Tíminn Sunnudagsblað - 24.03.1963, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 24.03.1963, Blaðsíða 18
í einum hægindastólnum svaf kött ur í friði ag spekt. Þetta \ar loðinn köttur, svartskræpóttur, og bakig á honum minnti á munk af 'Dómínikana reglunni. En snjáldrið á honum var keimlíkt grímu á trúðleikara. Kon- urnar gáfu honum gætur með á- hyggjusvip, líkt og vakað er yfir barni á heimili, þar sem einhver er fársjúkur. ,,Er harin búinn að fá hrcgnin sín?“ Stofustúlkan kinkaði kotli. „Og lifrina?" „Já“. Gaukurinn hafði ekki íyrr rekið út nefig og tjáð okkur, að klukkan væri orðin sjö, en húsmóð'irin skeljti glugganum aftur. Settimía frænka •og frú Freund tíndu sarnan föggur sínar og höfðu sig burt, bó með auð- sýnilegri tregðu, líkt og þeim hefði verið skipag að hörfa tii nýrra víg- stöðva. Amma mín hlammaði sér í stól og veifaði vingjarníega til þeirra í kveðjuskyni, eins og hún sæi ekki á þeim fýlusvipinn og hefði ekki hug- boð um, með hvaða nauðung þær fóru burt. Parisína lét ekki i ljós neina ánægju yfir því, að amma settist upp, duldi jafnvel ekki andúð sína. Parisína frænka átti son, sem hét Angeló. Hann var gjaidkeri 1 banka og kallaður herrann. Hann kom heim um þetta leyti á kvöldin, og konurn- ar tvær áttu alltaf að vora farnar, þegar hann kom. Amma mín beið hans, hátíðleg á svip, og dró ekki dul á, ag markmið hennar með héim- sókninni var einmitt að sjá hann. Þau heilsuðust ævinlega af mestu ástúð og horfðu á hvort annað með aðdáun. „Ungi herrann . . .“ „Það var þó gaman, ag . . .“ „Það er orðin sjón að sjá þig, drengur minn . . .“ „Það var fallega gert af þér að láta sjá þig, blessuð gamla konan. Komdu bráðum aftur . . .“ Þag var eins með Parisínu frænku og sumar frægar konur am hennar daga: Hún hafði ekki farið varhluta af ástum, sem urðu henni æviraun. Það var þó ekki karlmaður, sem hafði sigrað hjarta hennar með þess- um afleiðingum, svo sern flestum dettur sennilega í hug. llugur henn- ar var allur bundinn við ketti. Mað- ur hennar, efnaður og mikilsmetinn kaupmaður, var enn á ’ífi, er hún eignaðist fyrsta köttinn, cg þá leið ekki á löngu, áður en þeir urðu sex. Þegar maður hennar féll frá, stóð hún ein uppi með son stan, og þá fjölgaði köttunum svo fram úr hófi, að nágrannarnir gerðu uppreisn. — Loks skarst lögreglan í leikinn. Sá úr skurður var felldur, að írú Parisínu leyfðist ekki að hafa nema einn kött á heimili sínu og til frekari varúðar var kveðið á um það, að þetta skyldi vera högni. Syni hennar 'rar falið að sjá um, að hún hlýðnaö'ist þessum fyrirmælum. Aeins einn kött. Það var bágt fyrir einmana konu, sem unni öllum köttum af öllu hjarta, að sætta sig við slík fyrirmæli. Þetta var viðlíka og að rétta bar.hungruð- um manni tannstöngul til þess að naga. En syni hennar datt ráð i hug: — Hann stakk upp á því, að þau færu í skemmtiferð, því að þá þióst hann við, að hún sætti sig við íhlutun lög- reglunnar og gleymdi köttunum. Hún féllst á uppástungu hans, og þau af- réðu að fara til Rómar og Napólí. Hann iðraðist þessa fijótt. Hann kom aftur heim eftir tvær þrauta- vikur, dauðþreyttur og sargramur. Þegar til Rómar kom, fór Parisína undir eins að skoða baðnýsi Díókletí- ans, rústir keisarahallanna á Palatín- hæðinni, katakomburnar og hring- leikasviðið, og í þessum tornu rúst- um, sem bera svo mikilfenglegt vitni um dýrð og glæsibrag borfins stór- veldis, uppgötvaði hún sér til mikill- ar gleði annað stórveldi, iðandi af lífi, er henni fannst miklu meira um vert en hitt. Það var engin leið að halda aftur af henni, hún varg ekki slitin frá' þessum gömlu súlum og stöplum, bogum og burstum, svöl- um og þrepum — frá ödum þeim kattarnórum, högnagreyjum, stegg- kvölum, fressræksnum, bleyðurýj- um og læðuöngum, sem þír voru. — Kjass hennar við stóra köttinn, sem lá á borði kökusalans í An-gnó-kaffi- húsinu, vakti slíka athygJi, að múg- ur og margmenni þyrptist að, og það lá við, að sonur hennar forðaði sér burt og létí ráðast, hvernig henni reiddi af. Og þegar hún sá feiknar- stóran, bröndóttan kött við dymar á Péturskirkjunni, hrópaði hún upp yfir sig, ag þetta væri kötturinn páf- ans og vildi upp frá því endilega ná tali af Hans heilagleika og spjalla við hann um ketti, því að hún þóttist þess fullviss, að hann hefði ekki minna dálæti á þeim en hún. í Napólí, þar sem fólk kann sér ekkert hóf í elskusemi sinni, keyrði þó fyrst um þverbak. Hún fór búð úr búð, leitaði í húsagörðum, snuðraði í anddyrum og ruddist Inn í skugga- legar kompur dyravarðanna — ekk- ert gat freistað hennar 'i’ þess að gera hlé á leit sinni að köttum, hvorki kirkjur né konungshallir, kast alar né eldfjöll, eyjar né baðstaðir — alls ekkert. Þegar heim kom, sagði hún við hneykslaðan son sinn: „Þú ert asni, og hafðu mín orð fyrir því. Hvaða erindi heldurðu eig- inlega, að ég hafi átt annað tíl Rómar og Napðlí?“ Settimía frænka tók undir, berg- málaði og endurómaði. Frú Freund var framtakssamari. Hún hafði unn- ið það til fyrir kettina að giftast gömlum kararmanni. Sex árum síðar var hún enn við þau eíni, að hún gat alig önn fyrir áttatíii köttum, en nú voru efnin gengin til þurrðar, og það voru síðustu aurarnir, sem hún var að tína í þessi fósturbörn sín. Kvistherbergi hennar var í senn gistihús og sjúkrahús íaita. Þeir skriðu þar inn tU þess að sofa, éta, gjóta og njóta hjúkrunar. Þeim Par- isinu frænku varð skrafdrjúgt: Þær hlógu saman að því, er gengig hafði í haginn, og hugguðu hvor aðra, þeg- ar á móti blés. Oft sátu þær á eintali eða hvísluðust á og létu e’ns og þær vissu ekki af öðru fólki. Þær töluðu annarlega tungu, viðhöfðu alls konar teikn o,g dularfullar bendingar, brugg- uðu launráð. Iðulega stóðu þær sam- an við gluggann og héldu hvor utan um aðra — þá voru þær að bíða eftir ketti, sem þær höfðu sent út á þökin í einhverjum leyndardómsfullum er- indagerðum. Og þær kysstust ems og tunglóðar stelpur. Settimía frænka sat fyrir aftan þær. hress í bragði, og fékk sér í nefið annað veifið. Nikka var höfg í sendifei ðum. Hún fór klukkan sjö á hverjum morgni með tvær stórar körfur tii kaup- manns, sem seldi innyfli og alls kon- ar innmat. Hann hafði tekig frá tvö hundruð litla skammta handa henni, og með þá hóf hún göngu sína. Hún fór í Lárusarklaustrið og Maríu- klaustrið, D’Azeglíógarðinn, Bassó- virkið og að þrepum heilags Nikulás- ar. Alls staðar voru kettir — frávill- ingar, flækingar, útUegukeair, stroku kettir, kláðakettir, blindi" xettir, slas- aðir kettir, sjúkir kettir. Hún átti að vitja þeirra allra fyrir hádegi og koma síðan heim til húsmóður sinnar og segja henni, hvað fyrir hana hafði borið. Tvisvar í viku tygjaði Parisína frænka sig líka. Hún hneppti ævin- lega að sér á leiðinni niður stiga. — Gamall fjaðrahattur sat hallur á höfði hennar, gat við gat á slæðunni, sem hékk fyrir andliti hennar, dræs- ur dingluðu á hnakkanum, bolurinn allt of víður, pilsið missit:. Það var herfilegur búningur. Þannig arkaði hún af stað með Nikku og bar tvær körfur eins og hún. í annarri var margs konar lostæti handa köttunum, í hinni lyf, sárabindi, smyrsl, plástr- ar og hægðameðöl. Kettirnir komu þjótandi í öllum áttum, þegar þeir sáu hana: Mjá-á-mjá-á, :n;4 á-á! Þeir þyrptust utan um hana, ðandi af ó- þolinmæði, nudduðu sér upp við hana og læstu sig upp eftir henni. Börnin komu líka hlaupandi til þess að missa ekki heldur af þessu, og fullorðna fólkig nam staðar og horfði . Allir þekktu hana orðið, og þeir, sem báru 282 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.