alla cg aðhlynn-
ingu, svo sem hún framast kunni,
enda ekki á hverjum degi, að
sængurkona norðan af hákarlamig
um tæki land með nýfætt barn
sitt á Finnbogastaðasandi. Dvöld-
ust þær mæðgur á Finnbogastöð-
um, unz móðirin var fcrðafær. —
Hafa sennilega ekki liCið margir
dagar, áður en hún fór á stjá, því
eð þeim mæðgum báðuni heilsað-
ist prýðilega.
Litla stúlkan var va‘rJ ausin og
nefnd Guðrún. Ekki getur neinn
hrósag sér af því að vera niðji
hennar. Hún varð ei.ki langlíf.
Hún andaðist í Ingólfsfirði 19.
roarz ári síðar
En það er af Jófríði að segja, ag
hún giftist nokkru seir.na vinnu-
manni emum í Dalv>k, Guðmundi
að nafni, launsyni Sveins Arnfinns
sonar, er bjó á Kárastöðum i
Borgarhreppi og víðar í lágsveit-
um Mýrasýslu.
(Helztu heimildir: — Blanda.
Strandamannabók. eftir Pétur
Jónsson frá Stökkum, Stranda
menn, eftir séra Jón Guðnason)
TÍMINN - SUNNUDAGSBLAO
267