Tíminn Sunnudagsblað - 24.03.1963, Blaðsíða 11
var innarlega í hliðið, reið að jcniki'ð
ólag. Bátinn fyllti skyndilega og
flestum bátverjum skolaði út í ólg-
andi brimlöðrið. Formaðurinn, sem
hafði haldið um seilarnar — og trú-
lega fastar en skyldi — hvarf í
brimgarðinn og kom ekki í ljós fram
ar. Alla hina, 10 að tölu, báru öld-
urnar upp í sandinn, suma þrekaða,
en engan svo að líftjón hlytist af.
— Að Pétri varð bæði
mannskaði og eftirsjá. Hann var 51
árs, ókvæntur og bjó með aldraðri
móður simni. Hét hún Guðrún og
var dóttir hins kunna gáfumanns,
sér Páls skálda Jónssonar, prests í
Vestmannaeyjum 1822—1837. Kippti
Pétri mjög í kyn sitt um atgjörvi
til líkama óg sálar. Var hann greind-
ur vel, bókhneigður og orðheppinn
svo að orð var á gjört. Skip hans hét
María og var síðustu ár Péturs bæði
gamalt og úr sér gengið. Þótti hann
lengi beita þeirri fleytu fulldjarf-
lega við sjósókn og flutninga. Svar-
aði hann jafnan með gamanyrðum,
er menn átöjdu hann fyrir dirfskuna.
Einhverju sinni, er hann kom úr
Vestmannaeyjum með Maríu drekk-
hlaðna vörum og fékk erfiða lend-
ingu í sandinum, var hann minntur
á þetta. Svaraði hann þá með þess-
um léttu og fleygu orðum: „Vörurnar
voru í skipinu að innan og sjórinn
hélt að því að utan, svo að María
mín var öldungis eins og járnskip."
Sumir töldu, að Pétri hefði ekki
verið alls kostar óljúft að bera bein-
in í Marín sinni, svo margar tvísýn-
ar stundir, sem þau höfðu átt sam-
an. Að minnsta kosti mundi hann
hafa mætt dauða sínum með sömu
róseminni, sem hann var þekktur að
bæði í höppum, hættum og þraut-
um.
Enn var svo ókominn síðasti þátt-
ur harmleiksins við Landeyjasand
árið 1893. Um sumarmálin höfðu
nokkrir formenn úr Landeyjum,
sem vertíð stunduðu frá Vestmanna
eyjum, sætt færi að komast til lands.
En á leiðinni heim fengu þeir vax-
andi vestanátt og neyddust því til
að lenda margir saman austarlega á
Krossfjöru i Austur-Landeyjum. Þar
var og talið vera hlið allgott. Settu
]>eir þar upp bátana og farangurinn
með það fyrir augum að flytja hvort
tveggja heim til sín, þegar veður og
sjór leyf.ði. Það færi sýndist mörgum
gefast 26. apríl eða rúmum mánuði
eftir að Jón Brandsson fórst. Var
þá hægviðri, en úfinn sjór og útlit
ekki svo vænlegt sem skyldi. Komu
þá margir í Krosssand til þess að
flytja til skip sín og það, er þeim
fylgdi. Meðal þeirra var Einar Þor-
steinsson,. lengi bóndi að Arnarhóli
í Vestur-Landeyjum og formaður
þaðan. En einn af hásetum hans er
náinn heimildarmaður og um leið
sjónarvottur þess hörmulega slyss,
er þá varð í hliðinu við Kross-sand.
Er hann Jón Tómasson, enn á lifi,
gegn maður og traustur, lengi bóndi
að Miðkoti í Vestur-Landeyjum og
formaður úr Kotasandi. — Hinn
nafnkunni formaður, Sigurður Þor-
björnsson frá Kirkjulandshjáleigu,
-varð fyrstur að sjó þennan dag sem
svo oft áður. Hafði hann hugsað sér
að leita fyrst fiskjar og hverfa svo
til Vestmannaeyja síðar um daginn,
ef veður og sjór réðust vel. Átti hann
og hásetar hans ýmsa hluti í „Eyj-
um“, sem ekki urðu teknir með, þeg
ar þaðan var komið um sumarmál-
in. Með Sigurði voru að þessu sinni
tveir Mýrdælingar, sem beðið höfðu
fars til Eyja. Tókst honum vel að
komast út og yfirgefur frásögnin
hann þar með í bili. — Það óvænta
hafði skeð, að þrír hásetar Sigurð-
ar náðu ekki róðri þennan morgun.
Voru þeir: Ólafur Magnússon, bóndi
frá Dufþekju í Hvolhreppi, Jónas
Þorvaldsson, vinnumaður frá Tjörn-
um undir Eyjafjöllum, og Jón Þórð-
arson, ókvæntur bóndason frá Stóru
Hildisey í Landeyjum. Skrldi ba’
milli feigs og ófeigs eins og mál-
tækið segir. Jón Þórðarson, sem tal-
inn var hugmaður og karlmenrii,
hafði vaknað í seinna lagi þennan
morgun. Brotafærð hafði og nokkuð
íafið för hans til sjávar. Hann varð
því að horfa á skip Sigurðar hverfa
út úr hliðinu, um leið og hann kom
á sandinn. Mun honum að vonum
hafa þótt það mjög miður. Þangað
var' þá einnig kominn Jón Guðna-
on, formaður frá Hallgeirseyjarhjá
eigu, farsæll maður og traustur.
ætlaði hann að flytja.skip sitt og farm
þaðan í Hallgeirseyjarsand, sem
mun vera um klukkutíma róður.
Snéri Jón Þórðarson sér því þegar
að nafna sínum og bað hann að Skila
sér til Sigurðar Þorbjörnssonar, um
leið og hann flytti skip sitt til. Tók
Jón Guðnason hvorki af né á um
það, en kvað honum heimilt að vera
í skipi sínu, sem hinn og þáði. Heppn
aðist Jóni vel að komast út, þótt
sjór væri nokkuð tekinn að þyngj-
ast. En er á sjóinn kom, aftók hann
með öllu að eyða tíma í útúrkrióka.
Hafði Sigurður Þorbjörnsson þá lát-
ið reka undan falli nokkuð austur á
bóginn. Bauð Jón Guðnason háset-
mn sínum að leggjast sem fastast á
árarnar vestur með landinu. Tókst
honum að lenda heilu og höldnu
skipi og farmi í Hallgeirseyjarsandi,
þótt tæpara mætti vart standa.
Óhapp eða töf Jóns Þórðarsonar
varð honum þannig til lífs og geng-
is. Hann átti síðar merka lífssögu,
bjó lengi að Núpum í Ölfusi og lézt
hér í Reykjavík fyrir fáum árum —
að ég ætla — 102 ára gamall. Jón
var karlmenni til áræðis og starfa og
frábær söngmaður. Kom hann 100
ára fram í útvarpi og söng m.a.
passíusálm og ættjarðarljóð. Mun
mörgum finnast,, að örlögin hafi hér
gripið inn í og ráðið því, sem verða
vildi.
Víkur nú sögunni aftur austur á
bóginn. Gerðist það nokkum veginn
jafn snemma, að komnir voru í sand
inn þeir síðustu, er hugsað höfðu
til sjávar þennan dag, og Sigurði
Þorbjörnssyni var veifað að. Var þá
sjór að verða ófær til lendingar,
vindur vaxandi suðaustan og um
leið illfært eða ófært til „Eyja“. En
Sigurður var, eins og ’áður er sagt,
Framhald á 286. síöu.
T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
275