Tíminn Sunnudagsblað - 24.03.1963, Blaðsíða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 24.03.1963, Blaðsíða 20
i c i ! c Í c ! I ■* i i i I ! i i c I BERGSTEIHN KRISTJÁHSSON: SENDUR BÆJARLEIÐ MJÖG eru menn ósammála um, hvernig haga skuli umgengni íull- orðinna við börn og unglinga, og þótt afstaðan til yngstu borgar- anna breytist með breyttum tím- um, greinir menn mjög á urn upp- eldisaðferðir. Sumir láta tilfinningarnar ráða, og tala mest gæluorð við börnin, sem þeim verða fljótt ógeðfelld, er þau stækka, þvi að þeim finnsl slíkt smækka sig. Aðrir þykjast þurfa að gera sig herralega við unglingana og halda þeim í hæfi- legri fjarlægð, og mun sá siður leifar frá þeim tímum, þegar for- eldrar lótu börn sín þéra sig. Og enn segja aðrir, að grasið spretti bezt. ef það er látið i friði, eins sé um börn og unglinga, — bezt sé að láta þau sem mest sjálfráð og grípa sem minnst inn í leiki þeirra og störf, meðan þau stefna ekki á auðséðar 'villigötur. En þetta átti nú ekki að verða prédikun um uppeldisfræði, held- ur sexlíu ára gömul endurminn- ing um stutta sendiferð. Á þessum tíma voru börn feim- in og óframfærin við fullorðið fólk, einkum ókunnugt, enda var það brýnt fyrir þeim, að erindis- lausar ferðir á aðra bæi væru hin mesta óhæfa og sömuleiðis lang- ar viðstöður í sendiferðum. Ein- angrun í strjálbýli gerði börnin mannfælin, einkum við fullorðið fólk, sem þeim fannst búa í öðrum hugsana- og starfsheimi en þau sjálf. í þessum efnum var ég barn minnar tíðar og vel það. Ekki var það þó af því, að fólkið væri ekki gott við mig. Það vildi sannarlega gera mér gott, gaf mér sykurmola í lófann eða smurða flatköku, og voru þessar góðgerðir færðar mér út á stétt, ef ég vildi ekki ganga í bæinn. Ef ég var í fylgd með fullorðnum, sem oft bar við, eiirk- um í smalaferðum, þá þáði ég góð- gerðir með þeim. Tal heimamanna beindist þá að þeim fullorðnu og allt háttalag mitt varð vanda- minna. Bara að gera eins og þeir fullorðnu. Þó varð einu sinni leiðinleg und antekning frá þessu, er ég var sendur í rétt með fullorðnum manni, góðum nágranna mínum. Heimabóndinn var stórbóndi og vel metinn maður. Hann hafði fyr- ir stuttu verið gestur heima hjá foreldrum mínum og farið mjög vel á með þeim og skilið í vin- semd. En er við fórum að draga okkar kindur úr heimafénu, sneri bóndinn sér að mér og talaði til mín með mikilli þykkju og þung- um ásökunarróm. Mál hans sner- ist um það, að jafnan væri mikill ágangur af hrossum föður míns í högum hans, og fór hann mörg- um orðum um þann skaða, sem þau gerðu, er ég trúði vel. Mér fannst ræða hans löng, sem hún hefur þó ekki verið, en ég þorði engu að svara, því þótt sannast væri mála, að ég gæti engu ráð- ið um ferðir þessara hrossa, brast mig hug til að segja slíkt, enda hefði það verið talin ósvífni. Mér var mjög þungt í skapi eft- ir þessa ræðu bóndans og þráði þá stund, er ég mætti hverfa heim á leið. En það var víst fremur af því, að ég vissi, að ég hafði verið beittur ranglæti, heldur en ég skammaðist mín fyrir þessi á- gengu hross, sem mér var satt að segja betur en meinlaust við. En lengi á eftir hafði ég beyg af þessum bónda og leið illa í ná- vist hans. En sú sendiferð, sem nú verður sagt frá, var á annan veg. Það mun hafa verið haustið 1902, að ég var sendur frá æsku- heimili mínu að Kotvelli í sömu sveit. Ekki man ég með vissu er- indið, en líklega hef ég verið send ur með blöð eða bækur, því að faðir minn og Magnús á Kotvelli keyptu Þjóðólf saman. Auk þess lánaði Magnús okkur oft bækur, því að hann átti talsvert af góðum bókum. Ég hafði ekki komið fyrr að Kotvelli, nema í fylgd með fullorðnum, og var því allmikill geigur í mér að koma einn míns liðs á fjölmennt, ókunnugt heim- ili. Ég þekkti þó Magnús vel, og var vel til hans. Hann var tíður gestur heima hjá okkur, því að bæði var hann vinur foreldra minna og svo kom hann bft í fjár- skoðun og öðrum embættiserind- um, enda var hann um langt skeið oddviti sveitarinnar. Stundum kom hann í fylgd með Ólafi Guðmunds syni, lækni, og voru þeir þá kann- ski hýrir af víni, en það breytti litlu um hátterni þeirra, aðeins voru skapkostir þeirra, ljúf- mennska og barngæði, meira áber- andi, og þeir berorðari um það, sem þeim þótti ábótavant í sveit- inni. En þótt ég þekkti ljúf- inennsku Magnúsar, var i mér nokkur geigur við að koma einn míns liðs á heimili þessa sveita- höfðingja. Mestur vandi var að haga sér í öllu eftir siðvenjum, því að ég var dálítið spéhræddur, og fannst mikig um, ef mér varð á í almennum mannasiðum. Leiðin var ekki nema hálfrar stundar gangur og litlar torfær- ur, nema ef telja skal Vondaskurð og Hjáleigulæk. Ég lagði af stað laust eftir há- degi, og ekki hafði ég annað með- ferðis en stafprik, sem flestir gengu við á þessum tima, og svo var með mér indæll hvolpur, sem alltaf elti mig eins og skugginn minn. Mér gekk vel yfir Vonda- skurð, því að yfir hann lá greiðfær gata, en hann var samt talinn farartálmi. Hann var svo afar djúpur og bakkar hans brattir, þótt oftast vær' hann vatnslítill. Þegar ég kom > úr skurðinum, var þar stór !o nópur. sém hóf sig til flugs. Af Hjáleigulæknum er það að segja, ag ég gat stokkið yfir hann með tilhlaupi. Voru þá torfærurn- ar að baki, og mér gekk vel alla leið að Kotvelli. Þegar ég kom á hlaðið, var enginn maður’ úti við, en stór og feitur hundur lá þar. Hann stóð upp og gelti að mér eins og til málamynda, því að víst var það vani hans ag haga gelti sínu eftir stærð og tign komu manna. Vig hvolpinum le>t hann aðeins útundan sér, og leyndi sér ekki að honum fannst lítið til hans koma. En hvutti minn lagð- ist hjá prikinu, þegar ég lagði það frá mér. Ég barði þrjú högg á bæj- ardyrnar eins og siður var, og eft-^ ir litla stund kom út drengur, lít- ið eitt yngri en ég. Heilsaði ég honum með handabandi og gerði boð fyrir húsbóndann. Þegar svo Magnús kom út, bar ég upp við hann erindi mitt, er ég hafði heils að honum. Hann tók vel kveðju minni og bauð mér samstundis í bæinn, og af einhverjum ástæðum hreyfði ég ekki mótmælum, sem oft var þó vani minn við svipuð tækifæri. Húsum var þannig hátt- að, að úr bæjardyrum' var gengið til baðstofu, en hún var portbyggð loftbaðstofa, en undir henni var allstór stofa máluð. Þar geymdi 284 T í M l N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.