Tíminn Sunnudagsblað - 31.03.1963, Blaðsíða 2
V. Dorosevítsj:
Kona vitringsins
— Persneskt ævintýr —
— Undarlegur er þessi heimur,
sem við byggjum, sagði vítringur-
inn Djafar.
— Já, vissulega er veröldin um
margt furðuleg, svaraði vitringur-
inn Eddin.
Þannig .fórust þessum tveimur
vitringum orð í nærveru vezírsins
Ajbú-Músí, sem oft skemmti sér
við að bjóða þeim til sín og hlýða
á hárbeittar rökræður þeirra.
— Enginn hlutur fyrirfinnst
þeirri náttúru gæddur, að hann
megi í senn vera bæði heitur og
kaldur, léttur og þungur, ljótur og
fagur, sagði Djafar. Aðeins menn-
irnir geta á sama andartaki verið
nálægir hver öðrum og þó fjar-
lægir.
— Hvernig má það verða?
spurði vezírinn.
— Leyfðu mér að segja þér
sögu, voldugi herra, sagði Djafar,
um leið og hann hneigði sig auð-
mjúklega, ánægður yfir að hafa
megnað að vekja áhuga vezírsins.
En öfundin skein út úr Eddin.
— í þeirri borg, sem fegurst er
allra borga og nefnd er Teheran,
átti eitt sinn heima vezir að nafni
Habibúlín; hann var vezír alveg á
sama hátt og þú. Þar átti einnig
heima fátæklingur nokkur, er
Sarrah nefndist. Kofí hans stóð
mjög skammt frá höll vezírsins.
Ef vezírinn hefði langað til að
heimsækja Sarrah og gleðja hann,
hefði hann getað verið kominn
heim til hans, áður en hann hefði
náð að telja upp að þrjú hundruð.
Og hefði Sarrah verið leyft að
ganga inn í höll vezírsins, hefði
hann verið enn fljótari, því að fá-
tæklingur gengur. hraðar en ve-
zír, af því að hann er göngunni
vanari. Sarrah varð oft hugsað til
vezírsins, og vezírinn hugsaði lika
oft til hans, því að Sarrah hafði
eitt sinn orðig á vegi verírsins. Þá
var Sarrah að gráta, vegna þess
að asninn hans var dauður, og ve-
zírinn hafði af meðaumkun spurt,
hvað þessi maður héti, til þess að
hann gæti beðið fyrir honum í
bænum sínum um kvöldið:
—- Allah! Hugga þú Sarrah. Lát
hann hætta að gráta.
Eitt sinn sagði Sarrah við sjálf-
an sig:
— Gaman væri að vita, hvernig
hestarnir, sem vezírinn ríður, líta
út. Sennilega eru skeifurnar und-
ir þeim úr skíra gulli og þeir sjálf
ir svo feitir, að maður getur tæp-
lega glennt fæturna eins mikið í
sundur og þarf til að geta riðið
þeim.
En jafnskjótt svaraði hann sjálf-
um sér:
— Dæmalaust flón er ég að
halda, að vezírinn leggi stund á
hestamennsku. Það sjá einhverjir
aðrir um hestana hans. Auðvitað
sefur hann allan daginn. Hvað
ætti hann svo sem annað að gera?
Hann hlýtur að sofa, því að ekkert
er betra en sofa.
En þá skaut ný hugmynd upp
kollinum:
— Ég gleymi matnum. Vezírinn
hlýtur að þurfa að borða. Það er
heldur ekki svo slæmur starfí.
Sjáum til. Hann sefur um stund,
fær sér að borða og sofnar síðan
aftur. Þetta kallar maður nú sóma
líf. En varla borðar hann hvað,
sem er. Líklega lætur hann ekki
annað en nýtt kindakjöt inn fyrir
sínar varir. Þegar hann kemur
auga á kind, sker hann hana um-
svifalaust, steikir og étur með
beztu lyst. Ef ég væri í hans spor-
um . . . Dæmalaust rugl er annans
í mér að halda, að vezírinn borði
kindma alla, eins og einhver fá-
tæklingur. Hann borgar auðvitað
ekkert nema nýrun. Það er nú
matur, sem smakkandi er á. Ve-
zírinn slátrar kind, borðar nýrun
og slátrar síðan þeirri næstu Hví-
líkt hnossgæti!
Og enn hugsaði Sarrah, fullur
forvitni:
— Hvers konar flær skyldu lifa
hjá vezírnum? Feitar eins og ali-
gæsir? Að minnsta kosti eru þær
ekki ei/:s og mínar flær, sem varla
tóra fyrir hungri. Sennilega hef-
ur enginn í öllum heiminum jafn-
feitar flær og vezírinn.
En þegar vezírinn mundi eftir
Sarrah, sem grátið hafði yfir dauð-
um asna, hugsaði hann með sér:
— Vesalingurinn. Sá held ég
eigi bágt. Hann getur líklega ekki
á hverjum degi steikt sér sneið af
feitu kindakjöti, býst ég við. Senni
lega verður hann að láta sér nægja
að borða hrísgrjón. Annars þætti
mér fróðlegt að vita, hvort hann
vill heldur hafa kindakjöt eða
hænsnakjöt í skorpusteik.
Og vezírinn fór að ianga til að
tala við þennan fátækling. Þá var
Sarrah tekinn og baðaður, síðan
var hann klæddur i sæmileg föt og
færður fram fyrir einvaldinn.
— Hvernig líður þér? sagði
vezírinn. — Við erum reyndar ná-
grannar.
— Já, það er svo sem ekki langt
á milii, svaraði Sarrah.
— Við slculum tala saman eins
og nágrannar. Þú mátt spyrja um
hvað, sem þú vilt. Á eftir ætla ég
að spyrja þig.
— Þjónustu reiðubúinn, svaraði
Sarrah. Ég skal ekki koma með
margar spurningar. Þó er eitt,
sem mér er ekki rótt út af. Eg
veit, að þú ert bæði'voldugur og
ríkur, og ég er viss um, að þú átt
mikla fjársjóði, þó að ég hafi aldr-
ei séð þá. Allir vita líka, að í hest-
Enginn hlutur gefur í senn verið heitur og kaidur,
aSeins mennirnir geta veríð hver öSrum nálægir, cg
þó um Seið ffarlægir. Vezírinn skilur ekki tungufak
fátæklingsins, og fátæklingurínn veit ekki, hvað vezír-
inn er að tala um. En dæmi þess má einnig finna í
hvérju húsi og á hverju heimili.
T J M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ