Tíminn Sunnudagsblað - 24.03.1963, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 24.03.1963, Blaðsíða 12
Klukkan er fjögur árdegis hinn 18. október 1951. Þrír ríðandi menn þræða gamaltroðnar götur austur með norðurjaðri Aðaldalshrauns austur frá Sandi. Þeir eru að leggja af stað austur í Þeistareykjaland í fjárleit — eftirleit, sem kölluð er. Þrennar göngur hafa að vísu verið farnar í landið, og er þeim lokig fyrir nokkru. En lengi leynist fé í afrétt- ir.ni, og á hverju hausti er gerð fjórða leit og stundum fleiri. Nú skal kynna mennina, og er fyrst að nefna Valtý Guðmundsson, bónda á Sandi, og er hann leitarforinginn, maður tæplega fertugur að aldri. Annar maðurinn er Árni Kristinn Baldur Guðmundsson, bóndi á Bergí: gist / stóra- vín Jakobsson, vinnumaður á Sandi, um fimmtugt. Báðir eru menn þessir þaul vanir gangnamenn og kunnugir þar austur á fjöllunum. Þriðji maðurinn er svo sá, sem línur þessar ritar, rösk- lega fertugur að aldri. Veður var stillt og gott og tungl f fyllingu. Ekki er hratt farið í fyrstu, því ekki er gott að lýja hestana i byrj un ferðar, þegar langt skal fara. Ferð in sækist þó nokkuð austur með hraununum, yfir Laxárbrú í Hvamms heiðarenda, fram hjá Laxamýri, upp lyngivaxnar heiðarbrekkurnar og aust ur Reykjahverfisheiðina. langa og til breytingarlitla. Við Höskuldsvatn komum við á veginn, sem liggur frá Húsavík yfir Reykjaheiði, norður í Kelduhverfi og austur um land. Var vegur sá aðalleiðin austur, áður en Tjömesvegurinn kom til* sögunnar. Gott var að ríða veginn og nutum við hans alllengi og allt austur hjá Sælu- hússmúla. Sæluhússmúli dregur nafn sitt af sæluhúsi, sem eilt sinn stóð sunnan múlans, en er nú fyrir löngu fallið, en sér þó enn móta fyrir grón- um tóftum. Við áðum um stund við múlann og fengum okkur bita. Fúllbjart var orðið fyrir nokkru, og því bezt að hefja leitina sem fyrst. í minn hlut kom að leita vest- astur og suður í stefnu á Þeista- reyki. Valtýr og Árni riðu lengra austur á merkjum Keldhverfinga- og Aðaldælingaafréttar. Skyldi Valtýr ganga um miðjan hluta landsins, en Árni skyldi fara enn lengra austur, og allt austur í horn, og síðan suður austan Ketilfjalls; sem er alllangt fjall, sem liggur frá suðvestri til norðausturs, skammt norðaustur af Þeistareykjum. Svo var lagt af stað. Eg reið brún- um hesti, sem nefndur var Brúnn. Ferð okkar Brúns var tíðindalítil lengst af dagsins. Við lögðum undir okkur móana, langs og þvers. Austur og vestur, yfir holt og hæðir, lauta- drög og gjáveggi. Öðru hvoru steig ég af baki og klifraði upp á kletta og hæstu hóla, til að sjá betur yfir. En hvergi var kind að sjá. Öræfa- þögnin var alger, og ekkert rauf hana, nema þegar stöku sinnum þutu upp ropandi rjúpur, er þær urðu fyrir þessari óvæntu styggð. Þannig leið tíminn, og það fór að þykkna í lofti og fölvaði lítils háttar. Skyndilega kvað við skot, síðan annað. Svo heyrði ég í bíllúðri í nokkrum fjarska. Að stundu lið- inni komu tveir menn gangandi, höfðu þeir byssur og nokkrar rjúp- ur meðferðis. Þetta voru Húsvíking- ar. Sögðust þeir vera nokkrir á rjúpnaveiðum, og biði þeirra bíll á veginum norðan við Þeistareyki, og væri hann nú að kalla saman lið- ið til heimferðar. Hríðarélið birti von bráðar upp, og aftur sá til fjalla. Skammt noi'ðan við Þeistareykja- hraunið fann ég dilká, með eitt lamb, og nokkru síðar tvö lömb stök. Kindur þessar reyndust þægar og kom ég meg þær heim að Þei.sta- reykjum, áður en aldimmt var orð- ið. Ekki löngu seinna komu þeir Árni og Valtýr, og höfðu þeir fundið fjórtán kindur. Hýstum við nú fé þetta í gamla kofanum, sem áður var gangnamannakofi, en nú í seinni tíð hafður fyrir hesta og kindur í viðlögum, þegar um fátt var að ræða. Svo var sprett af hestunum og þeir tjóðraðir,( þar sem góður hagi var. Síðan sóttum við okkur vatn og hit- uðum okkur kaffi á olíuvél, sem ávallt er í kofanum. Síðan var tekið til malpokans og nestinu gerð sæmi- leg skil. Sæluhúsið eða Þeista- reykjakofi, eins og hann er venju- lega kallaður, er byggður úr torfi og grjóti, járnþak er á kofanum og þakið yfir með torf-i. Básar, gerðir úr tré, eru meðfram endilöngum hliðarveggjum, báðum megin, í hnéhæð frá gólfi, en torf- gólf að öðru leyti. Stundu eftir að við höfðum drukkið kaffi okkar og matazt, hýstum við hestana. Ag því búnu bjuggum við okkur undir það, að taka á okkur náðir, tíndum undir okkur heyrusl, hlúðum að okkur með pokum, gæruskinnum og yfir- höfnum okkar, eins og föng stóðu til. Svefninn var þó ekki vær í bezta lagi, því að veggirnir voru óþéttir og kuldinn sótti á frá öllum hliðum. Leið svo nóttin. Um klukkan fimm um morguninn varð ég þess var. að Valtýr var kominn á kreik og farinn að kveikja á olíuvélinni og hita kaffivatnið. Þá var ekki til setu boð- ið lengur. Hálfskjálfandi riðum við á fætur, löguðum á okkur fötin, snör- uðumst út og litum til veðurs. Úti er bezta veður; heiðskírt að mestu og tunglskin. í norðaustri bólar þó á ofurlitlum hnökróttum skýjabakka, neðst við sjóndeildarhring. Svo látum við út hestana; hnýtum bandi um hálsinn á þeim og lofum þeim að 2 7( T I M I N N — SUNNUUAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.